Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar

Samanburður á ljósmynd

Þegar þú bókar gistingu eða upplifun — eða gerist gestgjafi — gætum við þurft að staðfesta persónuupplýsingar þínar, svo sem lagalegt heiti, heimilisfang, símanúmer og aðrar samskiptaupplýsingar.

Við gætum einnig óskað eftir mynd af opinberum skilríkjum þínum og/eða sjálfsmynd til að bera saman við skilríkin þín.

Frekari upplýsingar um staðfestingarferli á auðkenni.

Aðrir staðfestingarmátar

Getir þú ekki framvísað sjálfsmynd sem stemmir við opinberu skilríkin þín getur þú haft samband við okkur og óskað eftir öðrum staðfestingarmáta.

Opinber skilríki og sjálfsmyndir

Ef við biðjum þig um að framvísa sjálfsmynd munum við bera myndina þína saman við myndina á opinberu skilríkjunum sem þú framvísaðir. Þetta hjálpar okkur að staðfesta að þú sért í raun þú.

Engin andlitsgreiningartækni er fullkomlega nákvæm í hvert einasta skipti. Gæði og upplausn myndanna getur haft áhrif á skilvirkni ferlisins ásamt breytingum á útliti aðilans á myndunum (til dæmis vegna aldurs, þyngdar eða klæðnaðs).

Það getur verið ástæða þess að myndir sem eru í raun ekki af sama einstaklingnum „stemmi“ stundum saman. Sé einbeittur brotavilji til staðar má því miður komast framhjá ströngustu viðleitni við samanburð mynda.

Athugaðu: Staðfesting Airbnb á auðkenni er hvorki viðurkenning eða trygging á auðkenni tiltekins aðila, né trygging fyrir því að samskipti við viðkomandi verði örugg. Notaðu ávallt eigin dómgreind og fylgdu öryggisábendingum okkar fyrir gesti og gestgjafa.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning