Eignir sem skína á samfélagsmiðlum

Kynntu þér hvernig þú gætir fengið fleiri bókanir með því að vera á samfélagsmiðlum.
Airbnb skrifaði þann 22. maí 2019
8 mín. lestur
Síðast uppfært 14. maí 2021

Aðalatriði

  • Veldu eftirminnilegt og snjallt nafn sem vörumerki eignarinnar þinnar

  • Birtu fallegar hágæðamyndir til að veita fólki innblástur og selja eignina þína

  • Hefðu samstarf við áhrifavalda á staðnum og bjóddu afslátt af gistingu í skiptum fyrir efnisgerð

  • Safnaðu fylgjendum með því að verða sendiherra staðarins á Netinu

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um enn betri gestaumsjón

Landslag samfélagsmiðlanna getur verið eins og að týnast í skóginum. Hvar byrjar maður? Hvernig skapar maður frábært efni? Og hvernig verður það til þess að maður fái fleiri bókanir? Tom Feldman frá Tye Haus í Skykomish, Washington, segir frá árangursríkri (og mjög svo mannlegri) aðferð sinni við að safna fylgjendum og gera heimilið þannig að fólk verði að koma í heimsókn.

Lærðu markaðsleiðir samfélagsmiðlanna til að ná árangri með ofurgestgjafanum og sérfræðingnum Tom frá Tye River Cabin Co.

„Saga okkar sem gestgjafa hófst árið 2012 þegar við keyptum fyrsta A-rammann okkar, Tye Haus. Við gerðum húsið upp, skráðum það á Airbnb og opnuðum reikning hjá Instagram með myndum af heimilinu okkar við hliðina á stöðum í kring sem eiga heima í kvikmyndum, gönguferðum okkar, kennileitum á staðnum eða því sem við nutum á landareigninni. Stuttu síðar hafði vinsæll ljósmyndari, Alex Strohl, samband við okkur og spurði um samstarf. Hann gisti hjá okkur í tvo mánuði í nokkurskonar listaafdrepi í skiptum fyrir ljósmyndir til að birta á straumnum okkar. Þegar við byrjuðum að birta myndir sem Alex tók jukust vinsældir okkar verulega. Þetta var upphafið að samstarfi við marga og mörgum keppnum.

„Ég og fjölskyldan mín höfum nú umsjón með þremur A-laga bústöðum og við tökum áfram á móti áhrifavöldum frá öllum heimshornum. Við útvegum þeim stað til að kanna, leggjast í ævintýri og slaka á í skiptum fyrir að fá að deila efni þeirra í efnisstrauminum okkar. Þetta er orðin ein öflugasta leiðin okkar við markaðssetningu. Við höfum hækkað nýtingarhlutfallið úr 30% í næstum 100% og nú er einnig fullt á virkum dögum og utan háannatíma. Við erum einnig komin með næstum 115.000 fylgjendur á Netinu. Hér eru ábendingar okkar um hvernig þú getur komið heimilinu þínu á kortið á samfélagsmiðlum.“

1. Gefðu eigninni nafn

„Fyrsta skrefið í markaðssetningu á heimilinu gæti virst vera lítið en það er mikilvægt; og það er að gefa eigninni nafn. Þú ættir að finna nafn sem er ólíkt öðrum, eftirminnilegt og snjallt. Síðan getur þú vörumerkt heimilið þitt og skráð notandanafnið þitt á Instagram.

„Hér eru nokkrar spurningar sem hjálpa þér að hugsa um nafn:

  • Hvernig heimili ert þú með? Er þetta fjallaskáli eða strandhús? Er þetta Tudor-heimili eða loftíbúð?
  • Ertu með þema? Fylgja innréttingarnar ákveðnum stíl? Ertu með sjóræningjaþema (það er til!)?
  • Eru tengsl við staðsetninguna, borgina eða bæinn? Er hægt að nýta þau í nafninu?
  • Er eitthvert sögulegt gildi? Fullkomið nafn gæti verið falið í fortíðinni.

„Rannsakaðu málið á Netinu til að komast að því hvernig er farið að með aðrar skráningar og hvaða nöfn eru laus á samfélagsmiðlum. Í okkar tilfelli nefndum við fyrsta kofann eftir á sem rennur nálægt Tye-ánni. Stafsetningin fyrir seinni hlutann, „Haus“, á rætur að rekja til Leavenworth sem er bær í grenndinni með bæversku þema. Nafnið kom því saman, Tye Haus.“

2. Byrjaðu á fallegum myndum

„Þegar nafnið og slóðir á samfélagsmiðla eru komin þarf að byrja strax með fallegar myndir. Ekki, og ég endurtek, alls ekki, byrja á mörgum ömurlegum myndum. Myndirnar í straumnum þínum eru það fyrsta sem fólk sér og þú vilt að fólk finni fyrir innblæstri! Það eru myndirnar sem selja eignina þína. Myndirnar þínar ættu að vera:

  • Samræmi: Samræmdu útlit og leitastu eftir því að það kveiki í löngunum þeirra sem skoða.
  • Hágæði: Deildu skörpum, litríkum, hágæðamyndum og myndskeiðum; forðastu kornaðar eða óskýrar myndir.
  • Nákvæmni: Efnið ætti að endurspegla eignina þína vel.

