Láttu skráninguna bera af með frábærum myndum. Hágæðamyndir auka líkurnar á að gestir velji eignina þína.
Myndleiðangur er meira en bara samansafn mynda; hann er leið til að sýna hvert herbergi og sérkenni þess. Gervigreindarvélin tengir myndir við tiltekin herbergi og gefur þér tækifæri til að leggja áherslu á þægindi eða sýna aðgengiseiginleika.
Viltu frekar bæta við myndum handvirkt? Ekkert mál. Opnaðu umsjónartól skráningarsíðunnar og undir eignin þín skaltu smella eða pikka á myndir. Smelltu síðan eða pikkaðu á breyta til að gera breytingar.
Þú getur einnig kynnt þér ábendingar okkar um að taka frábærar myndir eða mögulega fengið atvinnuljósmyndara í verkið.
Þegar þú hefur útbúið myndleiðangurinn getur þú sérsniðið hann með því að bæta myndum við, færa þær til eða fjarlægja þær og herbergi úr skráningunni. Gervigreindarvélin okkar raðar nýjum myndum sjálfkrafa eftir herbergi.
Þú getur endurraðað fyrstu fimm myndunum á forsíðu myndleiðangursins. Smelltu einfaldlega eða pikkaðu á allar myndir og dragðu myndirnar í þá röð sem þú vilt að þær birtist í. Breytingarnar verða sjálfkrafa vistaðar.
Fyrstu fimm myndirnar skipta mestu máli þar sem þær birtast með áberandi hætti á skráningarsíðunni. Gættu þess að fyrsta myndin sé frábær. Það er stóra myndin sem birtist í leitarniðurstöðum.
Allt að hálftími gæti liðið áður en breytingarnar koma fram. Prófaðu að nota Google Chrome eða Mozilla Firefox fyrir hraðara upphal.