Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Af hverju ætti ég að borga og eiga í samskiptum beint í gegnum Airbnb?

  Til að vera viss um að njóta verndar samkvæmt þjónustuskilmálum okkar, greiðsluskilmálum, reglum um afbókanir og endurgreiðslu, gestgjafaábyrgð, gestgjafatryggingu og öðrum öryggisráðstöfunum þarf að greiða fyrir bókanir og eiga í samskiptum í gegnum Airbnb. Sé það gert er einnig auðveldara að halda utan um og finna mikilvægar upplýsingar um bókanir á borð við heimilisfang, ferðaáætlun, hvernig innritun fer fram og aðrar gagnlegar upplýsingar. Þetta getum við ekki ábyrgst ef ekki er gengið frá bókuninni beint í gegnum Airbnb.

  Auk þess er erfiðara fyrir okkur að vernda upplýsingar um þig og þú eykur áhættu þína af svikum og öðrum öryggismálum á borð við veiðipóst ef þú greiðir fyrir bókun og átt í samskiptum framhjá Airbnb.

  Tilkynning um varhugaverð skilaboð

  Greiddu aldrei fyrir bókanir framhjá Airbnb. Ef óskað er eftir greiðslu framhjá greiðslukerfinu á síðunni okkar eða ef þú heldur að verið sé að vísa þér á falsaða síðu fyrir Airbnb láttu okkur þá vita með þessu eyðublaði og tilkynntu skilaboðin.

  Ef borgaðir gestgjafa ekki gegnum Airbnb (t.d. með símgreiðslu eða millifærslu) getur verið að þú hafir greitt fyrir sviksamlega bókun. Láttu okkur vita tafarlaust til að fá aðstoð.

  Ef þú ert ekki viss getur þú athugað hvort bókunin þín var gerð gegnum Airbnb.

  Til að tilkynna skilaboð:

  1. Opnaðu skilaboðin þín á airbnb.com og smelltu samtalið með varhugaverðu skilaboðunum
  2. Smelltu á flaggið við skilaboðin
  3. Veldu ástæðu þess að þú tilkynnir einstaklinginn og smelltu svo á næsta
  4. Ef þú vilt einnig loka á öll samskipti við einstaklinginn skaltu smella á já, útiloka núna

  Greinar um tengt efni
  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?