Notkun umsagna til að bæta gestaumsjón

Umsagnir geta hjálpað þér að átta þig á því hvað virkar og hvað ekki.
Airbnb skrifaði þann 4. maí 2021
3 mín. lestur
Síðast uppfært 8. mar. 2023

Góðar umsagnir eru mælikvarði á það sem gestir eru hrifnir af við eignina. Þó að það sé ekki gaman að fá neikvæða umsögn getur þú nýtt þér hana til að bæta þig sem gestgjafi. Þú getur nýtt þér umsagnir allt frá byrjun til að bæta gestaumsjónina hjá þér.

Mikilvægi umsagna

„Það er mikilvægt að taka athugasemdir til greina,“ segir Juliette, meðlimur ráðgjafaráðs gestgjafa í Naíróbí, Kenía. „Þetta er lifandi rekstur og það verða óvæntar uppákomur. Því skiptir máli að fylgjast með skráningunni þegar þú getur vegna þess að umsagnirnar hafa ýmslegt að segja.“

Umsagnir skapa traust innan samfélagsins og bæta reksturinn. Svona lærir þú af umsögnunum:

  • Lestu hverja umsögn ásamt einkaathugasemdum sem gestir gætu skrifað þér.

  • Nýttu þér jákvæðar umsagnir til að bæta skráningarsíðuna þína. Ef gestur hrósar til dæmis vel útbúnu eldhúsi hjá þér skaltu sýna það á ljósmynd. Þú getur meira að segja vitnað í umsögnina í myndatextanum.

  • Nýttu þér neikvæðar umsagnir, einkaathugasemdir eða skilaboð sem innblástur að því hvernig þú getur bætt þægindin sem þú býður upp á eða skráningarlýsinguna. Með því birta opinbert svar sýnir þú einnig að þú takir vel í athugasemdir.

Umsagnir nýttar til að lofa litlu og fara svo fram úr væntingum

Árangursríkir gestgjafar forðast stóryrði í skráningarlýsingum sínum og leggja meira á sig í verki til að bjóða framúrskarandi gestrisni. „Ég reyni alltaf að lofa sem minnstu og fara svo fram úr væntingum þannig að gestir horfi fram hjá smávægilegum vandamálum,“ segir Max, ofurgestgjafi í Bongaree, Ástralíu.

Hér er dæmi um að nýta umsagnir á þennan hátt:

  • Ef gestur minnist á skarkala frá götu í umsögn sinni getur þú uppfært skráningarlýsinguna þína til að taka fram að einhver hávaði kunni að berast frá götunni (að lofa litlu).
  • Þegar gestir innrita sig býður þú svo upp á eyrnatappa eða hávaðavél fyrir umhverfishljóð og suð (að fara fram úr væntingum).

Ef þú nefnir möguleg vandamál að fyrra bragði eru meiri líkur á að þú vekir áhuga réttu gestanna fyrir eignina þína og komist hjá neikvæðri umsögn.

Gestir hvattir til að gefa uppbyggilegar athugasemdir

„Fólk hefur skrifað okkur og sagt að upplifun þeirra hefði verið frábær en svona væri hægt að gera hana enn betri og þægilegri,“ segir Keshav, meðlimur ráðgjafaráðs gestgjafa í Nýju-Deli, Indlandi. „Við höfum svo sannarlega tekið mið af þessum athugasemdum. Ég læri mest af því að tala við raunverulega gesti.“

Vertu í sambandi við gesti eftir innritun til að láta vita að þú sért til taks ef eitthvað kemur upp á eða spurningar vakna. Hér eru nokkrar ábendingar:

  • Notaðu tímasett skilaboð til að eiga samskipti við gesti á mikilvægum stundum, eins og við bókun, innritun og útritun.

  • Eftir fyrstu nóttina skaltu spyrja gestina hvernig dvölin gangi og hvort það sé eitthvað sem þú getur gert til að hjálpa. Þegar um lengri dvöl er að ræða skaltu vera í sambandi einu sinni í viku eða svo.

  • Ef gestir láta þig vita af einhverju sem kemur upp skaltu fara strax í málið. Flestir gestir hafa skilning fyrir því að vandamál geta komið upp, svo lengi sem þú tekur hratt á þeim.

Umsagnir notaðar til að verða betri gestgjafi

„Ég gef mér alltaf tíma til að svara öllum umsögnum, hvort sem þær eru góðar eða slæmar,“ segir Omar, ofurgestgjafi í Mexíkóborg. „Væntanlegir gestir þínir koma til með að lesa þær.“

Omar bætir við að athugasemd varðandi hitastigið á vatninu hafi orðið til þess að hann lagaði málið. Gesturinn snéri aftur átta mánuðum síðar. „Maður ætti ávallt að taka uppbyggilegar umsagnir til greina,“ segir hann.

Með því að lesa umsagnirnar af gaumgæfni getur þú orðið betri gestgjafi. „Það getur komið fyrir að maður fái neikvæða umsögn en það er enginn heimsendir,“ segir Alessandro, gestgjafi í Lombardíu á Ítalíu. „Reyndu að átta þig á ástæðunni fyrir þessari neikvæðu umsögn og bættu úr hlutunum ef nauðsynlegt er.“

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
4. maí 2021
Kom þetta að gagni?