Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Fréttir af COVID-19
  Ef ferðaáætlun þín hefur breyst vegna COVID-19 getur þú breytt bókuninni eða afbókað á ferðasíðunni þinni.

  Hvað á ég að gera ef einhver biður mig um að greiða fyrir utan vefsvæði Airbnb?

  Ekki senda viðkomandi pening og láttu okkur vita. Við munum aldrei biðja þig um að greiða neitt fyrir utan vefsetur okkar, með tölvupósti eða í gegnum óháðan bókunaraðila.

  Í sumum tilvikum gætir þú þurft að greiða gestgjafa skatt á staðnum en þessar greiðslur ættu alltaf að fara í gegnum Airbnb og í mörgum tilvikum er kostnaðurinn innifalinn í bókuninni. Frekari upplýsingar

  Ef þú borgaðir fyrir bókun framhjá Airbnb (t.d. með símgreiðslu eða millifærslu) getur verið að þú hafir greitt fyrir sviksamlega bókun. Láttu okkur vita tafarlaust til að fá aðstoð.

  Ef þú ert ekki viss getur þú athugað hvort bókunin þín var gerð gegnum Airbnb.

  Tilkynning á beiðni um greiðslu framhjá síðunni

  Ef Airbnb gestgjafi biður þig um að greiða framhjá síðunni eða í gegnum annað fyrirtæki biðjum við þig um að tilkynna okkur um það.

  Gestgjafi eða Airbnb mun ekki láta þig hafa reikning á PDF eða pappírsformi þar sem óskað er eftir greiðslu. Ef gestgjafi nefnir eitthvað af eftirfarandi skaltu tilkynna okkur það: Western Union, MoneyGram, cashier‘s check, money order og Liberty Reserve.

  Til að tilkynna skilaboð

  1. Opnaðu skilaboð á airbnb.com og smelltu samtalið með varhugaverðu skilaboðunum
  2. Smelltu á flaggið icon
  3. Tilgreindu ástæðu þess að þú ert að tilkynna viðkomandi og smelltu svo á næsta
  4. Ef þú vilt loka á öll samskipti við viðkomandi smellir þú á já, útiloka núna

  Til að tilkynna tölvupóst

  Ef þér berst tölvupóstur frá einhverjum, þ.á m. automated@airbnb.com eða nokkru öðru netfangi notandi@airbnb.com þar sem óskað er eftir því að þú greiðir, eða takir við greiðslu, framhjá síðunni, láttu okkur þá vita af því þegar í stað.

  Tegundir svindls

  Gefðu netfangið þitt aldrei upp áður en bókun er samþykkt, millifærðu fjármagn aldrei framhjá kerfum Airbnb og kynntu þér vel tölvupósta sem eiga að vera frá Airbnb.

  Meðal algengra svikategunda eru:

  • Fyrirframgreiðslusvindl: Einhver býðst til að greiða þér fyrir eða gefa þér gjöf ef þú greiðir í gegnum þjónustu sem tengist ekki Airbnb.
  • Vefveiðar: Einhver sendir tölvupóst eða hlekk sem líta út fyrir að koma frá Airbnb eða öðru vefsvæði sem nýtur trausts. Þessi skilaboð eru til þess gerð að svindla á þér og fá þig til að gefa upp trúnaðarupplýsingar eins og aðgangsorð eða önnur netföng. Veiðipóstur (e. phishing) gæti innihaldið spilliforrit, sem er hugbúnaður sem nær aðgangi að tölvunni þinni og getur safnað persónuupplýsingum og þar með talið lykilorðum.
  • Ferðasvindl: Einhver býður þér mjög gott verð á eign ef þú greiðir fyrir eða sendir innborgun með símgreiðslu. Þegar viðkomandi hefur móttekið greiðsluna lætur hann þig ekki fá bókunina sem var auglýst.
  • Ofrukkun: Einhver býðst til að greiða meira en bókunin kostar og biður gestgjafann svo um að endurgreiða mismuninn með reiðufé.
  • Bókunarsvindl í gegnum þriðja aðila: Einhver býðst til að bóka og greiða fyrir eign skráða á Airbnb í gegnum vefsetur eða þjónustu þriðja aðila og segist oft vera með afsláttarkóða eða afslátt hjá Airbnb. Almennt er greitt fyrir þessar bókanir með stolnum kreditkortum.

  Athugaðu: Allar bókanir sem fara framhjá Airbnb brjóta í bága við þjónustuskilmála okkar. Ef við tökum eftir því að bókun hafi verið gerð í gegnum þjónustu þriðja aðila getur verið að við fellum bókunina niður og gerum aðganga þess sem bókaði og gestsins óvirkan.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?