Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Þetta þarftu að vita um alþjóðlegt bann okkar á samkvæmishaldi og fleira

  Fáðu upplýsingar um uppfærðar reglur okkar um samkvæmi og viðburði.
  Höf: Airbnb, 1. júl. 2020
  5 mín. lestur
  Síðast uppfært 21. ágú. 2020

  Aðalatriði

  • Með uppfærðum reglum okkar um samkvæmi og viðburði er sett 16 manna hámark í gistingu og á samkomum vegna bókana frá og með 20. ágúst

  • Þú getur fengið aðstoð frá Airbnb ef þú telur gest vera að skipuleggja samkvæmishald

  Airbnb gefur trausti og öryggi forgang. Með breyttum ferðalögum um allan heim viljum við hjálpa ykkur að fylgjast með hvernig beri að gæta öryggis og leita aðstoðar eftir þörfum. Í því felst meðal annars að gefa upplýsingar um nýtt alþjóðlegt bann okkar á samkvæmum og viðburðum, hvað þú getur gert teljir þú gest vera að skipuleggja samkvæmi og fleira.

  Eins og þú veist eflaust hefur aldrei verið heimilt að halda samkvæmi í leyfisleysi í eignum skráðum á Airbnb. Þegar heimsfaraldri var lýst yfir í mars uppfærðum við hratt reglur okkar og fjarlægðum bæði leitarsíuna „hentar fyrir viðburði“ og húsreglu fyrir allar skráningar eigna sem henta viðburðum þar sem stóð „leyfilegt að halda veislur og viðburði“.

  Við kynntum einnig nýja stefnu þar sem farið var fram á að allir notendur færu að staðbundnum fyrirmælum almannavarna vegna COVID-19. Á þeim tíma voru sveitarfélög á flestum stöðum að setja samkomum strangar skorður sem leiddi í raun til sundurleitra banna við samkvæmum og viðburðum.

  Frá þeim tíma hefur reglusetning á mörgum stöðum varðandi COVID-19 og bari, skemmtistaði og krár orðið til þess að fólk heldur frekar samkvæmi og kemur saman í stórum hópum. Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt er að framfylgja samræmdri, strangari stefnu um samkvæmishald til að koma í veg fyrir slíka hegðun á Airbnb.

  Hér eru nokkrar ábendingar um stresslausar bókanir meðan COVID-19 geisar og í framhaldinu hvort sem þú hefur fengið hundruð gesta eða ert að taka á móti fyrsta gestinum.

  1. Kynntu þér hvernig alþjóðlegt bann okkar á samkvæmishaldi virkar

  Við munum grípa til eftirfarandi ráðstafana svo að þið hafið örugglega aukna stjórn á fasteignum ykkur og til að leggja okkar að mörkum til að stöðva vandamál áður en þau hefjast:

  • Hámarksfjöldi gesta og samankominna í bókunum gerðum frá og með 20. ágúst og þar til upplýst verður um annað er nú 16 manns. Frekari upplýsingar um reglur okkar um samkvæmi og viðburði
  • Gestir verða minntir á uppfærðu reglur okkar um samkvæmi og viðburði áður en þeir leggja af stað í ferð sína
  • Airbnb mun grípa til aðgerða gegn gestum sem brjóta gegn reglum okkar
  • Fyrir tiltekin lönd og svæði höfum við takmarkað sumar bókanir gesta yngri en 25 ára, eða gesta sem hafa neikvæðar umsagnir eða færri en þrjár jákvæðar umsagnir, á heilum heimilum á þeim stað

  Vinsamlegast athugið: Við erum að skoða umfang mögulegt undanþáguferlis fyrir sérhæfða og hefðbundna gististaðni (þ.e. hönnunarhótel).

  2. Greindu frá væntingum

  Vertu í sambandi við gesti og staðfestu að þeir skilji örugglegahúsreglurnar hjá þér og láttu þá vita af staðbundnum lögum og reglum varðandi bílastæði, hávaða og COVID-19. Í þessu felst meðal annars að láta gesti vita af fyrirmælum almannavarna um gildandi takmarkanir varðandi samkomur þar sem þú ert.


