Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Viðurlög gestgjafa vegna afbókana

  Afbókanir trufla áætlanir gesta og geta dregið úr trausti á samfélaginu okkar. Því ættir þú sem gestgjafi að gera þitt besta til að fella ekki niður neinar staðfestar bókanir. Ef eitthvað hefur komið upp á og þú getur einhverra hluta vegna ekki staðið við bókun er það á þína ábyrgð (og ekki gestsins) að fella hana niður eins fljótt og auðið er svo að gestir geti gert aðrar ráðstafanir.

  Í vissum afmörkuðum tilvikum hefur það engar neikvæðar afleiðingar í för með sér að fella niður bókun.

  Afbókunargjald

  Ef þú fellir niður staðfesta bókun verður gjald dregið af fyrstu útborgun til þín eftir afbókunina. Upphæð gjaldsins ræðst af því hvenær þú samþykktir bókunina og hve löngu fyrir innritun þú afbókar:

  • Meira en 7 dögum fyrir innritun drögum við USD 50 af næstu útborgun til þín
  • Minna en 7 dögum fyrir innritun drögum við USD 100 af næstu útborgun til þín

  Frátekið/lokað dagatal

  Ef þú fellir niður staðfesta bókun gæti verið lokað fyrir dagatalið þitt. Þetta þýðir að þú getur ekki samþykkt aðra bókun sem skarast á við dagana sem voru afbókaðir.

  Opinber umsögn

  Ef þú afbókar daginn fyrir innritun verður sjálfvirk umsögn birt á skráningarlýsingunni þinni þar sem fram kemur að þú hafir hætt við eina af bókunum þínum. Ekki er hægt að fjarlægja þessar umsagnir en þú getur mögulega svarað opinberlega til að útskýra af hverju þú þurftir að afbóka.

  Ef þú afbókar á innritunardegi eða síðar er gestum frjálst að birta umsögn við skráningarlýsinguna þína.

  Frysting og afvirkjun aðgangs

  Ef þú afbókar 3 sinnum eða oftar á innan við ári gætum við fryst skráninguna þína eða afvirkjað hana.

  Staða ofurgestgjafa

  Ekki eiga á hættu að missa ofurgestgjafastöðu þína. Þú verður að fullnægja kröfum til ofurgestgjafa í hverju mati. Í þeim felst m.a. að gæta þess að afbókunarhlutfall fari ekki yfir 1%.

  Greinar um tengt efni