Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Lagalegir skilmálar
Gestur

Stuðningsþjónusta við gesti vegna COVID.

Stuðningsþjónusta við gesti vegna COVID („þjónustan“) var kynnt í janúar 2022. Henni var komið á fót til að veita aðstoð gestum með bókanir á gistingu sem hafa orðið fyrir truflun vegna þeirra nýlegu opinberru ferðatakmarkana vegna COVID-19 sem lýst er hér að neðan.

Airbnb er ánægja að fjármagna þjónustuna með 20 milljónum Bandaríkjadala sem við notum að eigin vild til að hjálpa gestum að takast á við þessar óvenjulegu áskoranir. Þjónustunni lýkur þegar öllu fjármagni þjónustunnar hefur verið úthlutað, eða 30. apríl 2022, hvort sem kemur á undan.

Aðstæður sem heyra undir reglur Airbnb um gildar málsbætur uppfylla ekki skilyrði þessarar þjónustu (þ.m.t. ef gestur er veikur af COVID-19).

Afbókanir sem eru gjaldgengar

Afbókanir verða að fullnægja öllum eftirfarandi skilyrðum:

  • Bókun á gistingu með innritun frá og með 1. desember 2021;
  • Afbókun gests a) 1. desember 2021 eða síðar, b) fyrir innritun og innan 45 daga frá innritun og c) á eða fyrir lokadag þjónustunnar og
  • Afbókað vegna gjaldgengra, opinberra ferðatakmarkana sem koma upp eftir bókun.

Tegundir opinberra takmarkana á ferðalögum sem falla undir þjónustuna

Þjónustan nær aðeins yfir eftirfarandi ferðatakmarkanir vegna COVID:

  • Lokun á landamærum, fyrirmæli um að halda kyrru fyrir á einum stað eða útgöngubann þar sem annað hvort af eftirfarandi er bannað:
    • Öll ónauðsynleg ferðalög á áfangastað gests eða
    • Öll ónauðsynleg ferðalög frá upprunastað gests;
  • Ný eða framlengd krafa um að allir ferðamenn frá upprunastað verði að vera í einangrun eða fara í sjálfseinangrun við komu á áfangastað.

Þetta á einnig við um aðstæður þar sem krafa um einangrun á áfangastað var til staðar þegar bókun var gerð en var útvíkkuð eða framlengd eftir bókun og fyrir innritunardag. Bókun gæti til dæmis verið gjaldgeng hafi verið gerð krafa um einangrun í 7 daga á áfangastað við bókun sem var síðar lengd í 14 daga.

Þetta nær ekki til aðstæðna þar sem krafa um einangrun eða sjálfseinangrun á aðeins við um tiltekinn gest (eða hóp gesta) og ekki allar ónauðsynlegar ferðir frá upprunastað. Hún tekur ekki heldur til aðstæðna þar sem gestir þurfa að fara í einangrun eða sjálfseinangrun á upprunastað áður en þeir ferðast á áfangastað (t.d. vegna áhættu af útsetningu vegna COVID-19).

Athugaðu að þjónustan gildir aðeins um ferðatakmarkanir sem voru ekki til staðar þegar gengið var frá bókuninni. Bókun er til dæmis gjaldgeng í þjónustunni ef gestur sem ferðast til Ísrael bókaði í október, áður en Ísrael hóf að takmarka ferðalög til landsins vegna ómíkrón, með innritun í desember. Ef þessar ferðatakmarkanir voru hins vegar þegar til staðar þegar gesturinn bókaði gistinguna er enginn réttur á aðstoð þjónustunnar.

Tegundir bókana sem eru ekki gjaldgengar

Eftirfarandi bókanir eru ekki gjaldgengar í þjónustunni:

  • Bókanir í Airbnb Luxe
  • Bókanir í Airbnb vegna vinnu
  • Bókanir á upplifunum
  • Bókanir gesta með búsetu á meginlandi Kína

Að óska eftir aðstoð

Ef bókun uppfyllir ofangreind gjaldgengisviðmið getur gesturinn haft samband við þjónustuverið, sem er opið allan sólarhringinn, og þarf þá að sýna fram á gjaldgengi. Beiðni um aðstoð verður að berast okkur innan 90 daga frá því að bókunin var felld niður.

