Airbnb × PICC (People's Insurance Company of China)

Gestgjafavernd í Kína

Á meginlandi Kína gerum við meira en að styðja við gestgjafa eigna og upplifana til að vinna sjálfstætt með skilvirkum hætti og ná árangri í gegnum Airbnb. Við vinnum einnig með People's Insurance Company of China (PICC) til að veita gestgjafavernd í Kína. Til að kröfuferli trygginga sé einfaldara og öruggara er verndin þrískipt: Eignatrygging gestgjafa í Kína, gestgjafatrygging í Kína og upplifunartrygging í Kína. Ef þú þarft að leggja fram kröfu í sambandi við eignatryggingu gestgjafa í Kína skaltu opna Airbnb appið og hafa samband við okkur af síðu pöntunarupplýsinga. Þar slærðu inn leitarorðið „property insurance“ fyrir frekari upplýsingar um kröfuferlið. Þurfir þú að leggja fram kröfu í sambandi við gestgjafatryggingu eða upplifunartryggingu í Kína skaltu opna Airbnb appið og hafa samband við okkur af síðu pöntunarupplýsinga. Þar slærðu inn leitarorðið „protection insurance“ fyrir frekari upplýsingar um kröfuferlið. Gestgjafavernd í Kína gildir fyrir staðfesta gistingu og/eða upplifanir með innritunar-/upphafsdag frá og með 1. ágúst 2020 og útritun/lok upplifunar til og með 29. júlí 2022.