Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  28. apríl: Aðstoð við undirbúning fyrir ferðalög framtíðarinnar

  28. apríl: Aðstoð við undirbúning fyrir ferðalög framtíðarinnar

  Kynnið ykkur nýjar ræstingarreglur okkar og fáið fleiri svör við spurningum ykkar.
  Höf: Airbnb, 28. apr. 2020
  27 mín. myndskeið
  Síðast uppfært 30. apr. 2020

  Aðalatriði

  • Átaksverkefni Airbnb um ítarlegri ræstingar: Aðferðarlýsing undir sérfræðileiðsögn sem verður kynnt í maí

  • Aðstoðargreiðslur: Með nýjum upplýsingum á stjórnborðinu er auðveldara að fylgjast með hvaða afbókanir uppfylla skilyrðin

  • Hjálparsjóður ofurgestgjafa: Við bjóðum gestgjöfum að sækja um og við leggjum áherslu á þá sem hafa lengst verið gestgjafar og eru með erfiðustu fjárhagsstöðuna

  Brian Chesky, forstjóri, svaraði öðrum spurningum úr alþjóðlegu fundaröðinni okkar í síðustu gestgjafafréttum og sagði frá því sem Airbnb er að gera til að hjálpa ykkur með undirbúning fyrir nýja ferðamenn. Hér eru nokkur dæmi um það sem stóð upp úr:

  Við kynnum átaksverkefni okkar um ítarlegri ræstingar

  Gestir vilja nú meira en nokkru sinni fyrr vera vissir um að þú takir hreinlæti alvarlega. Ein besta leiðin til að veita þessa fullvissu er leggja meiri áherslu en áður á ferli við þrif. Við erum því spennt að tilkynna að átaksverkefni um ítarlegri ræstingar verður hleypt af stokkunum í næsta mánuði. Þetta þarftu að vita:

  • Við erum að semja nýjar ræstingarreglur undir leiðsögn sérfræðinga, þar á meðal læknisins Vivek Murthy, sem var landlæknir Bandaríkjanna
  • Reglurnar munu standa til boða í maí og fjalla um birgðir, hreinsunartækni, fyrirmæli fyrir hvert herbergi og fleira
  • Gestir munu auðveldlega geta fundið og auðkennt gestgjafa sem fylgja reglunum

  Vonandi minnkar þetta átaksverkefni ágiskun við þrif á sama tíma og tekið er á áhyggjum gesta.

  Hvernig við hjálpum gestgjöfum að fá bókanir fram í tímann

  Sum ykkar hafið velt því fyrir ykkur hvað við erum að gera til að hvetja ferðalanga til að bóka gistingu á Airbnb. Við erum enn að vinna að ýmsum mikilvægum átaksverkefnum til að auka bókanir þrátt fyrir að takmarkað fjármagn fari í markaðssetningu eins og er. Við gerum það sem við getum til að minna ferðamenn á okkur svo að Airbnb verði fyrst fyrir valinu þegar ferðalög hefjast aftur en það felst meðal annars í því að senda gestum tölvupóst í hverri viku og að gera endurbætur á vefsetri okkar og appinu.

  Auk þess geta gestgjafar einnig gert ýmislegt. Þátttaka í átaksverkefni okkar um ítarlegri ræstingar, uppfærsla á skráningarlýsingunni og litlar endurbætur á heimilinu geta hvatt gesti til að bóka síðar.

  Fréttir varðandi afbókanir og aðstoðargreiðslur vegna COVID-19

  Mörg ykkar hafið aðrar spurningar varðandi reglur okkar um gildar málsbætur. Þið hafið velt því fyrir ykkur hvort þær gildi um bókanir í sumar og þurfið að fá frekari skýringar um aðstoðargreiðslurnar sem við tilkynntum um í síðasta mánuði.