„Reyndu að ná því sem aðskilur heimilið þitt. Eru það innréttingarnar, persónuleikinn eða staðsetningin? Finndu hvað það er sem gerir eignina þína raunverulega áhugaverða. Mundu að þú ert ekki einungis að auglýsa eignina þína, þú ert einnig sýna það sem fólk getur upplifað ef það heimsækir þig: staðsetninguna, kennileitin og afþreyinguna á staðnum. Ef þú tekur ekki frábærar myndir gæti verið gott að ráða atvinnuljósmyndara til að byrja með.“

3. Stofna til skapandi samstarfs

„Önnur leið til að búa til fallegt efni fyrir strauminn er að vinna með áhrifavöldum (t.d. ljósmyndurum, bloggurum og myndatökuliði) og bjóða afslátt af gistingu í skiptum fyrir efnisgerð. Við mælum með því að sinna rannsóknum og leita til ljósmyndara, bloggara, myndatökuliða og efnisgerðarfólks þar sem þú ert.

„Þetta er stefnan sem beinir flestum notendum inn á síðuna okkar. Nýir notendur sjá og kynnast heimilinu þínu þegar áhrifavaldar birta færslur um eignina þína.

„Þegar þú biður áhrifavalda um eitthvað þá er mikilvægt að:

  • Sýndu fagmennsku. Undirbúðu þig vel og af mikilli þekkingu. Spyrðu réttu spurninganna til að hleypa samstarfinu af stokkunum.
  • Komdu skýrt fram. Þetta þarf ekki að vera flóknara en: „Hæ, ég elska það sem þú gerir. Ég er að byrja með eignina mína á Airbnb. Hefðir þú áhuga á skapandi vöruskiptum: gistingu í staðinn fyrir ljósmyndir eða póst undir nafni?“
  • Útskýrðu væntingar þínar. Gerið gagnkvæman samning fyrir báða aðila svo að það sé ljóst við hverju þið búist og hvað þú færð út úr samningnum. Samningurinn ætti að innihalda upplýsingar eins og afhendingardag, myndréttindi, merkingar, fjölda mynda/myndskeiða og skráartegundir o.s.frv.
  • Sjáðu til þess að báðir aðilarnir hagnist. Líttu á hann sem samstarf og gerðu þitt svo að samstarfið gagnist báðum aðilum.

Önnur ábending sem tengist þessu er að hafa eignina aldrei ónýtta. Ef þú ert með lausar dagsetningar á síðustu stundu skaltu nýta þér það til að vinna að markaðssetningu. Bjóddu áhrifavaldi á staðnum að gista svo að þú getir nýtt þér tímann til að búa til viðbótarefni fyrir strauminn þinn.

4. Safnaðu fylgjendum

Þegar þú hefur skapað þér sess á Netinu og straumurinn þinn er fullur af frábærum myndum er kominn tími til að kynna nafnið. Margar leiðir eru að því marki:

  • Vertu fulltrúi fyrir þitt svæði á Netinu. Finndu viðeigandi tengslanet og vertu þeim til staðar. Fyrir Tye Haus viljum við fylgjast með samfélagsmiðlum fyrirtækja á staðnum og merkjum fyrir nágrennið. Við fylgjum til dæmis skíðasvæði í nágrenninu og gætum svarað spurningum annarra, eða sett inn athugasemd og sagt „Hæ, komdu og gistu hjá okkur næst þegar þú ert í bænum.“
  • Gakktu til samstarfs við vörumerki til að halda keppnir og gjafaleiki. Við höldum einnig keppnir og kynningar til að fá fleiri fylgjendur. Hugsaðu út fyrir rammann til að finna samstarfsmöguleika sem passa við „vörumerkið“ þitt. Við höfum tekið höndum saman með fyrirtækjum sem selja teppi, rúmföt og hnífapör til að kynna fylgjendahópa okkar fyrir hvor öðrum. Við höfðum samband við fyrirtækin og sögðum: „Hæ, við ætlum að fá áhrifavalda til að tala um vörurnar ykkar. Hafið þig áhuga á samstarfi? Ég get boðið ókeypis gistingu.“ Þetta eru einnig frábær tækifæri til að byrja að safna netföngum í gagnagrunn.

5. Vertu ekta

Þumalputtareglan er sú að fólk missir almennt áhuga þegar kynningar eru í eigin þágu, hvort sem það er á Netinu eða staðnum, svo að miklu máli skiptir að vera ekta í öllum samskiptum. Ekki skrifa bara athugasemd með sömu skilaboðum við færslur allra áhrifavalda til að sjást, eða byrja á því að senda ruslpóst á alla sem þú rekst á. Þetta er fín lína og fólk finnur á sér þegar þú ert að reyna of mikið í sölustarfinu. Vertu ekta í því sem þú segir og þá nærðu til rétta fólksins.

Þumalputtareglan mín er að reyna að nota ekki of mörg myllumerki. Við merkjum nokkra samsvarandi strauma á myndinni og setjum inn 5 til 10 myllumerki fyrir hverja færslu. Sumir nota heilan helling af mynda- og myllumerkjum til að uppgötvast en ég vil frekar vera lúmskari og fara náttúrulegri leið.

Mundu að það tekur tíma að safna fylgjendum og það gerist svo sannarlega ekki yfir nótt. Ég hvet þig til að nýta þessar ábendingar og vera skapandi og þá munt þú örugglega taka eftir stærra neti á samfélagsmiðlum; og nýtingarhlutfallið mun bera þess vitni.

Njóttu gestgjafahlutverksins!
Tom

Aðalatriði

  • Veldu eftirminnilegt og snjallt nafn sem vörumerki eignarinnar þinnar

  • Birtu fallegar hágæðamyndir til að veita fólki innblástur og selja eignina þína

  • Hefðu samstarf við áhrifavalda á staðnum og bjóddu afslátt af gistingu í skiptum fyrir efnisgerð

  • Safnaðu fylgjendum með því að verða sendiherra staðarins á Netinu

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um enn betri gestaumsjón
Airbnb
22. maí 2019
Kom þetta að gagni?