Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestgjafi

Afbirtu eða fjarlægðu skráningu þína

Þér bjóðast ýmsir valkostir ef þú vilt hætta að fá nýjar bókanir og fjarlægja skráninguna þína úr leitarniðurstöðum. Veldu leið sem hentar þér til hafa umsjón með skráningunni:

  • Afbirtu skráninguna í tiltekinn tíma (í allt að sex mánuði).
  • Taktu hana úr birtingu ótímabundið. Settu hana síðan aftur í birtingu þegar þú vilt.
  • Fjarlægðu hana varanlega ef þú tekur ekki lengur á móti gestum. (Þó verður að ljúka öllum staðfestum bókunum.)

Ef þú afbirtir skráninguna þarftu eftir sem áður að taka á móti gestum með staðfestar bókanir.

Afbirtu skráningu í tiltekinn tíma

Þú getur valið dagsetningar fyrir fram, þar sem þú vilt afbirta skráninguna og fela hana í leitarniðurstöðum í tiltekinn tíma fyrir fram.

Svona afbirtir þú skráninguna á tilteknum dagsetningum úr tölvu

  1. Smelltu á skráningar og veldu skráninguna sem þú vilt breyta
  2. Smelltu á breyta stillingum í umsjónartóli skráningarsíðunnar 
  3. Smelltu á stöðu skráningar
  4. Smelltu á afbirtar skráningar og svo á velja dagsetningar
  5. Veldu upphafs- og lokadag og smelltu svo á vista

Afbirtu þar til þú ert klár í að taka aftur á móti gestum

Þú getur afbirt skráningu þína varanlega þannig að hún birtist ekki í leitarniðurstöðum. Þú getur alltaf endurbirt skráninguna þegar þú vilt.

Svona afbirtir þú skráningu í ótilgreindan tíma úr tölvu

  1. Smelltu á skráningar og veldu skráninguna sem þú vilt breyta
  2. Smelltu á breyta stillingum í umsjónartóli skráningarsíðunnar 
  3. Smelltu á stöðu skráningar
  4. Smelltu á afbirtar skráningarog svo á afbirta í bili
  5. Veldu ástæðuna fyrir afbirtingu og smelltu svo á afbirta

    Ekki verður lokað fyrir dagatalið núna þótt þú afbirtir síðari dagsetningar

    Ef þú vilt afbirta skráninguna á tilteknum dagsetningum síðar meir geta gestir enn bókað þessa daga nema þú takir þá sérstaklega frá í dagatalinu með handvirkum hætti.

    Þú getur ekki fjarlægt skráninguna þína ef þú ert með óloknar bókanir

    Eignir má alltaf taka úr birtingu, í tiltekinn tíma eða ótímabundið, en þær er ekki hægt að fjarlægja varanlega fyrr en öllum bókunum er lokið. Þú getur einnig fellt niður staðfestar bókanir hjá þér en afbókunargjöld gestgjafa og önnur viðurlög eiga við.

    Svona fjarlægir þú skráningu

    Þú getur afbirt skráninguna þína og síðan fjarlægt hana þegar öllum bókunum þínum hefur verið lokið.

    Svona fjarlægir þú skráningu þína úr tölvu

    1. Smelltu á skráningar og veldu skráninguna sem þú vilt fjarlægja
    2. Smelltu á breyta stillingum í umsjónartóli skráningarsíðunnar 
    3. Smelltu á fjarlægja skráningu
    4. Veldu ástæðuna fyrir fjarlægingu og smelltu svo á næsta
    5. Smelltu á já, fjarlægja


    Hafðu í huga að ef þú afbirtir skráningu munu allar umsagnir hennar halda áfram að birtast við notandalýsingu þína og ekki er hægt að eyða þeim.

    Var þessi grein gagnleg?

    Greinar um tengt efni

    Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
    Innskráning eða nýskráning