  Nokkrar uppfærslur á reglum okkar um gildar málsbætur:

  • Fyrir bókanir sem gerðar voru eftir 14. mars: Gestir sem þurfa að afbóka af ástæðum tengdum COVID-19 fá ekki endurgreitt samkvæmt reglum um gildar málsbætur nema þeir séu veikir af COVID-19. Afbókunarreglan gildir í staðinn í þessum tilvikum.
  • Fyrir bókanir sem gerðar voru fyrir 15. mars: Við fylgjum enn leiðsögn stjórnvalda og heilbrigðissérfræðinga og reglurnar gætu gilt lengur ef ferðatakmörkunum verður beitt áfram. Við látum þig vita í upphaf hvers mánaðar (og oftar við aðkallandi aðstæður) hvort bókanir næsta mánuð uppfylli skilyrði um afbókun án endurgjalds samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur. Þess vegna munum við staðfesta 1. maí hvort reglan eigi við um innritun í júní.

  Uppfærsla varðandi aðstoðargreiðslur:

  • Þið hafið spurt hvort við getum sýnt skýrar fjárhæðir aðstoðargreiðslna til að auðvelda útreikning á heildartekjum
  • Við höfum heyrt athugasemdirnar og erum að vinna að uppfærslu á stjórnborði bókana sem sýnir þessar greiðslur ásamt öðrum afbókunarupplýsingum
  • Gestgjafar með gjaldgengar afbókanir fyrir 8. apríl ættu að fá fyrstu greiðsluna sína fyrir 1. maí

  Skýring á kröfum fyrir hjálparsjóð ofurgestgjafa varðandi aðstoðarhæfi

  Eitt annað sem ber oft á góma í alþjóðlegri fundaröð okkar er hjálparsjóður ofurgestgjafa sem var stofnaður til að hjálpa nokkrum af okkar reyndustu gestgjöfum sem eiga í miklum fjárhagslegum erfiðleikum.

  • Til að byrja með bjóðum við þeim sem hafa lengst verið gestgjafar í samfélagi okkar. Það þýðir yfirleitt að þeir hafi verið ofurgestgjafar í fjögur ár eða lengur. Við berum einnig tekjur gestgjafa frá þessu ári saman við síðasta ár svo að við bjóðum örugglega þeim gestgjöfum sem hafa orðið fyrir mestu áhrifunum af neyðarástandinu sem stendur yfir.
  • Airbnb mun bjóða gjaldgengum gestgjöfum og við höfum þegar byrjað að senda út boð sem við munum halda áfram í hverri viku fram í miðjan maí.
  • Ef þér hefur verið boðið að sækja um færðu tölvupóst með hlekk á umsóknina. Sérhæft teymi okkar mun fara yfir umsóknirnar þegar þær berast. Þú ættir að fá svar innan tveggja vikna ef þú hefur sótt um.

  Við vonum að þessar fréttir svari einhverjum þeirra spurninga sem hafa vaknað varðandi gestaumsjón og sem gætu komið upp síðar. Já, nú er óvissan mikil en saman getum við byggt aftur upp traustan ferðaiðnað. Þakka þér eins og alltaf fyrir að taka þátt í samfélagi okkar.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Um upptöku af fréttum frá forstjóra: Myndskeiðið er til á brasilískri portúgölsku, frönsku, þýsku, ítölsku, japönsku, kóresku, rússnesku, einfaldaðri kínversku og spænsku. Þú getur valið tungumálið sem þú vilt með veljaranum neðst á síðunni. Samhliðatúlkun á gestgjafafréttum með Brian Chesky forstjóra er til að auðvelda samskipti en skal ekki teljast gild eða orðrétt skjalfesting á því sem fram fer. Upphafleg ræða Brian á ensku telst ein fullgild.

  Aðalatriði

  • Átaksverkefni Airbnb um ítarlegri ræstingar: Aðferðarlýsing undir sérfræðileiðsögn sem verður kynnt í maí

  • Aðstoðargreiðslur: Með nýjum upplýsingum á stjórnborðinu er auðveldara að fylgjast með hvaða afbókanir uppfylla skilyrðin

  • Hjálparsjóður ofurgestgjafa: Við bjóðum gestgjöfum að sækja um og við leggjum áherslu á þá sem hafa lengst verið gestgjafar og eru með erfiðustu fjárhagsstöðuna

  Airbnb
  28. apr. 2020
  Kom þetta að gagni?