Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Samfélagsreglur

Notkun myndavéla og upptökubúnaðar

Til að veita gestgjöfum og gestum hugarró eru öryggisráðstafanir eins og öryggismyndavélar og hávaðaskynjarar leyfðar svo fremi sem þær séu tilgreindar með skýrum hætti í skráningarlýsingunni og brjóti ekki gegn friðhelgi annarra. Reglur um búnað eiga við um allar myndavélar, upptökubúnað, snjalltæki og eftirlitsbúnað.

Það sem við leyfum

  • Tilgreindur eftirlitsbúnaður í sameiginlegu rými eða á opinberu svæði: Búnaður sem hefur einungis eftirlit með opinberu svæði (t.d. útidyrum eða innkeyrslu) eða sameiginlegu rými og er tilgreindur með skýrum hætti fyrir bókun er leyfilegur. Svefnaðstaða og baðherbergi eru ekki sameiginleg rými.

Það sem við leyfum ekki

  • Hulinn og ótilgreindur eftirlitsbúnaður í sameiginlegum rýmum: Hvers konar eftirlitsbúnaður í sameiginlegu rými ætti að vera settur upp á sýnilegan hátt og tilgreindur í skráningarlýsingunni.
  • Tæki í einkarýmum og eftirlitsbúnaður: Tæki ættu aldrei að hafa eftirlit með einkarýmum (t.d. svefnherbergjum, baðherbergjum eða sameiginlegum rýmum sem notuð eru sem svefnaðstaða, svo sem stofa með svefnsófa).

Við erum þér innan handar

Ef þú telur þig eða einhvern annan vera í hættu eða ógnað hafðu fyrst samband við löggæsluyfirvöld á staðnum til að fá aðstoð. Einnig skaltu láta okkur vita ef þú verður vitni að eða upplifir hegðun sem brýtur gegn reglum okkar.

Þótt þessar leiðbeiningar lýsi ekki öllum mögulegum aðstæðum sem geta komið upp eru þær ætlaðar til þess að veita almenna yfirsýn á samfélagsreglur Airbnb.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning