Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar

Óskaðu eftir eða sendu greiðslu í úrlausnarmiðstöðinni

Úrlausnarmiðstöðin auðveldar umsjón með beiðnum tengdum fjármálum varðandi gistingu eða upplifanir á Airbnb, hvort sem þær snúa að gestgjafa sem sendir gesti sínum endurgreiðslu að hluta til vegna þæginda sem vantaði eða gesti sem sendir gestgjafa sínum greiðslu til að bæta fyrir kaffibolla sem viðkomandi braut.

Óskaðu eftir greiðslu frá gestgjafa þínum eða gesti í gegnum úrlausnarmiðstöðina

  1. Opnaðu úrlausnarmiðstöðina og smelltu svo á óska eftir greiðslu
  2. Veldu tiltekna bókun og smelltu á velja
  3. Undir um hvað snýst beiðnin? velur þú ástæðuna sem á best við
  4. Tilgreindu umbeðna fjárhæð
  5. Settu inn valfrjáls viðhengi og bættu við athugasemd
  6. Smelltu á næsta og svo á óska eftir

Sendu gestgjafa þínum eða gesti greiðslu í gegnum úrlausnarmiðstöðina

  1. Opnaðu úrlausnarmiðstöðina og smelltu svo á senda greiðslu
  2. Veldu tiltekna bókun og smelltu á velja
  3. Undir fyrir hvað er þessi greiðsla? velur þú ástæðuna sem á best við
  4. Tilgreindu fjárhæð greiðslunnar og bættu við athugasemd
  5. Smelltu á næsta
  6. Veldu greiðslumáta og smelltu á staðfesta og greiða

Ef meira en 60 dagar eru liðnir frá útritun

Þú getur ekki lagt fram nýja beiðni í úrlausnarmiðstöðinni ef meira en 60 dagar eru liðnir frá útritunardegi.

Þú getur brugðist við fyrirliggjandi beiðni í úrlausnarmiðstöðinni þótt meira en 60 dagar séu liðnir frá útritun, eins og t.d. greitt alla umbeðna upphæð, greitt aðra upphæð eða hafnað beiðni, að því tilskildu að beiðnin hafi verið lögð fram innan 60 daga frá útritun.

Sé bókunin ekki enn hafin

Gestgjafar geta nýtt sér úrlausnarmiðstöðina til að senda fjárhæð til gesta áður en innritun fer fram, svo lengi sem um endurgreiðslu að hluta til sé að ræða. Gestir geta sent gestgjafa fjárhæð áður en innritun fer fram en ekki óskað eftir fjárhæð fyrr en bókunin hefst.

Ef gestur afbókar áður en innritun fer fram og gestgjafinn hefur samþykkt að endurgreiða viðkomandi að fullu, getur annað hvor aðilinn stofnað beiðni:

  • Gesturinn getur óskað eftir fullri endurgreiðslu frá gestgjafanum í úrlausnarmiðstöðinni
  • Gestgjafinn getur haft samband við Airbnb og óskað eftir því að þjónustufulltrúar okkar endurgreiði gestinum að fullu

Sé innritun lokið

Bæði gestgjafar og gestir geta nýtt sér úrlausnarmiðstöðina til að óska eftir eða senda greiðslu hvor til annars ef innritun hefur þegar farið fram.

Ef gestur fellir niður bókun sína að innritun lokinni getur gestgjafinn sent gestinum fulla endurgreiðslu í gegnum úrlausnarmiðstöðina.

Ef bókunin er fyrir hótelgistingu

Ekki er víst að úrlausnarmiðstöðin standi til boða fyrir alla hótelgistingu. Í þeim tilfellum þurfa gestir hótelgistingarinnar og viðkomandi gestgjafi að leysa úr öllum fjármálatengdum beiðnum sín á milli.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning