Stökkva beint að efni
Notaðu upp og niður örvalyklana til að skoða tillögurnar.
Stökkva að meginmáli hjálpar

Hvað þurfa gestir að hafa í huga varðandi skatta?

Gestur á Airbnb getur í nokkrum tilvikum þurft að greiða skatt.

Sumum gestgjöfum ber að leggja skatt á samkvæmt reglugerðum á staðnum. Við mælum með því að skatturinn sé innifalinn í bókunarverðinu hjá þeim en sumir gestgjafar gætu gert kröfu um að fá skattinn greiddan við innritun. Við förum fram á að gestgjafar greini frá öllum sköttum, sem þeim ber að innheimta, í skráningarlýsingunni og í skilaboðum til gesta áður en gengið er frá bókun.

Airbnb hefur sums staðar gert samkomulag við hið opinbera um að innheimta og skila tilteknum sköttum fyrir hönd gestgjafa. Skattarnir eru misháir en það fer eftir lögum á staðnum hvort þeir eru reiknaðir miðað við fast gjald eða hlutfallstölu, fjölda gesta, lengd gistingar eða tegund eignar sem er bókuð. Bókir þú eign á stað þar sem þetta á við koma skattar á staðnum sjálfkrafa fram þegar þú greiðir og á kvittuninni þegar bókunin hefur verið staðfest.

Airbnb er auk þess skylt að innheimta VSK eða ígildi VSK (t.d. japanskan neysluskatt) á þjónustugjaldið í þeim löndum sem skattleggja rafræna þjónustu. Eins og er gildir það í öllum ríkjum Evrópusambandsins, Sviss, Noregi, Íslandi, Suður-Afríku, Japan og Albaníu.

Airbnb ber einnig að innheimta VSK af þjónustugjöldum allra notenda sem ganga til samninga við Airbnb Kína.

Frekari upplýsingar um virðisaukaskatt.