Persónuvernd

Hjá Airbnb viljum við skapa heim þar sem allir geta alls staðar átt heima. Fyrsta skrefið í þá átt er að skapa, með traust sem undirstöðu, opið samfélag þar sem öllum er sýnd samkennd. Grunnþáttur í því að öðlast þetta traust er að greina skýrt frá því hvernig notendaupplýsingar eru notaðar og að vernda þau mannréttindi ykkar að njóta einkalífsins. Við vitum að það getur verið ógnvekjandi þegar fyrirtæki nota upplýsingar ykkar og við höfum því innleitt strangar reglur og starfsvenjur sem virða einkalíf notenda hvort sem er á staðnum eða á Netinu.

Meginreglur okkar varðandi persónuvernd

Skuldbindingu okkar varðandi persónuvernd er gerð skil í meginreglunum sem stýra ákvarðanatöku okkar og við leggjum stöðugt kapp á að vinna okkur inn traust ykkar.

Til hagsbóta fyrir notendur

Við notum gögn til að bæta upplifun notenda og treysta öryggi þeirra. Við seljum engum persónuupplýsingar notenda.

Gagnsæi

Við leynum engu varðandi söfnun og notkun persónuupplýsinga.

Stjórn

Notendur ráða yfir eigin persónuupplýsingum.

Öryggi

Við verndum persónuupplýsingarnar sem notendur treysta okkur fyrir með öflugum öryggisráðstöfunum.
Skoðaðu friðhelgisstefnu okkar fyrir nákvæmar upplýsingar um gögnin sem við söfnum, hvernig við notum þau og hvernig þú getur nýtt rétt þinn sem skráður aðili.