Stökkva beint að efni
Notaðu upp og niður örvalyklana til að skoða tillögurnar.
Stökkva að meginmáli hjálpar

Hvernig virka afbókanir án viðurlaga fyrir gestgjafa sem bjóða upp á hraðbókanir?

Gestgjafar sem bjóða hraðbókun á skráningum sínum geta ávallt hætt við án viðurlaga ef þeim líst ekki á bókun.

Nokkur dæmi um hvenær gestgjafi getur hætt við án viðurlaga eru:

  • Nokkrar slæmar umsagnir eru til staðar um gestinn sem gestgjafi hefur áhyggjur af
  • Gesturinn hefur ekki svarað spurningum sem gestgjafi þarf að vita varðandi ferðina.
  • Gesturinn tilkynnir að líklega muni hann ekki virða einhverja af húsreglum gestgjafa, t.d. koma með gæludýr eða reykja

Hætta við bókun án viðurlaga

Til að hætta við bókun sem þér líst ekki á:

  1. Opnaðu þínar bókanir á airbnb.com
  2. Finndu þá bókun sem þú vilt hætta við
  3. Veldu breyta eða hætta við til að hefja afbókunarferlið
  4. Við val á ástæðu afbókunnar, veldu „mér líst ekki á bókunina eða gesturinn virti ekki húsreglur mínar“.

Þegar þú hættir við vegna þessarar ástæðu eru engin viðurlög verða við því.

Takmörk

Þú getur hætt við 3 sinnum á ári ef þér líst ekki á bókun. Að því liðnu munt þú þurfa að hafa samband við stuðningsteymi samfélags okkar til þess að hætta við bókun án viðurlaga.

Ef þú hættir við margar hraðbókanir gætir þú þurft að slökkva á hraðbókunum. Mundu að þú getur ekki afbókað ef ástæðan brýtur í bága við reglur Airbnb gegn mismunun.