Ef við verðum vör við svik, blekkingar eða önnur brot gegn þjónustu- eða greiðsluskilmálum okkar áskilur Airbnb sér rétt til að hafna beiðni, afturkalla aðstoð, frysta eða segja upp aðgangi gests eða grípa til annarrar viðeigandi málsmeðferðar.

Tegund aðstoðar í boði

Ef þjónustar er enn fjármögnuð og við komumst að þeirri niðurstöðu að bókunin uppfylli skilyrði fyrir aðstoð getur gesturinn sem bókar fengið einnota ferðakóða sem veitir 50% afslátt af þeim hluta bókunarinnar sem ekki fæst endurgreiddur. Ef gestur felldi til dæmis niður bókun sem kostaði 500 Bandaríkjadali og fékk endurgreidda 250 Bandaríkjadali samkvæmt afbókunarreglu gestgjafans gæti gesturinn átt rétt á að fá ferðakóða upp á 125 Bandaríkjadali (50% af þeim hluta sem ekki fæst endurgreiddur). Þetta hefur ekki áhrif á útborgun gestgjafans fyrir bókunina.

Airbnb gerir ráð fyrir að fara yfir beiðnir í þeirri röð sem þær berast. Allir ferðakóðar sem gefnir eru út í þessari þjónustu eru með fyrirvara um fjármögnun.

Hvenær þú færð ferðakóðann þinn

Ef við komumst að þeirri niðurstöðu að bókun uppfylli skilyrði fyrir aðstoð, og nægt fjármagn er enn eftir í þjónustunni, ætti ferðakóðinn að koma inn á aðgang gestsins innan 7 til 10 virkra daga. Gestir geta skoðað ferðakóða undir notanda > aðgangsstillingar > greiðslur og útborganir > inneignir og afsláttarkóðar.

Að óska eftir mörgum ferðakóðum

Ef gestur er með fleiri en eina gjaldgenga bókun getur hann sent inn beiðni fyrir hverja gjaldgenga bókun. Airbnb áskilur sér rétt til að takmarka fjölda ferðakóða sem gefnir eru einum gesti í þjónustunni.

Skilmálar fyrir ferðakóða

Ferðakóðinn er einnota og fæst ekki endurgreiddur og hann má aðeins nota fyrir bókun á gistingu með innritun 30. desember 2023 eða fyrr. Hann gildir aðeins fyrir bókun á gistingu á Airbnb. Ef gestur hættir við bókun sem var gengið frá með ferðakóða fellur kóðinn úr gildi. Ekki er hægt að skipta ferðakóðanum út fyrir gjafakort eða reiðufé og hann má ekki flytja eða nota með öðrum tilboðum, afsláttarkóðum eða afslætti. Airbnb áskilur sér rétt til að grípa til hvaða úrræða sem er, þar á meðal að ógilda ferðakóðann, ef grunur vaknar um svik, misnotkun, brot gegn þjónustu- eða greiðsluskilmálum okkar eða tæknilegar villur.

Hvernig þjónustan virkar

Airbnb hefur komið á fót stuðningsþjónustu við gesti vegna COVID til að hjálpa samfélagi gesta vegna nýlegrar aukningar COVID-19 smita um allan heim. Við tökum ákvörðun um alla þætti þjónustunnar, þar á meðal varðandi gjaldgengi gesta. Ákvörðun Airbnb í þjónustunni er endanleg og bindandi fyrir gesti en hefur ekki áhrif á önnur samnings- eða lögbundin réttindi gesta, svo sem samkvæmt reglum okkar um endurgreiðslu til gesta, reglum um gildar málsbætur eða afbókunarreglu gestgjafa vegna bókunarinnar. Þetta hefur engin áhrif á rétt gesta til lögsóknar.

Kynntu þér þessa síðu með nýjustu upplýsingum um þjónustuna og við setjum inn fréttir þegar þjónustunni lýkur. Aðstoð er aðeins veitt vegna bókana sem eru felldar niður áður en þjónustunni lýkur. Við munum fylgjast með því hvernig þjónustan virkar eftir því sem heimsfaraldurinn þróast og aðstæður breytast og við gætum ákveðið að framlengja hana, gert hlé á henni eða hætt að bjóða hana.

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning