Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  10 helstu lykilpunktar vetrarútgáfu Airbnb 2022

  Kynntu þér 10 uppfærslur sem við gerðum sérstaklega fyrir gestgjafa.
  Höf: Airbnb, 16. nóv. 2022
  6 mín. lestur
  Síðast uppfært 16. nóv. 2022

  Við höfum fengið margar athugasemdir frá ykkur gestgjöfunum á undanförnu ári. Vegna þessara athugasemda höfum við gert breytingar til að bæta upplifun gestgjafa.

  AirCover fyrir gestgjafa

  1. Enn meira AirCover: Í AirCover fyrir gestgjafa er nú að finna vernd fyrir bíla og báta sem lagt er við heimili ásamt aukinni vernd fyrir listmuni og önnur verðmæti. Við aukum eignaverndina úr 1 milljón Bandaríkjadala í 3 milljónir Bandaríkjadala.

  2. Staðfesting á auðkenni gesta: Staðfesting á auðkenni hefur verið útvíkkuð til allra gesta sem bóka ferðir til 35 vinsælustu landanna og svæðanna á Airbnb; en það eru 90% af öllum bókunum. Hún mun svo ná til alls heimsins snemma á árinu 2023.

  3. Bókunarskimun: Við höfum búið til skimunartækni sem greinir um hundrað þætti til að flagga bókanir þar sem líkur eru á samkvæmishaldi án leyfis eða eignatjóni. Eftir vel heppnaða prófun í Ástralíu erum við að byrja að bjóða tækni til að skima bókanir í Bandaríkjunum og Kanada. Tæknin verður svo boðin um allan heim snemma árs 2023.

  4. Einfaldara endurgreiðsluferli: Hægt er að biðja um endurgreiðslu í nokkrum skrefum.

  Frekari upplýsingar um breytingar á AirCover fyrir gestgjafa

  Grunnreglur fyrir gesti

  5. Meiri ábyrgð gesta: Við erum að innleiða grunnreglur fyrir gesti en það eru ný viðmið sem hægt verður að framfylgja og þar sem farið er fram á að gestir gangi vel um heimili og fylgi húsreglunum. Allir gestir verða að ganga að þessum grunnreglum fyrir bókun. Við látum alla gesti bera ábyrgð með fræðslu, frystingu og fjarlægingu aðgangs ef nauðsyn krefur.

  Lestu þér til um grunnreglur fyrir gesti

  Skoðaðu betrumbætur á kerfinu

  6. Ítarlegar umsagnir um gesti:Hægt verður að gefa ítarlegri upplýsingar um gesti sem gista og lesa nánari upplýsingar um gesti frá öðrum gestgjöfum. Athugasemdir ykkar styrkja grunnreglur í stað.

  7. Vernd vegna hefndarumsagna: Hægt verður að andmæla hvaða umsögn sem er, sama hve langt er síðan hún var birt. Þar á meðal eru umsagnir gesta sem brjóta alvarlega gegn almennum húsreglum, halda samkvæmi á heimilinu, valda tjóni á eignum eða gista lengur en bókunin varir.

  Lesa um endurbætur á umsagnarkerfinu

  Hraðgreiðsla

  8. Hraðari útborgun: Með hraðgreiðslu, nýjum útborgunarmáta, berast greiðslur frá Airbnb á innan við hálftíma frá því að þær koma til gjalda, jafnvel á hátíðisdögum og um helgar. Hraðgreiðsla stendur til boða í Bandaríkjunum á þessu ári gegn gjaldi sem nemur 1,5% en hámarksgjaldið er USD 15 fyrir hverja útborgun.

  Lesa upplýsingar um hraðgreiðslu

  Flokkar á Airbnb

  9. Flokkunartól: Snemma árs 2023 verður hægt að skoða í hvaða flokki heimili eru. Einnig verður hægt að setja inn nánari upplýsingar um eiginleika eigna svo að heimili lendi í réttum flokki.

  10. Nýir flokkar:Við erum að bæta við nýjum flokkum til að hjálpa gestum að finna fleiri heimili. Nýjustu flokkarnir á Airbnb eru nýskráningar, vinsælt núna, hanok, hátindur heimsins, gott aðgengi, skemmtun og sérherbergi.

  Lesa nýjustu fréttir af flokkum á Airbnb

  Þekkir þú einhvern sem vill verða gestgjafi? Segðu viðkomandi frá Startpakka Airbnb, glænýrri og einfaldri leið til að setja heimili á Airbnb með beinum tengslum og leiðsögn frá ofurgestgjafa sem kostar ekki krónu.

  Við erum alltaf að hlusta ef þú vilt segja okkur hvað þér finnst um nýjustu uppfærsluna. Endilega sendu okkur athugasemdir.

  Lestu handbók okkar um vetrarútgáfu Airbnb 2022

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Airbnb
  16. nóv. 2022
  Kom þetta að gagni?