Hvernig þú getur búið eignina þína og gesti undir skógarelda

Tryggðu að þú og gestir þínir vitið hvað skal gera í neyðartilfellum.
Airbnb skrifaði þann 5. ágú. 2022
3 mín. lestur
Síðast uppfært 5. ágú. 2022

Aðalatriði

  • Við eigum í samstarfi við Alþjóðasamband slökkviliðsstjóra (e. International Association of Fire Chiefs) hvað varðar öryggismál tengd skógareldum.

  • Prófaðu ábendingar þeirra til að draga úr hættu á skógareldum á lóð þinni

  • Eigðu skýr samskipti við gesti til að undirbúa þá undir skógarelda

Mannskæðir, árstíðabundnir skógareldar hafa nú áhrif á líf gestgjafa og gesta um allan heim. Nú er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að koma sér upp aðgerðaáætlun í tilfelli skógarelda til að vernda þig, gesti þína og eign.

Við hjá Airbnb tökum öryggi þitt og gesta þinna mjög alvarlega. Við kynntum nýlega bandalag okkar um traust og öryggisráðgjöf og sem hluti af því framtaki höfum við stofnað til samstarfs með Alþjóðasambandi slökkviliðsstjóra (IAFC) til að deila úrræðum um öryggismál í tengslum við skógarelda svo að gestgjafar geti gætt öryggi eigna sinna og veitt gestum mikilvægar upplýsingar sem gætu komið að gagni í neyðartilfellum.

Það sem þú getur gert til að draga úr hættu á skógareldum

Þú getur alltaf gert áætlun fram í tímann um hvernig skal bregast við í tilfelli skógarelda í nærumhverfi þínu. Framtaksverkefni IAFC, Ready, Set, Go!, felur í sér frábær úrræði og öryggisábendingar varðandi skógarelda. Þó að verkefnið sé upprunnið í Bandaríkjunum getur hver sem er í heiminum nýtt sér ábendingarnar.

Hér eru nokkrar af tillögum IAFC:

  • Fjarlægðu ofvaxinn gróður innan níu metra (30 feta) fjarlægð frá húsi þínu, bílskúr og öðrum byggingum á lóðinni til að skapa varnargarð.
  • Notaðu harða fleti eins og steypu, grjót eða gólfhellur í eins og hálfs metra (fimm feta) fjarlægð frá húsgrunninum.
  • Við gróðursetningu í kringum húsið skaltu velja eldþolinn gróður sem er lágvaxinn og jurtkenndur.
  • Klipptu greinar sem vaxa nálægt jörðu þannig að fjarlægð milli grass, runna og hærri trjáa sé að minnsta kosti tveir metrar (sex fet).

Þú getur skráð þig í tilkynningaþjónustu almannavarna á svæðinu þar sem eignin er til staðar til að fá upplýsingar meðan á gestaumsjón stendur. Vanalega er hægt að skrá sig á vefsíðu bæjar-, borgar- eða ríkisyfirvalda. Þannig getur þú fengið upplýsingar um stöðu mála, jafnvel þótt þú sért ekki nálægt á meðan þú ert með gesti.

Hvernig fræða má gesti um öryggi í tengslum við skógarelda

Sumir gestir gætu verið að ferðast frá svæðum sem hafa ekki orðið fyrir áhrifum skógarelda og því ekki verið meðvitaðir um hættuna. Hvað sem því líður getur þú hjálpað gestum að undirbúa sig.

Prófaðu að fylgja þessum ábendingum frá Ready, Set, Go!:

  • Bættu grunnupplýsingum um hættu vegna skógarelda á þínu svæði við húsreglurnar þínar svo að gestum sé ljóst áður en þeir bóka að skógareldar geti átt sér stað.
  • Vertu með lista yfir neyðartengiliði á svæðinu á áberandi stað eins og ísskápi eða sófaborði.
  • Gefðu upp almennt heiti á hverfinu eða svæðinu (til dæmis Mulwood-samfélagið í Calabasas, Kaliforníu). Þú getur bætt þessu við húsreglur þínar og einnig sett það á listann yfir neyðarupplýsingar.
  • Láttu gesti hafa kort af svæðinu þar sem heimilisfang eignar þinnar kemur greinilega fram ásamt nálægum götuheitum, ýmsum rýmingarleiðum og öruggum stöðum þar sem gestir geta haldið fyrir.
  • Hvettu gesti til að skrá sig í tilkynningaþjónustu almannavarna á staðnum og fylgjast með eldsvoðum á svæðinu, jafnvel þótt þeir séu ekki nálægt eigninni sjálfri.
  • Láttu gesti þína vita að þeir þurfi ekki að bíða eftir rýmingarfyrirmælum til þess að fara í burtu, sérstaklega ef þeir eru ekki kunnugir svæðinu þar sem þeir gætu þurft á lengri tíma að halda til að rata.

Þú getur haft samband við slökkvistöðina á staðnum fyrir frekari upplýsingar um hvernig má búa sig undir skógarelda. Ef þú ert í Bandaríkjunum getur þú líka skoðað Ready, Set, Go! til að öðlast betri skilning á skógareldum og gera aðgerðaáætlun.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Aðalatriði

  • Við eigum í samstarfi við Alþjóðasamband slökkviliðsstjóra (e. International Association of Fire Chiefs) hvað varðar öryggismál tengd skógareldum.

  • Prófaðu ábendingar þeirra til að draga úr hættu á skógareldum á lóð þinni

  • Eigðu skýr samskipti við gesti til að undirbúa þá undir skógarelda

Airbnb
5. ágú. 2022
Kom þetta að gagni?