  Einnig er góð hugmynd að staðfesta að skráningarlýsing þín og húsreglur séu réttar svo að gestir viti við hverju má búast áður en þeir bóka. Ef eignin þín er til dæmis með sundlaug eða miklu útisvæði skaltu greina skýrt frá því hvort þú leyfir nokkra aðra gesti meðan á dvöl stendur. Við minnum á að reglur um samkvæmi og viðburði gilda eftir sem áður svo að hámarksfjöldi er 16 manns í hverri dvöl. Uppfæra skráninguna

  3. Vertu góður granni

  Láttu nágranna þína vita að þú eigir von á gestum. Við mælum með því að láta einn eða fleiri nágranna sem þú treystir vita hvernig hafa má samband við þig ef vandamál skyldi koma upp.

  4. Hlúðu að samkennd

  Airbnb byggir á samkennd og við höfum þess vegna sett strangar reglur gegn mismunun. Við gerum ráð fyrir að gestgjafar okkar og gestir sýni fólki virðingu.

  5. Sýndu áhuga og kynnstu gestunum þínum

  Skýr samskipti við gesti eru eitt af því sem þú getur gert til að gæta öryggis þíns, fasteignarinnar og samfélagsins í kring.

  Þegar þú hefur fengið bókunarbeiðni eða staðfesta bókun geta komið upp aðstæður þar sem þú gætir viljað spyrja gesti nánar út í eitthvað. Þú gætir til dæmis viljað spyrja um eftirfarandi ef gestur biður um að bóka samdægurs eða ef hann býr í sömu borg og eignin er í:

  • Hverjir aðrir gista með þér?
  • Hver er tilgangur ferðarinnar?
  • Geturðu staðfest að þú hafir lesið húsreglurnar?

  Hér geturðu einnig minnt gesti á hve mörgum bílum má leggja, hvenær hávaði er bannaður og aðrar húsreglur sem þú vilt ekki að gleymist eða fari fram hjá gestum.

  6. Vertu gestum innan handar

  Þú getur sýnt gestum þínum að hægt sé að ná í þig þótt þú bjóðir sjálfsinnritun. Þetta getur þú gert fyrir innritun, við hana og þegar henni er lokið:

  • Það er gagnlegt ef gestir vita hvernig hafa má hringja í þig komi upp neyðarástand og þeir kunna að meta fljót svör. Þú ættir kannski að hafa þetta í huga sérstaklega á háannatíma þegar fleiri bóka mögulega hjá þér og þú gætir verið á eigin ferðalagi.
  • Ef þú býrð nálægt eigninni gætir þú sagt gestum að þú getir komið við ef þá vantar eitthvað. Ef þú ert ekki nærri eigninni er góð hugmynd að hafa umsjónarmann eða samgestgjafa sem getur litið inn til gesta í eigin persónu ef þörf krefur.
  • Hafðu sterk tengsl á staðnum ef þú getur. Þegar þú ert ekki nærri er gott að geta leitað til áreiðanlegra gestgjafa sem geta verið til taks þurfi gestir á aðstoð að halda.

  7. Fáðu aðstoð ef þú hefur áhyggjur

  Ef þú heldur að gestur ætli sér að halda veislu getur þú fellt bókunina niður fyrir innritun og án viðurlaga. Við munum biðja þig um ástæðu afbókunarinnar.

  Ef þú býður hraðbókun gætir þú einnig íhugað að afbóka án viðurlaga á vefnum hjá okkur eða með appinu ef þú ert undir þriggja afbókana hámarki hvers árs. Þú gætir einnig lokað fyrir skammtímabókanir með hraðbókun og farið handvirkt yfir bókunarbeiðnir. Hafðu í huga að þú gætir þó þurft að sæta viðurlögum ef við komumst að þeirri niðurstöðu að þú hafir afbókað til að hækka verð eða vegna mismununar.

  Við munum kynna nýjar reglur og gefa frekari ráð eftir því sem þarfir og væntingar gesta breytast til að hjálpa við gestaumsjón. Við bendum á hjálparmiðstöð okkar ef þú hefur nokkrar spurningar eða ef þig vantar frekari upplýsingar.

  Upplýsingar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Með uppfærðum reglum okkar um samkvæmi og viðburði er sett 16 manna hámark í gistingu og á samkomum vegna bókana frá og með 20. ágúst

  • Þú getur fengið aðstoð frá Airbnb ef þú telur gest vera að skipuleggja samkvæmishald

  Airbnb
  1. júl. 2020
  Kom þetta að gagni?