Uppfærslur fyrir faggestgjafa

Hafðu umsjón með daglegum verkefnum og fylgstu með gæðamælingum á skráningu þinni í gegnum hugbúnaðartengingu.
Airbnb skrifaði þann 26. mar. 2024
3 mín. lestur
Síðast uppfært 26. mar. 2024

Athugasemd ritstjóra: Þessi grein var birt sem hluti af sumarútgáfu Airbnb 2023. Upplýsingar gætu hafa breyst frá fyrstu birtingu. Frekari upplýsingar um nýjustu útgáfu okkar.

Sumarútgáfa Airbnb 2023 kynnir 25 uppfærslur fyrir gestgjafa og átta viðbótaruppfærslur fyrir gestgjafa sem nota API-tengingu í hugbúnaði. Þeim er ætlað að auðvelda þér að fylgjast með gæðum skráninga þinna og styðja við daglegan rekstur þinn sem gestgjafi.

Þú munt fá aðgang að öllum uppfærslunum átta í hugbúnaðinum þínum ef þjónustuveitandi þinn hefur samþætt þær. Ef svo er ekki skaltu hafa samband við þjónustuveitanda þinn til að komast að því hvenær uppfærslurnar verða í boði.

Útritunarleiðbeiningar

Bættu við ítarlegum útritunarleiðbeiningum í hugbúnaðinum þínum, ekki ósvipað því sem þú myndir gera með almennu húsreglurnar. Útbúðu lista yfir það sem þarf að sinna fyrir útritun með því að velja úr þessum lista yfir algeng verk:

  • Komdu notuðum handklæðum fyrir á einum stað
  • Hentu ruslinu
  • Slökktu á ljósum og tækjum
  • Læstu á eftir þér
  • Skilaðu lyklum

Þú getur bætt við upplýsingum fyrir hvert verk. Þú gætir til dæmis tilgreint að gestir eigi að henda úrgangi í aðra körfuna en endurvinnanlegu efni í hina. Þú getur einnig tekið fram aðrar beiðnir, eins og að breiða yfir grillið eftir notkun. 

Við sendum gestum sjálfvirka áminningu um útritunartíma og leiðbeiningar daginn fyrir útritun. Líkt og með húsreglurnar geta tilvonandi gestir lesið útritunarleiðbeiningar þínar áður en gengið er frá bókun. Þegar gestir hafa lokið útritun geta viðkomandi látið þig vita með einu pikki eða smelli.

Merki fyrir umsagnir

Í vetrarútgáfu Airbnb 2022 bættum við við möguleikanum á því að gestir og gestgjafar geti skrifað ítarlegri athugasemdir sín á milli. Báðir aðilar geta gefið stjörnur—og tekið fram hvað gekk vel eða hefði mátt ganga betur—í nokkrum flokkum. Gestir gætu til dæmis valið merkin fyrir umsagnir „brást alltaf hratt við“ eða „gagnlegar leiðbeiningar“ ef þeir gefa samskiptum þínum fimm stjörnur í einkunn. 

Nú getur þú nálgast þessa eiginleika í tengdum hugbúnaði þínum. Þú getur skrifað ítarlegri umsagnir um gesti og fengið athugasemdir um það sem gestum líkaði og hvað mætti betur fara.

Vandamál skráningar

Ef einhver skráninga þinna fylgir ekki grunnreglum fyrir gestgjafa er að finna skrá yfir nýlegar ferðir þar sem vandamál komu upp í hugbúnaðinum þínum. Ef gestur gefur innritun til dæmis tvær stjörnur vegna þess að hann komst ekki inn verður það skráð hér með tillögum að uppfærslum til að bæta verklag þitt við gestaumsjón.

Vandamál við skráningu sem koma fram hér eru afleiðing lágra einkunna, athugasemda gesta til þjónustuvers eða afbókana gestgjafa. Skráin sýnir þér einnig hvort skráningin þín sé í hættu á að verða fryst eða fjarlægð.

Tilkynningar um grunnreglur

Við sendum þér tölvupóst og tilkynningu í síma í gegnum þjónustuveitanda þinn ef einhver skráninga þinna fylgir ekki grunnreglum fyrir gestgjafa og hefur fengið viðvörun eða hætta er á tímabundinni eða varanlegri lokun. Tilkynningin framsendir þig í skránna fyrir vandamál skráningarinnar, sem sýnir hvaða vandamál voru tilkynnt, með tillögum um hvernig á að greiða úr þeim. 

Þú færð einnig upplýsingar um hvenær hægt er að endurvirkja skráningu eftir frystingu og hvernig hægt er að áfrýja fjarlægingu skráningar. Þú getur aðeins áfrýjað í gegnum Airbnb.

Upplýsingar um flokka

Flokkar á Airbnb hjálpa gestum að uppgötva milljónir einstakra gististaða um allan heim. Flokkarnir eru yfir 60 talsins og raða eignum eftir stíl, staðsetningu eða nálægð við tiltekna afþreyingu.

Nú getur þú séð í hugbúnaði þínum í hvaða flokki skráningar þínar eru á Airbnb. Þetta kom einna oftast upp hjá gestgjöfum og gerir þér kleift að skilja hvernig skráningarnar þínar eru sýndar á Airbnb.

Tilkynningar um reglufylgni

Þú færð tilkynningu í tengdum hugbúnaði þegar þú þarft að fylla út tilskilið eyðublað um reglufylgni eða veita aðrar rekstrarupplýsingar. Þú getur einnig tekið á móti skilaboðum í hugbúnaðinum þínum ef þörf er á frekari upplýsingum. 

Við þurfum að safna og staðfesta rekstrarupplýsingar gestgjafa á Airbnb í samræmi við lög á staðnum. Með þessari uppfærslu getur þú gert þér grein fyrir og fullnægt kröfum um reglufylgni í hugbúnaðinum þínum.

Leyfilegur fjöldi gæludýra

Þið sögðuð okkur að þið vilduð geta tilgreint nákvæmlega hve mörg gæludýr ykkur líður vel með að taka á móti. Nú getur þú auðveldlega slegið inn hámarksfjölda gæludýra sem þú vilt taka á móti, allt að fimm.

Kynningartilboð fyrir nýskráningu

Við heyrðum einnig að þið vilduð geta boðið gestum nýskráningartilboð í hugbúnaðinum. Bjóddu sjálfkrafa 20% kynningartilboð af fyrstu þremur bókunum hjá þér þegar þú stofnar nýja skráningu.

Airbnb
26. mar. 2024
Kom þetta að gagni?