Við innheimtum þjónustugjald þegar bókun er staðfest til að Airbnb virki snurðulaust og til að standa straum af kostnaði við þjónustu eins og þjónustuverinu sem er opið allan sólarhringinn.
Fyrirkomulag gjalda fyrir dvöl er tvenns konar: Skipt gjald og stakt gjald.
Þetta er algengasta uppstillingin og er gjaldinu skipt á milli gestgjafans og gestsins.
Þjónustugjald gestgjafa
Flestir gestgjafar borga 3% þjónustugjald en sumir greiða meira, þar á meðal gestgjafar með skráningar á Ítalíu og í Brasilíu. Gestgjafar með skráningar í Brasilíu borga 4% gjald. Gjaldið er dregið sjálfkrafa af heildarverðinu (þjónustugjöld eru hlutfall af gistináttaverði og gjöldum sem gestgjafinn leggur á, en að undanskildu þjónustugjaldi gesta og sköttum) til að reikna útborgun til gestgjafans.
Gestgjafar sem sjá um skráningar sínar með eignaumsýslukerfi geta ekki lengur verið með gjaldskipta verðlagngingu. Breytingar taka gildi sem hér segir:
Þjónustugjald gesta
Þjónustugjald gesta kemur fram í sundurliðun verðs áður en gengið er frá bókun.
Þjónustugjald gesta er á bilinu 14,1% til 16,5% af millisamtölu bókunar (það er samtala gistináttaverðs og viðbótargjalda gestgjafa að frádregnum þjónustugjöldum og sköttum). Þjónustugjald gesta ræðst af ýmsu en það fer eftir bókuninni hvort það sé hærra eða lægra. Þjónustugjald gesta er stundum lægra fyrir dvöl sem varir í 28 nætur eða lengur.
Ef gestur greiðir með öðrum gjaldmiðli en gestgjafi hefur tilgreint fyrir skráningu sína breytum við gjöldum okkar í samræmi við þá þjónustu sem við veitum. Þegar um mismunandi gjaldmiðla er að ræða hækkar þjónustugjald gesta og getur orðið allt að 16,5% af millisamtölu bókunarinnar.
Samkvæmt þessari uppstillingu er heildargjaldið dregið frá útborgun til gestgjafans. Yfirleitt nemur það 14–16% en gestgjafar með ofurstranga afbókunarreglu gætu greitt 2% í viðbót en gjöld fyrir gistingu sem varir í 28 nætur eða lengur gætu verið lægri.
Flestir gestgjafar með stakt gjald byrja bráðum að greiða nýtt stakt gjald upp á 15,5% en gjaldið verður áfram 16% hjá gestgjöfum með eignir á skrá í Brasilíu. Þessar breytingar taka gildi sem hér segir:
Gjaldbreytingin á ekki við um hótelskráningar með samning við Airbnb Travel LLC.
Nota verður þetta fyrirkomulag gjalda fyrir hefðbundnar gistieignir eins og hótel, þjónustuíbúðir o.þ.h. og hjá gestgjöfum sem nota eignaumsýslukerfi.
Lög hvers lögsagnarumdæmis ráða því hvort VSK eigi við fyrir ofangreind gjöld. VSK er innifalinn í innheimtu þjónustugjaldi, þar sem hann er lagður á.
Við áskiljum okkur réttinn til að breyta þjónustugjöldum okkar hvenær sem er og allar breytingar verða gerðar í samræmi við þjónustuskilmála okkar.
Við innheimtum almennt 15% gjald fyrir þjónustubókanir en lágmarksgjaldið er USD 6 (eða sama fjárhæð í gjaldmiðli viðkomandi lands). Fjárhæðin getur breyst í takt við gengi hvern dag. Fyrir bókanir á upplifunum innheimtum við að jafnaði 20% þjónustugjald.