Skilaboðaflipinn er nýja innhólfið þitt

Skilaboð varðandi gestaumsjón, ferðalög og þjónustuverið eru nú öll á einum og sama staðnum.
Airbnb skrifaði þann 1. maí 2024
3 mín. lestur
Síðast uppfært 1. maí 2024

Gestgjafar nota innhólfin meira en nokkurn annan hluta appsins. Samskipti á Airbnb eru hraðari og einfaldari með nýja skilaboðaflipanum.

Endurhannaða innhólfið kemur öllum skilaboðum tengdum gestaumsjón, ferðalögum og þjónustuverinu fyrir á einum og sama staðnum. Skilaboðaflipinn gerir þér kleift að:

  • Sía skilaboð með því að pikka eða smella.
  • Taka þátt í hópumræðum við alla gesti sem eru hluti af bókun.
  • Svara spurningum gesta á skilvirkari hátt með tillögum að hraðsvörum frá gervigreind.
  • Svara skilaboðum með tjáknum.
  • Leita auðveldlega í öllum skilaboðunum.

Ný hönnun og hraðsíur

Sjálfgefið yfirlit í skilaboðaflipanum sýnir öll skilaboðin þín. Veldu gestaumsjón, ferðalagið eða þjónustuver til að sía skilaboð eftir tegund.

Í gestaumsjón getur þú notað þessar viðbótarsíur:

  • Ólesin birtir aðeins óopnuð skilaboð.
  • Staða ferðar raðar skilaboðum eftir bókunarbeiðnum, bókunum á næstunni, yfirstandandi dvöl eða eldri bókunum.
  • Skráningar raða skilaboðum eftir skráningu ef þú ert með meira en eina eign á skrá.
  • Miklvæg skilaboð fela aðeins í sér skilaboð sem þú hefur merkt sem mikilvæg.

Ef þú ert með samgestgjafa, ert fulltrúi ofurgestgjafa eða býður upplifun finnur þú einnig þessar síur í skilaboðaflipanum:

  • Sameiginleg gestaumsjón sýnir samtöl milli þín og annarra samgestgjafa þinna.
  • Fulltrúi ofurgestgjafa birtir skilaboð milli þín og gestgjafa sem þú hefur tengst í gegnum fulltrúaþjónustuna.
  • Upplifanir gera þér kleift að lesa skilaboð sem tengjast þeim bókunum.

Nýtt samtal hefst með hverri nýrri bókun. Öll samtöl eru með merki eins og ferðabeiðni eða sameiginleg gestaumsjón til að þú getir séð um hvað þau snúast á augabragði. Grænn punktur gefur til kynna að skilaboðin vísi til ólokinnar eða væntanlegrar bókunar. Rauður punktur gefur til kynna að þú þurfir að bregðast við, til dæmis svara ferðabeiðni.

Notaðu ferðasíuna til að skoða skilaboðin sem þú sendir og færð sem gestur. Sían þjónustuver sýnir skilaboð á milli þín og þjónustuvers Airbnb.

Hópskilaboð ásamt gestum

Nú geta gestgjafar átt í samskiptum við alla gesti sem taka þátt í ferð. Svona ganga hópskilaboð fyrir sig: 

  • Gesturinn sem bókar býður öðru fólki að taka þátt í bókuninni. 
  • Öllum gestum sem samþykkja er bætt við bókunina og hópsamtalið fyrir þá ferð. Gestir geta lesið öll skilaboðin, jafnvel þótt þeir komi síðar inn í bókunina.
  • Þú sendir skilaboð til allra í hópsamtalinu. 
  • Veldu hnappinn upplýsingar til að fá frekari upplýsingar um bókunina og samtalið, þar á meðal lista yfir alla þátttakendur.
  • Veldu mynd gests til að skoða notandalýsingu viðkomandi og fá frekari upplýsingar um hverjum þú tekur á móti.

Hraðsvör með tillögum gervigreindar

Hraðsvör eru sniðmát fyrir skilaboð sem þú útbýrð til að svara venjubundnum spurningum um innritun, útritun og fleira. Þú þarft að setja upp hraðsvör til að nota nýja eiginleikann fyrir hraðsvör með tillögum gervigreindar.

Þessi eiginleiki notar gervigreind til að greina spurningu gests og leggur sjálfkrafa til eitt af hraðsvörum þínum sem svar. Tillaga að hraðsvari birtist í hópsamtalinu og aðeins þú sérð hana. Þú getur yfirfarið og breytt henni áður en þú sendir skilaboðin.

Viðbrögð með tjáknum

Skilaboðaflipinn gerir þér kleift að svara skilaboðum með því að bæta við tjáknum. Allir í samtalinu geta notað tjákn með broskalli, hjarta, þumalinn upp, klappandi höndum eða hláturkalli til að bregðast við skilaboðum.

Leitaðu í öllum skilaboðum

Þarftu að finna ákveðið samtal? Uppfærða leitartólið leitar í öllum skilaboðunum þínum.

Þú getur leitað í skilaboðum eftir nafni einstaklings eða tilteknu orði eða orðasambandi. Leitarniðurstöður taka mið af síum sem þú hefur notað og hjálpa þér að finna samtöl hraðar.

Prófaðu skilaboðaflipann í dag þegar þú skráir þig í forsýn.

Spurningum svarað varðandi skilaboðaflipann

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
1. maí 2024
Kom þetta að gagni?