Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Samfélagsreglur

Að vera góður nágranni

Virðing verður að ná út fyrir samfélag Airbnb til þeirra sem eru í kringum okkur. Sú virðing felur í sér að forðast að trufla nágranna með truflandi samkvæmum, viðburðum, hávaða eða annarri ögrandi hegðun og athöfnum.

Það sem við heimilum

  • Reglur sem gestgjafar hafa samið: Við hvetjum gestgjafa til að greina skýrt frá væntingum sínum til gesta í húsreglum sínum, skráningarlýsingum og í skilaboðaþráðum á Airbnb. Airbnb setur lágmarksviðmið en gestgjafar ættu að íhuga að setja inn viðbótarupplýsingar eða leiðbeiningar sem eru sérsniðnar að hverfinu þeirra.
  • Viðburðir faggestgjafa: Aðeins fyrirtæki í gistirekstri eins og hótel eða gistiheimili geta boðið upp á stóra viðburði, að því tilskyldu að þeir trufli ekki samfélagið í kring eða valdi samfélaginu óþægindum á annan hátt.

Það sem við heimilum ekki

  • Truflandi veislur og viðburðir: Óheimilt er að halda veislur eða samkomur sem ógna öryggi fólks eða trufla nærumhverfið, óháð gestafjölda. Frekari upplýsingar um reglur okkar um veislur og viðburði.
  • Skráningar á „samkvæmishúsum“: Gestgjafar ættu ekki að hvetja til eða heimila á annan hátt samkvæmi eða viðburði í skráningarlýsingum sínum eða annars staðar nema gestaumsjón sé hluti af gistirekstri.
  • Ónæði í samfélaginu: Óheimilt er að sýna ögrandi hegðun og athafnir eins og að reykja óhóflega nálægt nágrönnum eða reykja á svæðum þar sem reykingar eru bannaðar, henda rusli á víðavangi eða að hindra aðgang nágranna að heimilum sínum.

Við erum þér innan handar

Byrjaðu á því að óska eftir aðstoð löggæsluyfirvalda á staðnum ef þú telur þig eða einhvern annan vera í hættu eða ógnað. Auk þess biðjum við þig um að láta okkur vita ef þú verður vitni að eða upplifir athæfi sem brýtur gegn reglum okkar.

Þótt þessar leiðbeiningar lýsi ekki öllum mögulegum aðstæðum sem geta komið upp eiga þær að gefa almenna yfirsýn yfir samfélagsreglur Airbnb.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning