Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Reglur
Gestgjafi

Mikilvæg upplýsingagjöf sett inn í skráninguna þína

Passaðu að skráningin gefi rétta mynd af því hvort þú ert með myndavélar, upptökubúnað, snjalltæki, hljóðmæla eða vopn.

Myndavélar, upptökubúnaður og snjalltæki

  • Myndavélar innandyra og upptökubúnaður: Gestgjöfum er ekki heimilt að hafa myndavélar eða upptökubúnað innandyra, jafnvel þótt slökt sé á búnaðinum eða hann aftengdur, nema í undantekningartilvikum, eins og þegar myndavélabúnaður er áskilinn samkvæmt gildandi lögum. Faldar myndavélar eru stranglega bannaðar. Þetta bann á einnig við um sameiginleg rými og sameiginleg rými eigna með sérherbergi (t.d. stofu).
  • Myndavélar og upptökubúnaður utandyra: Gestgjöfum er heimilt að vera með myndavélar og upptökubúnað utandyra sé látið vita af því hvaða svæði er vaktað (t.d.: „ég er með myndavél í garðinum mínum“, „ég er með myndavél yfir sundlauginni minni“ eða „ég er með dyrabjöllumyndavél sem fylgist með útidyrunum mínum og ganginum í íbúðarbyggingunni minni“). Gestgjöfum er óheimilt að setja myndavélar og upptökubúnað yfir útisvæði eignar þar sem notendur vænta meira næðis, svo sem í lokaðri útisturtu eða gufubaði.
  • Snjalltæki: Gestgjöfum er heimilt að vera með snjalltæki fyrir heimili á borð við sjónvörp og raddaðstoð á heimilinu og þeir eru hvattir til að greina frá þeim í skráningunni sinni en það er ekki áskilið. Við hvetjum gestgjafa einnig til að láta gesti vita hvernig hægt er að slökkva á þeim.

Hljóðmælar

  • Hljóðmælar: Gestgjöfum er heimilt að hafa hljóðmæla á heimili sínu svo lengi sem gestgjafinn greinir frá því að þeir eru til staðar og að þeir eru ekki staðsettir á baðherbergi, í svefnherbergi eða svefnaðstöðu.

Frekari upplýsingar um reglur okkar um myndavélar, upptökubúnað, hljóðmæla og snjalltæki.

Vopn

  • Öll vopn á staðnum þarf að geyma með öruggum hætti.
  • Allur búnaður sem má nota til að skjóta með telst vera vopn. Þar með talið en ekki einvörðungu: venjuleg skotvopn, loftbyssur, tæki til sjálfsvarnar eins og rafstuðsbyssur og piparúði, hvers kyns skotfæri og eftirlíkingar af skotvopnum.
  • Ef gestur getur séð eða fundið vopn ber gestgjafanum að greina frá því í upplýsingum um öryggi og eignina sjálfa og húsreglum hennar.
  • Gestum er einnig skylt að tilkynna um og fá samþykki fyrir öllum vopnum í öruggri geymslu áður en gengið er frá bókun og með því að nota skilaboðakerfið.

Frekar upplýsingar um reglur okkar um vopn.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

  • Leiðbeiningar
    Gestgjafi

    Að láta gesti vita um öryggisbúnað

    Gagnsæi stuðlar að auknu trausti og skýrum væntingum milli gestgjafa og gesta. Með því að láta vita af öryggismyndavélum, upptökubúnaði og h…
  • Samfélagsreglur
    Gestgjafi

    Verndun friðhelgi þinnar

    Til að skapa umhverfi sem stuðlar ekki aðeins að líkamlegu öryggi heldur einnig öryggi persónulegra upplýsinga leyfum við ekki ákveðna hegðu…
Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning