Leiðbeiningar
•
Gestgjafi
Útborganir fyrir langdvöl
Útborganir fyrir langdvöl
Þegar gestir koma sér fyrir í langdvöl getur þú látið þig hlakka til áreiðanlegri tekjulindar í einhvern tíma.
Hvenær þú færð útborgað fyrir langdvöl
Við innheimtum greiðslur með mánaðarlegum afborgunum fyrir bókanir sem vara í 28 nætur eða lengur.
- Við innheimtum fyrsta mánuðinn fyrir fram hjá gestinum og millifærum greiðsluna sólarhring eftir áætlaða innritun.
- Þú færð eftirstandandi útborganir greiddar mánaðarlega miðað við innritunardag, þar til bókuninni er lokið.
- Það ræðst af úrvinnslutíma greiðslumáta þíns hve langur tími líður frá því að Airbnb millifærir útborguna þangað til að hún berst þér. Finndu úrvinnslutíma fyrir hina ýmsa greiðslumáta.
Finndu mánaðarlegar útborganir
Þú getur skoðað stöðu mánaðarlegra útborgana þinna í tekjustjórnborðinu.
Útborganir gætu tafist fyrir nýja gestgjafa
Ef þú ert nýr gestgjafi getur verið að við höldum útborgunum til þín eftir í 30 daga eftir að fyrsta bókunin er staðfest. Ef fyrsta bókunin á að hefjast eftir meira en 30 daga færðu útborgunina millifærða sólarhring eftir áætlaðan innritunardag gestsins. Þetta mun gilda um allar áætlaðar greiðslur á þessu 30 daga tímabili.
Var þessi grein gagnleg?
Greinar um tengt efni
- Gestgjafi
Atriði sem gott er að hafa í huga áður en tekið er á móti gestum í langdvöl
Í sumum lögsagnarumdæmum gætu gestir öðlast réttindi leigjenda eftir mánuð og því mælum við með því að gestgjafar kynni sér viðeigandi lög á… - Gestgjafi
Bjóða langdvöl
Ef þú hvetur gesti til að bóka til lengri tíma getur það hækkað hjá þér nýtingarhlutfallið með færri umsetningum gesta og fyrirsjáanlegri te… - Gestur
Kostir þess að bóka langdvöl
Áhersla lögð á það sem skráningar hafa upp á að bjóða þegar leitað er að langdvöl.