Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar • Gestgjafi

Að bæta við eða breyta myndum

Láttu skráninguna bera af með frábærum myndum. Hágæðamyndir auka líkurnar á að gestir velji eignina þína.

Myndleiðangurinn gerir gestum auðveldara að skoða eignina

Myndleiðangur er meira en bara samansafn mynda; hann er leið til að sýna hvert herbergi og sérkenni þess. Gervigreindarvélin tengir myndir við tiltekin herbergi og gefur þér tækifæri til að leggja áherslu á þægindi eða sýna aðgengiseiginleika

Viltu frekar bæta við myndum handvirkt? Ekkert mál. Opnaðu umsjónartól skráningarsíðunnar og undir eignin þín skaltu smella eða pikka á myndir. Smelltu síðan eða pikkaðu á breyta til að gera breytingar.

Þú getur einnig kynnt þér ábendingar okkar um að taka frábærar myndir eða mögulega fengið atvinnuljósmyndara í verkið.

Svona ganga myndleiðangrar fyrir sig

Þegar þú hefur útbúið myndleiðangurinn getur þú sérsniðið hann með því að bæta myndum við, færa þær til eða fjarlægja þær og herbergi úr skráningunni. Gervigreindarvélin okkar raðar nýjum myndum sjálfkrafa eftir herbergi.

Ábendingar fyrir heildstæðan myndleiðangur

  • Gættu þess að hafa að minnsta kosti eina ljósmynd fyrir hvert herbergi eða rými svo að það getið komið fram í myndleiðangrinum.
  • Ef myndir eru ekki til staðar fyrir tiltekið herbergi getur þú annaðhvort bætt þeim við eða fjarlægt herbergið tímabundið úr myndleiðangrinum (þú getur alltaf bætt því við síðar).
  • Bættu upplýsingum eins og svefnfyrirkomulagi, þægindum eða aðgengiseiginleikum við hvert herbergi til að gefa gestum skýrari mynd af eigninni.
  • Upplausnin skiptir máli. Gættu þess að myndirnar séu að minnsta kosti 1024 x 683 punktar. Ef þú ert í vafa hafðu þá í huga að stærri mynd er alltaf betri.

Svona bætir þú mynd við myndleiðangur skráningar

Svona bætir þú við mynd úr tölvu

  1. Smelltu á skráningar og veldu þá sem þú vilt breyta
  2. Smelltu á myndir í umsjónartóli skráningarsíðunnar
  3. Smelltu á útbúa myndleiðangur
  4. Smelltu á skoða myndleiðangurinn til að fara yfir hvernig myndunum hefur verið raðað
  5. Smelltu á + til að bæta við nýrri mynd og tengdu hana síðan við herbergi/rými

Endurraðaðu myndum á forsíðunni

Þú getur endurraðað fyrstu fimm myndunum á forsíðu myndleiðangursins. Smelltu einfaldlega eða pikkaðu á allar myndir og dragðu myndirnar í þá röð sem þú vilt að þær birtist í. Breytingarnar verða sjálfkrafa vistaðar.

Fyrstu fimm myndirnar skipta mestu máli þar sem þær birtast með áberandi hætti á skráningarsíðunni. Gættu þess að fyrsta myndin sé frábær. Það er stóra myndin sem birtist í leitarniðurstöðum.

Uppfærðu forsíðumynd skráningarsíðu þinnar

Svona uppfærir þú forsíðumyndina þína úr tölvu

  1. Smelltu á skráningar og veldu skráninguna sem þú vilt breyta
  2. Smelltu á myndleiðangur undir umsjónartóli skráningarsíðunnar
  3. Smelltu á allar myndir
  4. Veldu tiltekna mynd og smelltu á nota sem forsíðumynd
  5. Til að bæta við valfrjálsum myndatexta smellir þú á bæta lýsingu við þetta herbergi eða rými
  6. Smelltu á vista

Allt að hálftími gæti liðið áður en breytingarnar koma fram. Prófaðu að nota Google Chrome eða Mozilla Firefox fyrir hraðara upphal.

Svona eyðir þú mynd af skráningarsíðu þinni

Svona eyðir þú mynd úr tölvu

  1. Smelltu á skráningar og veldu skráninguna sem þú vilt breyta
  2. Smelltu á myndleiðangur undir umsjónartóli skráningarsíðunnar
  3. Smelltu á allar myndir
  4. Smelltu á umsjón með myndum
  5. Veldu myndina eða myndirnar sem þú vilt eyða og smelltu á ruslakörfutáknið
  6. Smelltu á eyða til að staðfesta
Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning