Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Vernd sem þú nýtur við umsjón gesta

  Vernd sem þú nýtur við umsjón gesta

  Gestgjafavernd verndar gestgjafa frá innritun til brottfarar.
  Höf: Airbnb, 6. júl. 2020
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 6. júl. 2020

  Aðalatriði

  • Þú nýtur verndar vegna gestgjafaverndar Airbnb fyrir hverja bókun á Airbnb

  • Gestgjafaábyrgð Airbnb gæti verndað þig ef fasteign þín eða munir verða fyrir tjóni meðan á dvöl gests stendur

  • Gestgjafatryggingin gæti verndað þig ef þú telst bera lagalega ábyrgð á eignatjóni eða líkamstjóni á gesti eða öðrum

  Meira að segja ábyrgustu gestgjafarnir geta orðið fyrir óvæntum atvikum meðan á dvöl gests stendur. Gestur gæti til dæmis misst rauðvín úr glasi á teppið hjá þér og eyðilagt það. Svo gæti einhver runnið til á stiganum fyrir framan húsið og tognað á ökkla.

  Þú getur sinnt gestum af öryggi þrátt fyrir þessi sjaldgæfu atvik vitandi að þú gætir notið gestgjafaverndar Airbnb. Þessi vernd gildir um allar bókanir á Airbnb, frá innritun til brottfarar. Þetta þarftu að vita:

  Gestgjafaábyrgð Airbnb

  Gestgjafaábyrgð Airbnb er eignatjónsvörn sem Airbnb býður upp á. Vernd gestgjafa með ábyrgðinni gæti numið allt að USD 1.000.000 ef gestur skemmir eign þeirra eða muni meðan á gistingu stendur.

  Gestgjafaábyrgð Airbnb gæti veitt vernd ef:

  • Gestir valda tjóni á fasteign þinni
  • Gestir valda tjóni á munum þínum
  • Þjónustudýr gesta valda tjóni

  Til athugunar

  • Gestgjafaábyrgð Airbnb er ekki vátrygging og skilmálar hennar ná ekki yfir allt eignatjón af völdum gesta. Ef þú vilt fá meiri vernd hvetjum við þig til að kaupa persónulega tryggingu sem verndar gegn eignatjóni sem fellur ekki undir gestgjafaábyrgðina.
  • Gestgjafar þurfa að byrja á því að óska eftir endurgreiðslu frá gestinum í gegnum öruggu úrlausnarmiðstöðina okkar til að eiga rétt á endurgreiðslu samkvæmt gestgjafaábyrgð okkar. Ef gesturinn vill ekki, eða getur ekki, endurgreitt gætu gestgjafar átt rétt á endurgreiðslu samkvæmt gestgjafaábyrgð Airbnb.
  • Gestgjafar verða að óska eftir endurgreiðslu frá gestinum í gegnum úrlausnarmiðstöðina innan 14 daga frá útritun eða fyrir innritun næsta gests (hvort sem verður fyrr). Ef gesturinn hafnar að greiða alla upphæðina geta gestgjafar vísað málinu áfram til Airbnb. Þetta má ekki gera síðar en 30 dögum eftir tapið.
  • Gestgjafaábyrgð Airbnb er með fyrirvara um skilmála, skilyrði og undanþágur sem finna má hér. Hún gildir ekki fyrir gestgjafa sem bjóða gistingu í gegnum Airbnb Travel, LLC, gestgjafa í Japan,upplifunargestgjafa eða ævintýragestgjafa. Frekari upplýsingar um gestgjafaábyrgð Airbnb

  Gestgjafatrygging

  Gestgjafatrygging er ábyrgðartrygging sem fellur undir tryggingar gefnar út af sumum virtustu vátryggingafélögum heims. Hún veitir gestgjöfum tryggingavernd vegna lagalegrar ábyrgðar sem nemur allt að USD 1.000.000 í þeim undantekningartilvikum að gestur eða þriðji aðili meiðist eða eign þeirra skemmist meðan á gistingu stendur.

  Gestgjafatrygging gæti veitt vernd vegna:

  • Lagalegrar ábyrgðar gestgjafa vegna líkamstjóns gesta og annarra
  • Lagalegara ábyrgðar vegna tjóns á munum gesta og annarra
  • Lagalegrar ábyrgðar vegna tjóns á sameign eins og anddyri bygginga og fasteigna í nágrenninu af völdum gesta og annarra

  Til athugunar

  • Gestgjafatryggingin gildir ekki nema gestgjafinn teljist bera lagalega ábyrgð á líkamstjóni á gesti eða þriðja aðila eða á eignatjóni
  • Gestgjafatryggingin telst vera aðaltrygging sem þýðir að hún gildir fyrst og nær yfir þig þegar þú sinnir gestaumsjón óháð öðrum tryggingum sem þú gætir verið með
  • Gestgjafatryggingin nær ekki yfir tjón á fasteign eða munum gestgjafa; en gestgjafaábyrgð gæti veitt vernd í þeim tilvikum
  • Gestgjafatrygging Airbnb er með fyrirvara um skilmála og undanþágur tryggingarinnar og hún gildir ekki fyrir gestgjafa sem bjóða gistingu í gegnum Airbnb Travel, LLC, gestgjafa í Japan og upplifunargestgjafa. Frekari upplýsingar um gestgjafatryggingu

  Þrátt fyrir að gestgjafaábyrgð og gestgjafatrygging Airbnb veiti eignatjóns- og ábyrgðartryggingu þegar gestaumsjón á sér stað eru engu að síður tilvik þar sem þær gilda mögulega ekki. Þú ættir einnig að yfirfara eigin tryggingar svo að þú vitir yfir hvað þær ná og hvað er undanskilið, sérstaklega hvað varðar heimagistingu. Þú getur betur sinnt gestaumsjón án áhyggja ef þú veist meira um verndina sem þú hefur.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Þú nýtur verndar vegna gestgjafaverndar Airbnb fyrir hverja bókun á Airbnb

  • Gestgjafaábyrgð Airbnb gæti verndað þig ef fasteign þín eða munir verða fyrir tjóni meðan á dvöl gests stendur

  • Gestgjafatryggingin gæti verndað þig ef þú telst bera lagalega ábyrgð á eignatjóni eða líkamstjóni á gesti eða öðrum

  Airbnb
  6. júl. 2020
  Kom þetta að gagni?