Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Reglur

Leiðbeiningar um vörumerki

Airbnb tekur ábyrgðarhlutverki sínu gagnvart samfélaginu alvarlega, þar með töldum gestgjöfum, gestum, samstarfsaðilum og öðrum sem nota eða komast í kynni við verkvang okkar og þjónustu. Hluti af því að þjóna samfélagi okkar felur í sér að vernda vörumerki okkar. Við viljum ekki að samfélagsmeðlimir okkar eða aðrir séu í vafa um hvort eitthvað sé samþykkt af okkur, undir okkar stjórn eða umsjón eða hafi heimild okkar. Þessar leiðbeiningar eru hannaðar í því skyni að vernda vörumerki okkar og einnig til að hjálpa þér að miðla upplýsingum um Airbnb á ábyrgan hátt.

Þessar leiðbeiningar eru hluti af þjónustuskilmálum okkar. Með því að nota þjónustu Airbnb samþykkir þú þessar leiðbeiningar, þjónustuskilmála okkar og aðrar reglur.

1. Vörumerki Airbnb

Meðal vörumerkja Airbnb eru heiti Airbnb, kennimerki Airbnb, Bélo kennimerkið, merki ofurgestgjafa og merki Aircover ásamt öllum orðum, slagorðum, táknum, kennimerkjum, grafík, hönnun og öðrum vísunum sem auðkenna Airbnb, dótturfyrirtæki þess, þjónustu eða vörur. Við höfum lagt mikið upp úr því að allt sem við veitum þér sé í hæsta gæðaflokki og vörumerkið okkar endurspeglar þá viðleitni. Þess vegna leggjum við mikið upp úr því að vernda vörumerkin okkar með því að skrá þau og útlit vöru í Bandaríkjunum og um allan heim.

Þú mátt EKKI nota kennimerki Airbnb, kennimerki Bélo eða önnur vörumerki, kennimerki eða tákn Airbnb nema þú hafir formlegt og skriflegt leyfi frá viðeigandi viðskipta- eða lögfræðideildum Airbnb, Inc. Eina undantekningin er notkun orðsins „Airbnb“ innan tiltekinna marka eins og kemur fram í 2. hluta hér að neðan.

Komdu í veg fyrir rugling á vörumerkjum Airbnb

Þú mátt

 • Nota nafn, kennimerki og vörumerki, þar á meðal lit og leturgerð (eða letursnið) sem eru frábrugðin vörumerkjum Airbnb og vörumerkjaþáttum þess.

Þú mátt EKKI

 • Nota Bélo kennimerkið á neinu sniði, hvort sem það er aðskilið eða í samsetningu með firmaheiti, vörumerki, heiti aðgangs að samfélagsmiðlum eða almennu heiti.
 • Nota „Airbnb“, „Air“, „bnb“, „b&b“ eða svipuð hugtök í heiti vefsíðunnar, firmaheiti, vöruheiti, vörumerki, skráningum lénsins, umsjón með samfélagsmiðlum, vörumerkjaeign o.s.frv.
 • Sýna einkennandi Rausch lit Airbnb með áberandi hætti í efni þínu, þar á meðal í vörumerkjum þínum, kennimerkjum, hönnun eða öðrum vörumerkjaþáttum.
 • Ekki nota „Airbnb“ sem staðgengil fyrir „skammtímaleigu“ eða svipuð hugtök.

Dæmi

Húrra!

Nei…

Eyjabústaður Palla

Airbnbifhjól

Íbúðaræstiþjónusta Ljóma

Sólarbnb eða Bnb Sól

Eyjarvin Önnu

BNB kennari

rentmyskihaus.com

Reiðhjólabandb eða Reiðhjólab&b

Reiðhjóla- og gistieignir

nicebnb.com

STR Management Co

airstórhýsi

2. Notkun nafnsins okkar, „Airbnb“

Þú getur rætt um Airbnb (fyrirtækið) eða notað „Airbnb“ til að lýsa því sem þú ert í raun að bjóða. Haltu þig ávallt við eftirfarandi leiðbeiningar ef þetta á við um þig:

Haltu þig við staðreyndir, gættu að nákvæmni og notaðu lýsandi orð

Þú mátt

 • Minnast á „Airbnb“ að því tilskildu að samhengið sé í samræmi við staðreyndir og lýsi nákvæmlega tengslum þínum við fyrirtækið Airbnb og/eða vörur sem koma frá eða njóta heimildar Airbnb, svo sem „gestgjafi Airbnb“, „skráð eign á Airbnb“ eða „Airbnb appið“ o.s.frv.
 • Notaðu „Airbnb“ aðeins í meginmáli (ekki t.d. í titlum og fyrirsögnum) í sömu stærð, gerð, lit og stíl og í öðru meginmáli.

