Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Grunnur gestaumsjónar á Airbnb

  Svona byrjar þú að afla tekna sem gestgjafi.
  Höf: Airbnb, 20. nóv. 2019
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 21. nóv. 2022

  Aðalatriði

  • Skrifaðu skráningarlýsingu sem lýsir eigninni nákvæmlega

  • Stilltu gistináttaverð og hvernig þú færð útborgað

  Fólk gerist gestgjafar á Airbnb af ýmsum ástæðum, eins og til að vinna sér inn tekjur og kynnast fólki hvaðanæva að úr heiminum.

  „Ég gat sótt textílmenntun í þrjú ár við Morley-háskólann,“ segir gestgjafinn Tessa frá London. „Ég hef getað ferðast og gestaumsjónin hefur nýst mér til að fjármagna nýja eldhúsinnréttingu.“

  Gestaumsjón á Airbnb getur hjálpað þér að ná markmiðum þínum, sama hver þau eru. Svona byrjar þú.

  Undirstöðuatriði gestaumsjónar

  Þú getur tekið á móti gestum í hvaða rými sem þú hefur upp á að bjóða, hvort sem það er allt heimilið, aukaherbergi eða þægilegur svefnsófi. Lykilatriðið er að skráningarlýsingin greini skýrt frá því sem gestir geta gert ráð fyrir.

  Þú þarft einnig að sýna gestum góða gestrisni. Almennt þýðir það:

  • Tímanleg og skýr samskipti
  • Útvega örugga og hreina eign
  • Útvega þau grunnþægindi sem þarf fyrir þægilega dvöl
  • Áhersla á litlu atriðin sem gera eignina þína einstaka

  Hvernig þú útbýrð skráningu fyrir eignina

  Skráningarsíðan er tækifæri þitt til að auka líkur á bókunum. Þegar þú setur upp skráninguna þína deilir þú því sem er einstakt við eignina þína og greinir gestum frá væntingum.

  Þú þarft minnst fimm myndir til að byrja með. Gestir geta farið í sýndarferð um eignina þína ef þú bætir við myndum af hverju herbergi frá mismunandi sjónarhornum. Hugaðu sérstaklega vel að fyrstu myndinni sem þú bætir við. Hún er það fyrsta sem gestir sjá í leitarniðurstöðum.

  Í titli og lýsingu skráningar þinnar skaltu leitast eftir því að ná yfir allt sem gestir ættu að vita um eignina. Gestgjafi með notalega eign við sjóinn gæti til dæmis samið skráningartitil eins og: „Notalegt afdrep við ströndina“. Passaðu að taka fram öll þægindin sem þú býður sem og gagnlegar upplýsingar eins og hvort eignin þín sé með stiga eða þrepalausan inngang.

  Hugsaðu að lokum út í hve margir geta deilt rými þínu með góðu móti miðað við þann fjölda herbergja og rúma sem er í boði. Stilltu hámarksfjölda gesta í samræmi við það.

  Hvernig þú stillir verðið hjá þér

  Gistináttaverðið er algjörlega undir þér komið. Þú getur stillt sérsniðið verð fyrir helgar, lengri gistingu, eftir árstíðum og af öðrum ástæðum sem eiga við hjá þér.

  Við mælum með því að þú takir mið af svipuðum eignum hjá gestgjöfum á svæðinu til að ákvarða verðlagningu hjá þér. Hafðu í huga að gestir koma til með að greiða gjöld og skatta til viðbótar við gistináttaverðið hjá þér.

  Frá og með næsta mánuði munu gestir geta birt heildarverðið áður en gengið er frá bókun, þar með talin öll gjöld og skatta, í leitarniðurstöðum Airbnb. Í löndum og svæðum þar sem núgildandi lög og reglugerðir gera kröfu um heildarverð verður gistináttaverð, gjöld og skattar birt áður en gengið er frá bókun.

  Þú getur einnig prófað snjallverðtólið sem uppfærir gistináttaverðið sjálfkrafa eftir eftirspurn á svæðinu.

  Airbnb innheimtir greiðslu af öllum gestum fyrir innritun þannig að þú þurfir aldrei að meðhöndla peninga eða hafa áhyggjur af því að fá ekki útborgað. Flestir gestgjafar greiða fast þjónustugjald sem nemur 3% af heildarverði bókunar.

  Hvernig og hvenær þú færð útborgað

  Við millifærum tekjur af gestaumsjón um sólarhring eftir áætlaðan innritunartíma hvers gests. Sá tími sem líður þar til greiðslan berst inn á reikninginn þinn ræðst af útborgunarmátanum sem þú velur.

  Útborgunarmátar eru meðal annars bankamillifærslur, PayPal, Western Union og hraðgreiðsla og miðast við staðsetningu þína. Þú getur stillt útborgunarmátann núna og breytt honum hvenær sem er.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Skrifaðu skráningarlýsingu sem lýsir eigninni nákvæmlega

  • Stilltu gistináttaverð og hvernig þú færð útborgað

  Airbnb
  20. nóv. 2019
  Kom þetta að gagni?