Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hverju standa þjónustugjöld undir?

  Nánari upplýsingar um stuðning við gistrekstur sem gjöldin standa undir.
  Höf: Airbnb, 16. nóv. 2020
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 3. des. 2020

  Aðalatriði

  • Í flestum tilfellum innheimtir Airbnb þjónustugjald af gestum og gestgjöfum þegar bókun er staðfest

  • Gjöld hjálpa okkur að sinna markaðssetningu, vöruþróun og þjónustuverinu

  • Við sjáum um tæknina svo að þú getir einbeitt þér að gestaumsjón og framtíð rekstursins

  Í spjalli við gestgjafa í Sydney í Ástralíu kom Ben, ofurgestgjafi frá Brisbane, með góða spurningu: Hvað verður um þjónustugjöldin sem Airbnb innheimtir af gestgjöfum og gestum?

  Þjónustugjald er innheimt hjá gestgjöfum í hvert sinn sem bókun er staðfest. Gjald gestgjafa er almennt 3% fyrir gistingu og 20% fyrir upplifanir. Í flestum tilfellum er einnig innheimt þjónustugjald af gestum þegar þeir bóka gistingu á Airbnb. Frekari upplýsingar um mismunandi þjónustugjöld sem við innheimtum af sumum gestgjöfum er að finna í hjálparmiðstöðinni.

  Hvað verður um peningana sem eru innheimtir? Við fjárfestum þeim í vörum og þjónustu sem er ætlað að styðja ykkur sem gestgjafa og atvinnurekendur. Þar má nefna markaðssetningu til að auka eftirspurn, vöruþróun til að auðvelda umsjón með gestum og aðstoð við notendur. Hér eru frekari upplýsingar um hvernig gjöldunum er varið:

  Fleiri gestir

  Við fjárfestum mikið í markaðsmálum og vinnum að því að tryggja að skráningar á Airbnb birtist hátt í leitarniðurstöðum á vefnum til að tryggja að ferðamenn hugsi um Airbnb þegar þeir skipuleggja ferð eða upplifun. Þetta þýðir að gestir leita stöðugt til Airbnb. Til dæmis:

  • Við kynnum Airbnb á Facebook, Google og annars staðar
  • Við erum í beinum samskiptum við gesti og minnum þá meðal annars á að ganga frá bókun þegar þeir hafa leitað
  • Við birtum einnig hvetjandi greinar og annað efni í appinu okkar og á vefsíðunni til að hjálpa gestum að finna nýjar eignir eða taka þátt í einstakri afþreyingu

  Markaðsátak okkar hefur skilað árangri. Árið 2019 sögðust fleiri en 70% af aldamótakynslóðinni í Bretlandi hafa rætt um Airbnb undanfarnar tvær vikur* og árið 2018 urðum við vinsælasta vörumerkið fyrir gistingu á Google.** Þetta þýðir einfaldlega að þú hefur fleiri tækifæri til að fá gesti frá öllum heimshornum.

  Öflugri rekstur

  Við sjáum um skipulagið svo að þú getir einbeitt þér að gestunum, allt frá því að staðfesta auðkenni gesta til að gera kerfi fyrir umsjón skráninga. Og við þróum nýjar vörur til að auðvelda gestaumsjón og notkun gagna til að finna tekjumöguleika fyrir þá sem vilja auka viðskiptin. Nokkur dæmi:

  • Alþjóðlegu úrræðamiðstöðinni okkar okkar var hleypt af stokkunum á fyrri hluta ársins 2020 og þar eru ábendingar og leiðbeiningar frá bestu gestgjöfum um allan heim ásamt nýjustu fréttum frá Airbnb
  • Með tólum eins og tækisfærisflipanum er hægt að fylgjast með leitum gesta og aðlaga skráninguna að þeim
  • Samskipti við gesti eru auðveld með innhólfinu og skilaboðakerfinu og verkefni dagsins verða þægilegri með nýjum eiginleikum eins og tímasettum skilaboðum
  • Verðinnsýn með tölvupósti sýnir hvað gestir borga fyrir sambærilegar eignir og gagnast við að hafa samkeppnishæft verð í takt við eftirspurn viðskiptavina

  Aðstoð við notendur

  Við erum þér innan handar ef þú hefur einhverjar spurningar eða áhyggjur. Eins og við nefndum fyrir stuttu í gestgjafafréttum erum við að fjárfesta umtalsvert í því að ráða fleiri þjónustufulltrúa.

  Við erum að vinna að öflugra stoðkerfi til að tryggja betur að við séum til staðar þegar þið þurfið á okkur að halda. Dæmi:

  • Við höfum verið að bæta við fleiri þjónustufulltrúum til að mæta þörfum gestgjafa og gesta eftir því sem ferðalög taka aftur við sér
  • Við höfum komið aftur á forgangsaðstoð fyrir ofurgestgjafa og erum að forgangsraða brýnum vandamálum fyrir gestgjafa og gesti með bókanir á næstunni
  • Við vinnum hratt úr brýnum öryggismálum
  • Reikna má með svari á netspjallinu að meðaltali innan tveggja mínútna
  • Við höfum lengt opnunartíma netspjalls okkar og eins og er má spjalla á ensku, spænsku, portúgölsku og mandarín

  Við munum halda betrumbótum áfram og fjárfestum frekar í þjónustufulltrúum okkar til að vinna hraðar og skilvirkar úr vandamálum þegar þau koma upp.

  Við leitum sífellt leiða í öllu frá markaðssetningu og vöruþróun til aðstoðar við notendur til að virkja betur samstarfið svo að þið gestgjafarnir geti sinnt því sem þið gerið best, að bjóða framúrskarandi gestrisni. Við sjáum um restina.

  *Samkvæmt rannsókn YouGov BrandIndex Word of Mouth frá 2019

  **Samkvæmt starfsmanni Google í nóvember 2018

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Í flestum tilfellum innheimtir Airbnb þjónustugjald af gestum og gestgjöfum þegar bókun er staðfest

  • Gjöld hjálpa okkur að sinna markaðssetningu, vöruþróun og þjónustuverinu

  • Við sjáum um tæknina svo að þú getir einbeitt þér að gestaumsjón og framtíð rekstursins

  Airbnb
  16. nóv. 2020
  Kom þetta að gagni?