Það eru einungis 3 skref í næstu ferðina þína
Þú ert aðeins þremur skrefum
frá næsta fríi1. Skoðaðu
Byrjaðu á að skoða gistingu eða upplifanir. Notaðu síur eins og heil heimili, sjálfsinnritun eða gæludýr til að sjá færri valkosti. Þú getur einnig vistað eftirlæti á óskalista.
2. Bókaðu
Þegar þú hefur fundið það sem þú leitar að skaltu kynna þér gestgjafann þinn, lesa umsagnir fyrri gesta og fá upplýsingar um afbókunarleiðir. Svo bókarðu með nokkrum smellum.
3. Ferðastu
Nú er allt til reiðu! Hafðu samband við gestgjafann þinn í appinu til að spyrja um staðinn eða fá ábendingar og ráð. Þú getur líka alltaf haft samband við Airbnb til að fá meiri aðstoð.
Wherever you go, we’re here to help
Við erum þér innan handar,
hvert sem þú ferð
Heilsa og öryggi eru forgangsatriði
Gestgjafar skuldbinda sig til að fylgja ítarlegri ræstingarreglum vegna COVID-19 og einkunn skráninga tekur mið af hreinlæti.

Fleiri afbókunarleiðir
Gestgjafar geta boðið upp á ýmsa sveigjanlega afbókunarvalkosti sem koma skýrt fram við bókun.

Aðstoð hvenær sem er, dag sem nótt
Þjónustuverið er opið allan sólarhringinn um allan heim og við erum þér innan handar þegar þú þarft aðstoð.
Ertu með fleiri spurningar?
Þarf ég að hitta gestgjafann minn?
Með valkostum eins og sjálfsinnritun og bókun á heilu heimili getur þú átt í mestum samskiptum við gestgjafann með skilaboðum í appinu. Þú getur alltaf sent gestgjafanum skilaboð ef eitthvað kemur upp á.
Hvernig bregst Airbnb við COVID-19?
Fáðu nýjustu upplýsingar um viðbrögð okkar og úrræði vegna COVID-19 fyrir gesti, þ.m.t. reglubreytingar, ferðatakmarkanir, sveigjanlega ferðavalkosti og fleira.
Hvað ef ég þarf að afbóka sökum vandamáls með skráninguna, eignina eða gestgjafann?
Í flestum tilvikum má leysa úr vandamálinu með því að senda gestgjafanum skilaboð. Ef gestgjafinn getur ekki hjálpað er nóg að hafa samband við Airbnb innan sólarhrings frá því að vandamálið kemur upp.
Hvenær er bókun skuldfærð hjá mér?
Kostnaðurinn verður skuldfærður um leið og bókunin er staðfest en við höldum greiðslu til gestgjafans þar til sólarhring eftir innritun til að tryggja að allt sé eins og það á að vera.
gestgjafamiðstöð okkar
Næstum því allir geta boðið gistingu eða upplifun sem gestgjafar. Það kostar ekkert að stofna aðgang og deila annaðhvort plássi eða hæfileikum með öllum í heiminum. Opnaðu gestgjafamiðstöðina okkar til að byrja.
Þarftu frekari upplýsingar?
Frekari svör við spurningunum er að finna í hjálparmiðstöðinni okkar.