Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar • Gestgjafi

Bættu svarhlutfall þitt og svartíma

Svarhlutfall þitt og svartími eru mælikvarðar á það hversu fljótt og reglulega þú svarar fyrirspurnum og bókunarbeiðnum.

Svarhlutfallið er mikilvægast en það hefur áhrif á stöðu þína sem ofurgestgjafa og stöðu þína í leit. Svartíminn gefur gestum hugmynd um hve fljótt þeim verður svarað en það hefur minni áhrif á stöðu þína sem gestgjafa.

Hvernig svarhlutfallið er reiknað út

Svarhlutfall þitt er hlutfall nýrra fyrirspurna og bókunarbeiðna sem þú svaraðir (með því að samþykkja/forsamþykkja eða hafna) innan sólarhrings undanfarna 30 daga. Ef þú hefur haft færri en 10 skilaboðaþræði undanfarna 30 daga miðast svarhlutfallið við 10 nýjustu þræðina undanfarna 90 daga.

Ef gestur sendir þér fyrirspurn, spurningu eða önnur skilaboð en bókunarbeiðni, með hnappinum „senda gestgjafa skilaboð“, þarft þú að svara fyrirspurninni innan sólarhrings til að viðhalda svarhlutfallinu. Ef gesturinn sendir þér bókunarbeiðni þarftu að samþykkja hana eða hafna henni innan sólarhrings til að viðhalda svarhlutfallinu.

Svarhlutfallið til að ákvarða stöðu ofurgestgjafa er reiknað með öðrum hætti og byggist á svörum þínum undanfarna 365 daga.

Hvernig svartíminn er reiknaður út

Svartími þinn er meðaltíminn sem það tók þig að svara öllum nýjum skilaboðum undanfarna 30 daga.

Hvar þú getur nálgast svarhlutfall þitt og -tíma

Þú getur nálgast bæði svarhlutfall þitt og -tíma neðst á hverri skráningarsíðu. Þú getur einnig nálgast þessar upplýsingar í aðganginum þínum undir:

Bættu svarhlutfall þitt og svartíma

Til að bæta svarhlutfall og svartíma skaltu gera eftirfarandi eins fljótt og hægt er innan sólarhrings frá því að fyrirspurn eða bókunarbeiðni berst:

  • Samþykktu eða hafnaðu bókunarbeiðnum
  • Forsamþykktu eða hafnaðu bókunarfyrirspurnum
  • Sendu sértilboð í kjölfar bókunarfyrirspurnar
  • Svaraðu nýjum fyrirspurnum frá gestum

Ef þú svarar að meira en 24 klukkustundum liðnum telst það sem síðbúið svar og mun lækka svarhlutfall þitt og lengja svartíma.

Einungis fyrstu skilaboðin milli gestgjafa og gesta hafa áhrif á svarhlutfallið og svartímann. Þú þarft ekki að senda síðustu skilaboðin í samtali til að viðhalda svarhlutfallinu þínu.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

  • Leiðbeiningar • Gestgjafi

    Fylgstu með stöðu þinni sem ofurgestgjafa

    Viltu sjá hvernig þér gengur að uppfylla hvert skilyrði til að vera ofurgestgjafi? Opnaðu stjórnborð gestgjafa.
  • Leiðbeiningar • Gestgjafi

    Dragðu forsamþykki gests til baka

    Svo framar sem gesturinn hafi ekki enn gengið frá bókun eru engar afleiðingar við því að draga forsamþykki til baka.
  • Leiðbeiningar • Gestgjafi

    Hafna ferðabeiðni

    Þú getur alltaf hafnað fyrirspurnum eða beiðnum sem þú getur ekki sinnt en þú ættir að gera það innan sólarhrings.
Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning