Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestur

Kostir þess að bóka langdvöl

Ef þú ákveður að bóka langdvöl (bókun sem varir í 28 nætur eða lengur) færð þú aðgang að fullt af fríðindum, eins og afsláttarverði.

Aðgangur að þægindum þegar þú bókar langdvöl

Ef þú bókar langdvöl fylgir oft aðgangur að eftirfarandi þægindum sem gætu gert dvölina þægilegri:

  • Eldhús
  • Þráðlaust net
  • Sérstök vinnuaðstaða

Þegar þú leitar að langdvöl eru þessi þægindi merkt sérstaklega í leitarniðurstöðum og undir það sem eignin býður uppá í skráningunni.

Auk þess getur verið að gestgjafinn geti boðið upp á önnur þægindi til að láta þér líða eins og heima hjá þér meðan á lengri dvöl stendur. Hann getur mögulega útvegað auka kodda eða teppi, regnhlíf eða eldhúsáhöld eins og brauðrist eða blandara. Gestgjafinn gæti einnig boðið ókeypis þrif í miðri dvöl (það eina sem þú þarft að gera er að spyrja!).

Finndu meira framboð þegar þú leitar að langdvöl

Hvort sem þú ert að leita að tilteknum dagsetningum eða ert með meiri sveigjanleika getur þú stækkað tímabilið um allt að 14 daga og þannig fengið aðgang að fjölbreyttari valkostum.

Skiptu dvölinni á milli staða til að auka sveigjanleika meðan á mánaðarlangri bókun stendur

Ef þú bókar langdvöl en vilt gista á mismunandi stöðum getur þú notað deiligistingu sem gerir þér kleift að skipta lengri gistingu á milli tveggja mismunandi eigna meðan á bókuninni stendur.

Deiligisting parar saman tvær gistingar í röð fyrir dagsetningarnar og gefur þér fleiri valkosti svo að þú getir skoðað mismunandi eignir, hverfi eða jafnvel mismunandi áfangastaði meðan á ferðinni stendur.

Fáðu afsláttarverð fyrir bókun á langdvöl

Annar ávinningur af því að bóka lengri dvöl er möguleikinn á að spara pening (og hver er ekki hrifinn af því?). Þegar þú leitar að bókunum sem vara í 28 nætur eða lengur getur verið að skráningar bjóði afsláttarverð fyrir lengri dvöl

Sparaðu peninga þegar þú greiðir með bankareikningnum þínum fyrir langdvöl

Viltu spara enn meira? Ef þú hefur aðsetur í Bandaríkjunum geturðu sparað aukapening þegar þú greiðir með bankareikningnum þínum fyrir gjaldgengar bókanir.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning