
Sumarútgáfan 2025
Nú getur þú skráð meira en bara eignir á Airbnb
Heimili voru bara upphafið. Við kynnum nú þjónustu og upplifanir Airbnb í glænýju appi.

Við kynnum þjónustu Airbnb
Bókaðu besta einkakokkinn, þjálfarann, nuddið og fleira.

Gerðu dvöl þína enn betri
Þú getur notið frábærrar þjónustu í öllum verðflokkum, beint frá gististað þínum á Airbnb.

Heill heimur sérfræðinga, til þjónustu reiðubúinn
Veldu úr þúsundum þjónustuskráninga í 260 borgum — hjá traustu fagfólki.

Kokkar

Tilbúnar máltíðir

Veitingaþjónusta

Ljósmyndun

Einkaþjálfun

Nudd

Snyrting og dekur

Hársnyrting

Förðun

Naglasnyrting
Þjónusta á Airbnb er gæðavottuð
Þjónusta er metin með tilliti til sérþekkingar og markaðsfestu.

Áralöng starfsreynsla

Margrómaðir á sínu sviði

Vel metnir af viðskiptavinum
Við auðveldum þér afslökunina
Auðvelt er að fá þjónustu á ferðalagi eða heima. Kynntu þér úrvalið og bókaðu tafarlaust.

Við kynnum upplifanir Airbnb
Dægrastytting sem kafar undir yfirborðið, hvert sem þú ferð.

Ekki bara sjá staðinn — upplifðu hann
Finndu ógleymanlegar upplifanir undir handleiðslu heimafólksins sem þekkir borgina best.

Endalausar leiðir til að kynnast raunverulegu hliðinni á hverjum stað
Við erum með þúsundir upplifana um allan heim. Allt frá ómissandi afþreyingu til falinna gersema.

Sökktu þér ofan í menninguna
Skoðaðu kennileiti, söfn, vinsæla staði eða sviðsflutninga.

Kynnstu matarmenningunni
Farðu á matreiðslunámskeið, í smökkun eða aðra matarupplifun.

Skelltu þér í útivistarævintýri
Taktu þátt í náttúrulífsferð, vatnaíþróttum eða flugupplifun.

Njóttu listmenningarinnar
Skoðaðu gallerí og byggingarlist eða taktu þátt á listanámskeiði.

Endurnærðu líkama og sál
Bjóddu upp á heilsurækt, námskeið í vellíðan eða snyrtingu.
Kannaðu staðinn með einhverjum sem þekkir til
Allir gestgjafar eru valdir út frá staðarþekkingu sinni og sérfræðikunnáttu.
Líttu eftir merkinu „úr smiðju Airbnb“ fyrir kynngimagnaðar upplifanir
Upplifanir úr smiðju Airbnb eru í algjörum sérklassa. Þær fara fram undir handleiðslu nokkurs áhugaverðasta fólks í heimi og eru sérhannaðar fyrir Airbnb.

Stemning með Chance the Rapper

Nýtt útlit með Jamie Mizrahi

Tacos - götubitagerð með Enrico Olvera
Allt þetta — í glænýja Airbnb appinu
Með endurhannaða appinu getur þú bókað heimili, upplifanir og þjónustu frá einum og sama staðnum.

Með endurhannaða appinu getur þú bókað heimili, upplifanir og þjónustu frá einum og sama staðnum.

Airbnb appið er nú samferða þér
Appið er nú samferða þér
Fáðu tillögur sem byggja á því hvert þú ert að fara, samferðafólki og ferðadagsetningum.
Nýjar leiðir til að taka á móti gestum. Ný verkfæri fyrir gestaumsjónina.
Gestgjafar geta aukið viðskiptin með betri verkfærum fyrir umsjón heimila, upplifana og þjónustu.