Þú mátt EKKI

 • Nota „Airbnb“ þannig að það gefi til kynna samstarf, kostun eða meðmæli. Það á einnig við hluta af firmaheiti þínu og/eða notkun vörumerkis (t.d. „eignaumsjón Airbnb“
 • Nota orðið „Airbnb“ oftar en nauðsynlegt er til að lýsa raunverulegu sambandi þínu við Airbnb. Ef orðalagið eða setningin hefur sömu merkingu án þess að nota orðið „Airbnb“, skaltu fjarlægja það.
 • Aldrei nota „Airbnb“ til að lýsa skammtímaleigu, tímabundinni gistiaðstöðu eða leigumiðlun almennt.

Notaðu orðið á réttan hátt

Þú mátt

 • Skrifa „Airbnb“ í einu orði með stóru A-i. Þú mátt ekki skrifa „AirBNB“, „AirBnB“ eða „AirBnb“ og aldrei í aðskildum orðum eins og „Air BNB“ eða „Air B&B“.

Þú mátt EKKI

 • Ekki breyta, bæta við eða taka frá orðinu „Airbnb“. Orð eins og „ABB“, „Airbnb-legt“ eða „Airbnb-ari“ eru óásættanleg.
 • Ekki nota „Airbnb“ sem sagnorð.
 • Þetta skiptir gríðarlega miklu máli og því ítrekum við að þú mátt aldrei nota „Airbnb“ til að lýsa skammtímaleigu, tímabundinni gistiaðstöðu eða leigumiðlun almennt.

Dæmi

Rétt: Lýsandi og í samræmi við staðreyndir

Rangt: Ruglandi og misvísandi

Við erum eignaumsýslufélag sem sérhæfir sig í skráningum á Airbnb

Við erum umsýslufélag Airbnb

Við bjóðum upp á faglega hreingerningaþjónustu fyrir eignir á Airbnb

Fagleg hreingerningarþjónusta á Airbnb

Ábendingar mínar um að gerast gestgjafi á Airbnb

Sérþjálfun fyrir Airbnb

Ég hlakka til að taka á móti gestum á Airbnb

Við Airbnb-um húsinu okkar

Ég sótti um starf hjá Airbnb

Við Airbnb-uðum þessu frábæra húsi

Samfélagsmiðlahópur fyrir gestgjafa á Airbnb

Airbnb hópur [borgar/lands] fyrir gestgjafa

Fyrir eignaumsýslufélög

Ef þú vilt auglýsa skammtímaútleigufyrirtæki þitt eiga ofangreindar leiðbeiningar einnig við um þig. Mundu einnig að vísa ekki til þín sem „Airbnb Management Company“ eða lýsa yfir „sérstöku sambandi“ við Airbnb sem myndi líklega rugla notendur í ríminu og fá þá til að halda að þú tengist Airbnb. Þú getur nefnt að þú hafir umsjón með eða þjónustir heimili sem eru skráð á Airbnb en Airbnb ætti ekki að vera í forgrunni á vefsíðu þinni eða öðru auglýsingaefni.

Ef þú ert með vefsíðu verður þú að birta áberandi fyrirvara á henni eins og eftir segir: „[Nafn fyrirtækis] er sjálfstæður þriðji aðili sem hefur hvorki sérstaka viðurkenningu eða tengingu við Airbnb, né tengist samstarfsaðilum þess.“ Ef þú ert með tekjureiknivél, samskiptaeyðublað eða önnur gögn frá notendum á vefsvæði þínu skaltu birta fyrirvarann þannig að hann sé vel sýnilegur fyrir neðan aðgerðahnappinn.

Fyrir samstarfsaðila

Samstarfsaðilar verða að hafa skriflegt leyfi til að nota vörumerki okkar. Ef þú hefur leyfi til að nota vörumerkin okkar þarft þú að fylgja nýjustu leiðbeiningunum um vörumerki frá tengilið þínum hjá Airbnb en viðkomandi getur einnig svarað spurningum varðandi þessar leiðbeiningar eða aðrar leiðbeiningar.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning