GESTGJAFAVERND

Upplifunartrygging

Ef svo ólíklega vill til að einhver verði fyrir meiðslum eða því að munir skemmist í gjaldgengri upplifun gætu gestir verið með vernd aðalábyrgðartryggingar upp á allt að USD 1.000.000.

Ef svo ólíklega vill til að einhver verði fyrir meiðslum eða því að munir skemmist í gjaldgengri upplifun gætu gestir verið með vernd aðalábyrgðartryggingar upp á allt að USD 1.000.000.

Opið gestgjöfum flestra upplifana
Verndar gestgjafa frá upphafi til enda
Einsdæmi í ferðaiðnaði

This program doesn't apply to hosts who offer experiences in mainlaind China or Japan, or hosts of accommodations.

Hvað nýtur verndar?

Upplifunartryggingin gæti náð yfir:

  • Lagalega ábyrgð vegna líkamstjóns gesta og annarra
  • Lagalega ábyrgð vegna tjóns á munum sem gestir og aðrir eiga

Upplifunartrygging nær ekki yfir:

  • Líkams- eða eignatjón sem leiðir af ásetningsverknaði (ekki slys)
  • Tjón á einkamunum gestgjafa eða týndir eða stolnir hlutir
  • Upplifanir sem tengjast loftförum og hreyfanlegum búnaði

Vertu öruggur gestgjafi

Undirbúningstími upplifunar

Upplifunartryggingin gæti verndað gestgjafa meðan á upplifuninni stendur og einnig við undirbúning á svæði fyrir upplifunina, áður en hún hefst eða eftir að henni lýkur, með fyrirvara um skilmála tryggingarskírteinisins.

Vernd fyrir samgestgjafa

Hver er munurinn á upplifunartryggingu og gestgjafaábyrgð og -tryggingu Airbnb?

Aðstoð allan sólarhringinn

Ef eitthvað kemur fyrir þig eða gesti þína er þjónustuver okkar til taks um allan heim. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi upplifunartrygginguna skaltu hafa samband við okkur og við beinum þér til þess sem veitir trygginguna.

Við einsetjum okkur að samfélagið okkar sé öruggt og njóti trausts um allan heim.

Við einsetjum okkur að samfélagið okkar sé öruggt og njóti trausts um allan heim.

Ábending: Nýttu öryggisúrræði

Airbnb á í samstarfi við Bandaríska Rauða krossinn og Alþjóðasamtök Rauða krossins og Rauða hálfmánans til að útvega öryggisúrræði sem eiga við í 191 landi. Kynntu þér skipulag til undirbúnings vegna neyðarástands, samsetningu sjúkrakassa, öryggi í eldhúsinu og fleira.

Ábending: Nýttu öryggisúrræði

Airbnb á í samstarfi við Bandaríska Rauða krossinn og Alþjóðasamtök Rauða krossins og Rauða hálfmánans til að útvega öryggisúrræði sem eiga við í 191 landi. Kynntu þér skipulag til undirbúnings vegna neyðarástands, samsetningu sjúkrakassa, öryggi í eldhúsinu og fleira.

Kröfuferlið

1. Inntökueyðublaði er lokið

Þegar gestgjafi, gestur eða þriðji aðili hefur samband við þjónustuver veitir Airbnb upplýsingar um ferli til að stofna kröfu.

2. Vátryggingafélag útnefnir matsmann sem fer síðan yfir kröfuna

Þegar inntökueyðublað hefur verið fyllt út verður matsmaður í sambandi fyrir hönd vátryggingafélagsins til að ræða kröfuna og safna upplýsingum.

3. Krafan er rannsökuð

Óháður matsmaður krafna gengur frá kröfunni í samræmi við skilmála upplifunartryggingarinnar og gildandi lög og reglugerðir í viðeigandi lögsagnarumdæmi.

Experience Protection Insurance is subject to certain terms, conditions, and exclusions. 
To learn more, download a comprehensive program summary.

Svör við spurningum

Þarf ég að gera eitthvað til að njóta verndar upplifunartryggingarinnar?

Nei. Nei. Þú nýtur sjálfkrafa verndar ef upplifunin þín uppfyllir skilyrði um vátryggingavernd.

Þegar þú gerist upplifunargestgjafi á Airbnb og gengur að þjónustuskilmálunum samþykkir þú að upplifunartryggingin nái yfir atvik sem eiga sér stað meðan á Airbnb upplifunum stendur í samræmi við tryggingarskilmálana.

Ef þú ákveður að nýta ekki trygginguna verður þú að gera allt eftirfarandi:

  • Sendu okkur tölvupóst frá netfanginu sem er tengt við gestgjafaaðganginn sem þú notar til að veita upplifanir
  • Gefðu upp fullt nafn og símanúmer eins og fram kemur í gestgjafaaðganginum sem þú notar til að veita upplifanir
  • Gefðu orðrétt upp titil upplifunarinnar

Athugaðu að eina eftirlitið á netfangi til afþökkunar er til að vinna úr afþökkunarbeiðnum.

Hvað gerist ef ég verð fyrir áverka meðan á upplifun stendur?

Öryggi þitt skiptir okkur öllu máli. Ef þú verður fyrir líkamstjóni eða krefst læknishjálpar í upplifun skaltu koma þér í öruggt skjól og hafa samstundis samband við neyðarþjónustuna á staðnum.

Þegar þú hefur tryggt öryggi þitt og leyst úr brýnustu vandamálum skaltu tilkynna okkur um málið með því að opna flipann fyrir „notanda“ í Airbnb appinu og pikka á „hjálp og aðstoð“ og velja svo „hafa samband við Airbnb“ undir ferðinni þinni. Frekari upplýsingar

Hvað gerist ef ég er upplifunargestgjafi á Airbnb og einhver verður fyrir áverka meðan á upplifun stendur?

Öryggi samfélagsins er í forgangi hjá okkur. Ef einhver verður fyrir líkamlegum skaða eða krefst læknishjálpar í upplifun skaltu koma öllum í öruggt skjól og hafa samstundis samband við neyðarþjónustu staðnum.

Þegar allir eru komnir á öruggan stað og búið er að leysa úr ítrasta vanda skaltu tilkynna okkur um atvikið og láta okkur vita hvort við getum veitt einhverja frekari aðstoð. Frekari upplýsingar

Hvernig virkar upplifunartryggingin?

Tryggingarvernd upplifunartryggingarinnar heyrir undir tryggingarskírteini sem er gefið út af tilteknum tryggjendum hjá Zurich Insurance plc sem er eitt virtasta vátryggingafélag heims.

Airbnb er tilgreindur vátryggingarhafi ásamt gestgjöfum upplifana á Airbnb. Engin krafa er gerð um greiðslu iðgjalda eða sjálfsábyrgð til að njóta verndar tryggingarinnar.

Óháður matsmaður krafna sér um og gengur frá kröfum gagnvart gestgjöfum upplifana í samræmi við reglur sem Airbnb hefur samþykkt.

Hvað er gestgjafatrygging?

Gestgjafatryggingin okkar er aðalábyrgðartrygging sem veitir vátryggingarvernd fyrir allt að USD 1 milljón í hvert skipti sem þriðji aðili gerir kröfu vegna líkams- eða eignatjóns í tengslum við gistingu á Airbnb.

Vátryggingarverndin er að hámarki USD 1 milljón á hverri eign með fyrirvara um skilyrði, takmarkanir og undanþágur. Frekari upplýsingar

Hver er munurinn á upplifunartryggingu og gestgjafaábyrgð og -tryggingu Airbnb?

Gestgjafaábyrgð og -tryggingu Airbnb er ætlað að vernda heimilisgestgjafa. Upplifunartryggingunni okkar er ætlað að vernda upplifunargestgjafa.

Gestgjafaábyrgð Airbnb er ætlað að vernda heimilisgestgjafa fyrir tjóni á eigum þeirra eða húsnæði í þeim undantekningartilvikum að gestur valdi eignatjóni. Frekari upplýsingar er að finna á síðu um gestgjafaábyrgð.

Gestgjafatryggingunni er ætlað að vernda heimilisgestgjafa gagnvart kröfum þriðju aðila vegna líkams- eða eignatjóns sem á sér stað meðan gist er í eign gestgjafans. Frekari upplýsingar er að finna á síðu um gestgjafatryggingu.

Upplifunartryggingunni er ætlað að vernda upplifunargestgjafa fyrir kröfum þriðju aðila vegna líkams- eða eignatjóns sem á sér stað í upplifun með gestgjafa. Frekari upplýsingar er að finna í hjálparmiðstöð okkar.

Er allt til reiðu til að búa til upplifunina?

Er allt til reiðu til að búa til upplifunina?