Lagalegir skilmálar
Notkun myndavéla og upptökubúnaðar
Notkun myndavéla og upptökubúnaðar
Til að veita gestgjöfum og gestum hugarró eru öryggisráðstafanir eins og öryggismyndavélar og hávaðaskynjarar leyfðar svo fremi sem þær séu tilgreindar með skýrum hætti í skráningarlýsingunni og brjóti ekki gegn friðhelgi annarra. Reglur um búnað eiga við um allar myndavélar, upptökubúnað, snjalltæki og eftirlitsbúnað.
Það sem við leyfum
- Tilgreindur eftirlitsbúnaður í sameiginlegu rými eða á opinberu svæði: Búnaður sem hefur einungis eftirlit með opinberu svæði (t.d. útidyrum eða innkeyrslu) eða sameiginlegu rými og er tilgreindur með skýrum hætti fyrir bókun er leyfilegur. Svefnaðstaða og baðherbergi eru ekki sameiginleg rými.
Það sem við leyfum ekki
- Hulinn og ótilgreindur eftirlitsbúnaður í sameiginlegum rýmum: Hvers konar eftirlitsbúnaður í sameiginlegu rými ætti að vera settur upp á sýnilegan hátt og tilgreindur í skráningarlýsingunni.
- Tæki í einkarýmum og eftirlitsbúnaður: Tæki ættu aldrei að hafa eftirlit með einkarýmum (t.d. svefnherbergjum, baðherbergjum eða sameiginlegum rýmum sem notuð eru sem svefnaðstaða svo sem stofu með svefnsófa). Aftengdur búnaður er leyfður svo lengi sem slökkt sé á honum og látið hafi verið gesti vita af fyrra bragði.
- Upptökubúnaður á heilu heimili eða í íbúð (aðeins á meginlandi Kína): Ekki er leyfilegt að vera með myndavélar og upptökubúnað á heilum heimilum eða í íbúðum nema að búnaðurinn sé auðkenndur með skýrum hætti og tilgreindur í sameiginlegum rýmum gistingar sem flokkast undir „dvalarstað“, „kastala“ eða „villu“. Frekari upplýsingar um þessar reglur á meginlandi Kína.
Við erum þér innan handar
Ef þú telur þig eða einhvern annan vera í hættu eða ógnað hafðu fyrst samband við löggæsluyfirvöld á staðnum til að fá aðstoð. Einnig skaltu láta okkur vita ef þú verður vitni að eða upplifir hegðun sem brýtur gegn reglum okkar.
Þótt þessar leiðbeiningar lýsi ekki öllum mögulegum aðstæðum sem geta komið upp eru þær ætlaðar til þess að veita almenna yfirsýn á samfélagsreglur Airbnb.
Greinar um tengt efni
- Samfélagsreglur•GesturVerndun friðhelgi þinnarTil að skapa umhverfi sem stuðlar ekki aðeins að líkamlegu öryggi heldur einnig öryggi persónulegra upplýsinga leyfum við ekki ákveðna hegðu…
- ÚreltRetired article 887: What are Airbnb’s rules about security cameras and other recording devices in listings?All members of the Airbnb community are required to respect each other’s privacy. Hosts should disclose all recording devices in their listi…
- Lagalegir skilmálarMyndavélar og upptökubúnaður á meginlandi KínaFinndu sérstakar reglur á meginlandi Kína varðandi öryggismyndavélar og annan upptökubúnað.