Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar

Staðfesting á auðkenni þínu

Við hjá Airbnb leitum stanslaust leiða til að auka öryggi allra samfélagsmeðlima okkar. Með því að veita auðkennisupplýsingar byggir þú upp traust innan samfélagsins. Þess vegna gætum við farið fram á opinber skilríki eða látið þig staðfesta nafn þitt að lögum og bæta heimilisfangi þínu við áður en þú bókar gistingu, upplifun eða gerist gestgjafi.

Frekari upplýsingar er að finna í friðhelgisstefnu okkar.

Hvernig þetta virkar

Gestgjafar gætu farið fram á að gestir framvísi skilríkjum áður en hægt er að bóka eign þeirra eða upplifun. Einnig getur komið fyrir að við óskum eftir skilríkjum til að staðfesta deili á viðkomandi. Sama hver ástæðan er mun skilríkjum þínum aldrei vera deilt með neinum öðrum notanda Airbnb.

Sannaðu á þér deili

Þegar beðið er um að þú staðfestir auðkenni þitt þarft þú annaðhvort að setja inn nafn þitt og heimilisfang að lögum eða ljósmynd af opinberum skilríkjum. Þetta gæti verið ökuskírteini, vegabréf, auðkenniskort eða vegabréfsáritun. Ef þú þarft að hætta og ljúka við að staðfesta auðkenni þitt síðar er það allt í lagi og þú getur haldið áfram þar sem þú hverfur frá.

Stundum biðjum við þig um að taka nýja sjálfsmynd. Hún er ólík notandamyndinni sem við gætum einnig beðið þig um.

Við bendum á að það að ljúka ferlinu er ekki vottun á gestgjafa eða gesti, trygging á auðkenni viðkomandi eða loforð um að samskipti við viðkomandi verði örugg. Notaðu alltaf eigin dómgreind og fylgdu öryggisábendingum okkar fyrir gesti og gestgjafa.

Aðrar leiðir til að staðfesta auðkenni

Í sumum tilvikum þarf mögulega ekki að framvísa opinberum skilríkjum. Við munum staðfesta að þú sért réttur aðili þegar þú bætir við nafni þínu að lögum og heimilisfangi (þetta ætti að vera sami staður og þú færð bankagögn eða reikninga frá veitufyrirtækjum). Við berum þessar upplýsingar saman við örugga gagnagrunna þriðju aðila.

Hverju er deilt með gestgjafanum

Við deilum aldrei skilríkjum þínum með neinum öðrum notanda Airbnb. Við útvegum ekki gestgjöfum ljósmynd af skilríkjunum, sjálfsmyndinni sem þú tókst við staðfestingu skilríkja né heimilisfang þitt.

Við deilum samt eftirtöldu:

  • Eiginnafni á skilríkjunum
  • Hvort þú sért eldri eða yngri en 25 ára
  • Hvort skilríkjunum þínum hafi verið bætt við
  • Notandamynd þinni og notandanafni

Frekari upplýsingar um friðhelgi og samanburð ljósmynda til að hjálpa til við að halda samfélaginu okkar öruggu.

Vistun á ljósmynd af skilríkjunum þínum og eyðing á þeirri ljósmynd

Friðhelgisstefna okkar gildir um vistun á ljósmynd af opinberum skilríkjum og þar er því sem við gerum til að vernda upplýsingar þínar lýst.

Við mælum með því að taka ekki út ljósmyndina af skilríkjunum þínum. Ef þú gerir það verða allar bókanir sem eru ekki hafnar felldar niður. Þú getur þó fjarlægt ljósmyndina af skilríkjum þínum 90 dögum eftir að síðustu bókun þinni lýkur. Opnaðu persónuupplýsingar í aðgangsstillingum þínum. Við hliðina á opinberum skilríkjum velur þú fjarlægja.

Eitt að lokum, stundum notum við upplýsingar á skilríkjum til að framkvæma samanburð við opinberar skrár.

Hversu langan tíma vottun tekur

Vottunarferlið getur tekið allt að 24 klukkustundir en stundum lýkur því með samþykki innan nokkurra klukkustunda. Þú getur skoðað stöðu vottunar við notandalýsingu þína í aðgangsstillingunum.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning