Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Við kynnum verkfæri gestgjafa vegna athugasemda frá ykkur

  Við kynnum verkfæri gestgjafa vegna athugasemda frá ykkur

  Nýi tækifærisflipinn veitir upplýsingar um það sem gestir vilja núna og hvernig má aðlagast því.
  Höf: Airbnb, 21. júl. 2020
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 21. júl. 2020

  Aðalatriði

  • Nýi tækifærisflipinn hefur nýjustu ferðaupplýsingarnar og gagnlegar ábendingar til að aðlagast því sem gestir vilja

  • Þið getið með greiðum hætti fengið aðgang að viðeigandi upplýsingum til að fylgjast með ferða- og bókunarþróun á staðnum

  • Kynntu þér að hverju gestir leita þar sem þú ert og gríptu til aðgerða til að halda samkeppnishæfni með einungis nokkrum smellum

  Á undanförnum mánuðum höfum við eytt miklum tíma í að hlusta á og læra af gestgjöfum okkar og reyna að skilja það sem þið þarfnist frá okkur til að komast í gegnum þessa alþjóðlegu kreppu. Í mörgum þessara samtala komu sömu tvö umtalsefni sífellt upp: Gagnsæi og stjórn.

  Við höfum heyrt ykkur segja að þið viljið upplýsingar um ferðaþróun og áhersluatriði gesta ásamt ábendingum um það hvernig þið getið aðlagað ykkur. Þið hafið samt ekki áhuga á tillögum án nokkurs samhengis. Þið viljið taka á móti gestum á eigin forsendum með þeim upplýsingum og þeirri innsýn sem þarf til að ná árangri.

  Við erum að bæta við nýjum og þægilegum verkfærum til að auðvelda gestgjöfum eins og ykkur að gera einmitt þetta. Þar á meðal:

  • Nýi tækifærisflipinn gefur einstaka bókunarinnsýn um svæði þitt og gagnlegar ábendingar sem nota má til að aðlagast hratt því sem gestir vilja
  • Innsýn með tölvupósti með meiri upplýsingum um samkeppnishæfni ásamt bókunar- og verðþróun sem þú færð reglulega í innhólfið
  • Úrræðamiðstöðin sem er alþjóðlegur verkvangur okkar sem kynntur var fyrr á árinu með greinum og myndskeiðum með bestu ábendingunum, innsýn, leiðbeiningum og fréttum fyrir gestgjafa

  Þú getur lesið meira um úrræðamiðstöðina hér sem inniheldur núna einnig frábært efni um gistifrumkvöðla. Við munum birta frekari upplýsingar um innsýn með tölvupósti í nýjum pósti á komandi vikum. Í dag langar okkur að deila upplýsingum um nýja tækifærisflipann sem gestgjafar geta notað í tölvu og í Airbnb appinu í þessari viku.

  Tækifærisflipinn útskýrður

  Nýi flipinn sýnir ráðleggingar sem miðast við það sem við vitum að gestir leita að á Airbnb. Við höfum auðveldað ykkur að gera allar viðeigandi breytingar á eign ykkar á sama stað. Þar eru einnig fylgja ferða- og bókunarupplýsingar frá ykkar svæði.

  Tækifæri verða uppfærð eftir því sem ferðaþróun og áhersluatriði gesta breytast þar sem þið eruð. Þið fáið því ávallt nýjustu upplýsingarnar sem gagnast við umsjón gesta. Hlutirnir breytast hratt og ábendingar okkar gera það líka. Þið getið því uppfært verkefnalista ykkar eftir því hverju gestir sækjast eftir núna.

  Hvers konar tillögur get ég fengið í tækifærum?
  Við munum sérsníða tillögur fyrir þig. Þær gætu innihaldið ábendingar um hvernig má leyfa lengri dvöl, bjóða viku- eða mánaðarafslátt eða uppfæra þægindi þín þannig að þau feli í sér það sem gestir leita að þar sem þú ert, eins og hentuga vinnuaðstöðu fyrir fartölvu og fjölskylduvæn rými. Þú getur kynnt þér þessar ábendingar og ákveðið hvernig best er að nota þær í gistirekstri þínum.

  Hvernig opna ég tækifærisflipann?
  Hlekk í „tækifæri“ er að finna í hlutanum „frammistaða“ í stjórnborðinu fyrir gjaldgenga gestgjafa á völdum svæðum. Gestgjafar sem nota verkfæri fyrir faggestgjafa geta fundið „tækifæri“ í appinu í næsta mánuði. Verið er að bæta rólega í hóp þeirra sem sjá tækisfærisflipann svo að hann er mögulega ekki í boði þar sem þú ert. Gestgjafar með aðgang geta einnig smellt hér.

  Er tækifærisflipinn í boði þar sem ég er?
  Tækifæri standa ekki til boða í öllum löndum og á öllum landsvæðum eins og er. En við aukum aðgengið stöðugt. Skoðaðu því aftur frammistöðuhlutann í stjórnborðinu til að fá fréttir.

  Geta allir gestgjafar opnað tækifærisflipann?
  Við búumst við að allir gestgjafar fái aðgang fljótlega. Gestgjafar sem tengjast hugbúnaði geta opnað „tækifæri“ í aðgangi sínum að Airbnb til að uppfæra skráningar sínar en þessar breytingar koma ekki fram í hugbúnaði þriðja aðila.

  Er tækifærisflipinn fáanlegur fyrir hótel?
  Hótel sem tengjast Airbnb með hugbúnaði þriðja aðila hafa enn ekki aðgang að „tækifærum“ en við erum að vinna að því að veita þeim aðgang í framtíðinni.

  Þegar ferðalög aukast aftur munu aðstæður halda áfram að breytast hratt. Við munum því reglulega uppfæra ábendingar fyrir gestgjafa um gestaumsjón svo að þið getið fylgst með nýjustu þróun. Við erum mjög spennt yfir því að heyra hvernig þið nýtið ykkur nýju „tækifærin“.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Nýi tækifærisflipinn hefur nýjustu ferðaupplýsingarnar og gagnlegar ábendingar til að aðlagast því sem gestir vilja

  • Þið getið með greiðum hætti fengið aðgang að viðeigandi upplýsingum til að fylgjast með ferða- og bókunarþróun á staðnum

  • Kynntu þér að hverju gestir leita þar sem þú ert og gríptu til aðgerða til að halda samkeppnishæfni með einungis nokkrum smellum

  Airbnb
  21. júl. 2020
  Kom þetta að gagni?