Afbókunarskilmálar

Airbnb heimilar gestgjöfum að velja milli þriggja staðlaðra afbókunarregla (sveigjanlegrar, hóflegrar og strangrar) sem við munum framfylgja til að vernda bæði gesti og gestgjafa. Ofurströngu afbókunarreglurnar gilda aðeins við ákveðnar aðstæður og ekki er hægt að óska eftir því að nota þær. Langtímaafbókunarreglan gildir um allar bókanir sem vara 28 nætur eða lengur. Afbókunarreglan kemur greinilega fram á síðunni okkar við allar skráningar og bókanir. Gestir geta afbókað og séð viðurlögin með því að skoða ferðaáætlunina sína og smella svo á „Hætta við“ hjá viðeigandi bókun. Gestgjafi getur séð hve oft gestur hefur afbókað undanfarna 12 mánuði þegar gesturinn sendir bókunarbeiðni.

Sveigjanleg: Full endurgreiðsla innan afmarkaðs tímabils

  • Ræstingagjöld eru alltaf endurgreidd þegar afbókað er fyrir innritun.
  • Þjónustugjald Airbnb fæst endurgreitt allt að þrisvar sinnum á ári ef afbókun er innan 48 klst. frá bókun. Ef gestur hættir auk þess við bókun sem nær yfir sömu daga og einhver hluti gildrar bókunar munum við ekki endurgreiða þjónustugjald Airbnb ef hann fellur frá bókuninni.
  • Gistikostnaður (samtals fjárhæð sem er innheimt fyrir allar gistinætur) fæst endurgreiddur við tilteknar aðstæður eins og greint er frá hér að neðan.
  • Ef annar hvor aðilinn hefur kvörtun þarf að tilkynna Airbnb um hana innan við sólarhring frá innritun.
  • Airbnb mun miðla málum ef nauðsynlegt þykir og hefur lokaorð í öllum ágreiningi.
  • Bókun er formlega felld niður þegar gestur ýtir á afbókunarhnappinn á staðfestingarsíðu fyrir afbókun sem gestir eru með í Stjórnborðið > Þínar ferðir > Breyta eða afbóka
  • Afbókunarreglu kann að vera vikið til hliðar vegna reglna um endurgreiðslu til gesta, gildra málsbóta eða afbókana sem Airbnb gengur frá af öðrum ástæðum sem eru heimilar samkvæmt þjónustuskilmálum. Vinsamlegast kynnið ykkur þessar undaþágur.
1 degi fyrir
fim, 13. des 2018
15:00
Dæmi

Til þess að fá gistikostnað endurgreiddan að fullu þarf að afbóka sólarhring fyrir innritunartíma á staðnum (eða klukkan 15:00 á staðartíma ef annað er ekki tekið fram). Ef innritun er til dæmis á föstudegi þarf að vera búið að afbóka á fimmtudegi í sömu viku.

Innritun
fös, 14. des 2018
15:00

Afbóki gestur minna en 24 klukkustundum fyrir áætlaða innritun er fyrsta nóttin ekki endurgreidd.

Útritun
mán, 17. des 2018
11:00

Gestur fær endurgreitt að fullu fyrir ónotaðar nætur sem eru meira en sólarhring eftir formlega afbókun ef hann innritar sig og ákveður að ljúka bókun snemma.