Skráðu þig í þjónustu samgestgjafa

Margir gestgjafar leitast eftir afbragðsgóðum* samstarfsaðila á svæðinu sem getur aðstoðað við gestaumsjónina. Þú tilgreinir hvaða þjónustu þú býður og vinnur þér inn tekjur með því að aðstoða aðra gestgjafa við ýmsa þætti gistirekstursins, allt frá uppsetningu skráningar til gestaumsjónar.
Gerast samgestgjafi
Þrjú dæmi um samgestgjafa frá þjónustu samgestgjafa. Hver þjónustusíða sýnir staðsetningu, meðaleinkunn og hve lengi viðkomandi hefur sinnt gestaumsjón

Við kynnum þjónustu samgestgjafa

Nú getur þú boðið gestgjöfum með eignir á þínu svæði einstaklingsbundna aðstoð í gegnum þjónustu samgestgjafa. Þjónusta samgestgjafa er tilvalin til þess að:
  • Koma þjónustu þinni og verði á framfæri
  • Kynnast mögulegum samstarfsaðilum
  • Starfa sjálfstætt á eigin forsendum.
Hver sá sem leitar að samgestgjafa getur nýtt sér þjónustuna til að finna og ráða framúrskarandi* samstarfsaðila á staðnum. Þjónusta samgestgjafa stendur til boða í Ástralíu, Brasilíu, Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Japan, Mexíkó, Suður-Kóreu, Spáni, Bretlandi og Bandaríkjunum. Þjónustan kemur til með að standa til boða í fleiri löndum á árinu 2025. *Gestgjafar í þjónustu samgestgjafa skera sig frá öðrum með háum einkunnum, lágu afbókunarhlutfalli og mikilli reynslu af gestaumsjón á Airbnb. Einkunnir byggjast á umsögnum gesta fyrir skráningar þar sem viðkomandi er annað hvort gestgjafi eða samgestgjafi og endurspegla ekki endilega tiltekna þjónustu sem samgestgjafinn býður upp á.

Svona gengur þjónusta samgestgjafa fyrir sig

  • Gestgjafar leita að samgestgjöfum á svæðinu í gegnum þjónustuna
  • Þeir senda samgestgjöfum skilaboð varðandi þjónustuþarfir sínar
  • Samgestgjafinn og gestgjafinn meta hvort grundvöllur sé fyrir samstarfi
  • Gestgjafinn býður samgestgjafanum að aðstoða við uppsetningu eða umsjón með tiltekinni skráningu
  • Þjónusta sem þú getur boðið upp á

    Þjónustusíða samgestgjafa er tækifæri þitt til að koma þér og þjónustu þinni á framfæri. Veldu úr listanum yfir þjónustu sem samgestgjafar geta boðið upp á:
    • Uppsetning skráningar
    • Uppsetning á verði og framboði
    • Umsjón með bókunarbeiðnum
    • Skilaboðasamskipti við gesti
    • Aðstoð við gesti á staðnum
    • Ræstingar og viðhald
    • Myndataka af eign
    • Innanhússhönnun og skreytingar
    • Umsýsla með leyfum og heimildum fyrir heimagistingu
    Þú getur einnig lýst allri viðbótarþjónustu sem þú býður upp á, svo sem landslagshönnun, viðskiptagreiningu og þjálfun í gestrisni.Gestgjafar sem vilja fá aðstoð á svæðinu geta spurt þig spurninga og óskað eftir þjónustu þinni. Algóritmi leitarvélar þjónustunnar tekur mið af ýmsum þáttum til að hjálpa gestgjöfum að finna réttu samgestgjafana, þar á meðal gæðum, virkni og staðsetningu.
    Þú þarft að uppfylla ákveðin skilyrði til að geta tekið þátt í þjónustu samgestgjafa.
    Frekari upplýsingar
    Michael, samgestgjafi í París
    „Eftir að ég gerðist samgestgjafi finn ég ekki lengur til einmanaleika í starfi mínu. Mér líður eins og ég hafi þann stuðning og hvatningu sem ég þarf til að auka viðskiptin og komast út fyrir þægindarammann.“

    Úrræði sem hjálpa þér að ná árangri

    Sýnileiki meðal gestgjafa

    Þú munt koma fram í þjónustu samgestgjafa þar sem gestgjafar á svæðinu geta nálgast aðstoð þína.

    Sérhæfð verkfæri

    Sinntu rekstrinum á eigin forsendum. Þjónustan býður upp á ýmis verkfæri sem gagnast þér við að eiga í góðu samstarfi við gestgjafa og sinna rekstri þínum sem samgestgjafi.

    Úrræði og samfélag

    Kynntu þér fræðsluefni um verkfærin sem þú getur nýtt þér og taktu þátt í virku samfélagi samgestgjafa sem geta hjálpað þér við fyrstu skrefin.
    Mynd af Michael, samgestgjafa í París, Frakklandi
    Michael
    Frakkland (París)
    Mynd af Guillermo, samgestgjafa í Granada, Spáni
    Guillermo
    Spánn (Granada)
    Mynd af Julie, samgestgjafa í Le Touquet, Frakklandi
    Julie
    Frakkland (Le Touquet)
    Mynd af Anne-Lie, samgestgjafa á Tenerife, Spáni
    Anne-Lie
    Spánn (Tenerife)
    Mynd af Clarysse og Arthur, samgestgjöfum í París, Frakklandi
    Clarysse & Arthur
    Frakkland (París)
    Mynd af Ousmane, samgestgjafa í Nanterre, Frakklandi
    Ousmane
    Frakkland (Nanterre)
    Mynd af Gabriel, samgestgjafa í Marbella, Spáni
    Gabriel
    Spánn (Marbella)

    Ertu að leita að samgestgjafa?

    Finndu framúrskarandi gestgjafa á svæðinu sem getur annast heimili þitt og gesti í gegnum þjónustu samgestgjafa. Gestgjafar í þjónustu samgestgjafa eru almennt með háar einkunnir, lágt afbókunarhlutfall og mikla reynslu af gestaumsjón á Airbnb. Einkunnir byggjast á umsögnum gesta fyrir skráningar þar sem viðkomandi er annað hvort gestgjafi eða samgestgjafi og endurspegla ekki endilega tiltekna þjónustu sem samgestgjafinn býður upp á.

    Algengar spurningar

    Þjónusta samgestgjafa stendur eins og er til boða í Ástralíu, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Japan, Mexíkó, Suður-Kóreu, Spáni og Bretlandi (þar sem hún er rekin af Airbnb Global Services); Kanada, Bandaríkjunum (þar sem hún er rekin af Airbnb Living LLC); og Brasilíu (þar sem hún er rekin af Airbnb Plataforma Digital Ltda)*Gestgjafar í þjónustu samgestgjafa skera sig frá öðrum með háum einkunnum, lágu afbókunarhlutfalli og mikilli reynslu af gestaumsjón á Airbnb. Einkunnir byggjast á umsögnum gesta fyrir skráningar þar sem viðkomandi er annað hvort gestgjafi eða samgestgjafi og endurspegla ekki endilega tiltekna þjónustu sem samgestgjafinn býður upp á. ** Í mörgum löndum gefst þér kostur á að deila hluta af útborgun hverrar bókunar með samgestgjafa þínum í gegnum Airbnb. Útborganir eru háðar ákveðnum takmörkunum sem fara eftir staðsetningu þinni, samgestgjafans og eignarinnar. Frekari upplýsingar.