Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Við kynnum AirCover

  Vernd frá A til Ö. Öllum gestgjöfum að kostnaðarlausu. Einungis á Airbnb.
  Höf: Airbnb, 9. nóv. 2021
  5 mín. myndskeið
  Síðast uppfært 10. nóv. 2021

  Aðalatriði

  • AirCover er með 1 milljón Bandaríkjadala eignavernd gestgjafa og 1 milljón Bandaríkjadala ábyrgðartryggingu gestgjafa

  • Eignavernd verndar gegn tekjutapi og veitir nýja vernd vegna tjóns af völdum gæludýra, djúphreinsunar og annars

  • AirCover er aðeins á Airbnb og er alltaf innifalin og kostar aldrei neitt

  Gestgjafar okkar eru hjarta og sál Airbnb. Það skiptir meginmáli í starfi okkar að hlusta á ykkur og vegna athugasemda ykkar uppfærðum við gestgjafaverndina sem við bjóðum og gerðum AirCover. AirCover veitir alhliða vernd, kostar gestgjafa ekki krónu og fæst aðeins á Airbnb.

  Þið hafið látið okkur vita í fundaröðum, á námskeiðum, í félagsmiðstöðinni og í gegnum ráðgjafaráð gestgjafa að þið þyrftuð meiri vernd: Hvað ef gestur reykir í eigninni ykkar og þið þurfið á þrífa sérstaklega vel? Hvað ef hundur gests nagar sófann ykkar svo að gera þurfi við hann?

  Þið hafið einnig sagt okkur að endurgreiðsluferlið sé ekki alltaf einfalt og að það hafi tekið á taugarnar að senda inn endurgreiðslubeiðni áður en næsti gestur innritaði sig.

  Við hlustuðum og okkur er ánægja að kynna AirCover. Til viðbótar við ábyrgðartryggingu upp á 1 milljón Bandaríkjadala, útvíkkar AirCover 1 milljón Bandaríkjadala eignaverndina sem gestgjafar hafa með nýrri vernd vegna tjóns af gæludýrum, djúphreinsunar og annars.

  1 milljón Bandaríkjadala eignavernd

  AirCover veitir 1 milljón Bandaríkjadala eignavernd valdi gestur tjóni á fasteign eða munum í dvöl í gegnum Airbnb. Við bjóðum nú þegar vernd ef gestur hellir niður rauðvíni og skemmir teppi en með auknu verndinni fást nú einnig bætur fyrir rifin gluggatjöld ef köttur klórar þau.

  Dæmi um það sem er innifalið í auknu verndinni:

  • Tjón vegna gæludýra: Engar áhyggjur verndin nær yfir tjón af völdum gæludýra
  • Djúphreinsun: Við bætum upp óvæntan kostnað við þrif eins og að fjarlægja sígarettulykt ef gestur reykir inni á heimilinu
  • Tekjutap: AirCover endurgreiðir tekjutap sé hætt við staðfestar bókanir á Airbnb vegna tjóns af völdum gesta
  • 14 daga beiðnatímabil: Ef gestir valda tjóni má biðja um endurgreiðslu í 14 daga frá útritun. Það skiptir ekki einu sinni máli þótt nýir gestir hafi þegar innritast
  • Hraðari bætur: Gestgjafar fá borgað hraðar vegna tjóns af völdum gesta (að meðaltali eftir 9 daga)
  • Hraðari leið fyrir ofurgestgjafa: Nú komist þið fyrr að og fáið hraðari endurgreiðslu

  Ef þú þarft leita bóta er nóg að stofna AirCover-beiðni í úrlausnarmiðstöðinni okkar. Þegar þú hefur sent inn beiðnina er gestinum tilkynnt um það sem er skemmt eða vantar. Gesturinn hefur þá 3 sólarhringa til að greiða upphæðina sem þú óskar eftir. Þú getur leitað aðstoðar þjónustuvers Airbnb ef gestur neitar að borga alla upphæðina eða svarar ekki.

  Fá frekari upplýsingar um eignavernd gestgjafa

  1 milljón Bandaríkjadala ábyrgðartrygging gestgjafa

  Ábyrgðartrygging verndar gestgjafa ef svo ólíklega vill til að gestur meiðist eða ef munir hans verða fyrir skemmdum eða þeim er stolið í dvöl hjá gestgjafa. Verndin nær einnig yfir fólk sem hjálpar til, svo sem samgestgjafa og ræstitækna, svo að þið getið fundið til öryggis við gestaumsjón á Airbnb.

  Komi upp lagaleg ábyrgð veitir ábyrgðartrygging gestgjafa vernd vegna eftirfarandi:

  • Líkamstjón á gesti (eða öðrum)
  • Tjón eða þjófnaður á munum gesta (eða annarra)
  • Tjón af völdum gesta (eða annarra) á sameign eins og anddyri bygginga og fasteignum í nágrenninu

  Ef þú þarft að leggja fram kröfu notar þú inntakseyðublað vegna ábyrgðartryggingar. Upplýsingarnar verða sendar til óháðs vátryggingafélags sem við treystum og sem mun fela fulltrúa sínum að vinna úr kröfunni. Fulltrúinn mun leysa úr kröfunni samkvæmt vátryggingarskilmálunum.

  Ef þú ert upplifunargestgjafi fellur þú undir ábyrgðartryggingu upplifana.

  Fá frekari upplýsingar um ábyrgðartryggingu gestgjafa

  AirCover byggir á því sem þið hafið sagt okkur—en við eigum eftir að gera meira. Við erum staðráðin í því að bregðast við athugasemdum ykkar og hvetjum ykkur til að segja okkur meira.

  Eignavernd gestgjafa, ábyrgðartrygging gestgjafaog ábyrgðartrygging upplifana ná hvorki yfir gestgjafa sem bjóða gistingu í gegnum Airbnb Travel, LLC né gestgjafa á meginlandi Kína og í Japan þar sem gestgjafavernd í Kína, gestgjafatrygging í Japan og upplifunartrygging í Japan gilda. Eignavernd gestgjafa tengist ekki ábyrgðartryggingu gestgjafa.

  Hafðu í huga að allar upphæðir eru sýndar í Bandaríkjadölum og mundu að aðrir skilmálar, skilyrði og undanþágur eiga einnig við.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • AirCover er með 1 milljón Bandaríkjadala eignavernd gestgjafa og 1 milljón Bandaríkjadala ábyrgðartryggingu gestgjafa

  • Eignavernd verndar gegn tekjutapi og veitir nýja vernd vegna tjóns af völdum gæludýra, djúphreinsunar og annars

  • AirCover er aðeins á Airbnb og er alltaf innifalin og kostar aldrei neitt

  Airbnb
  9. nóv. 2021
  Kom þetta að gagni?