Gildandi landslög og skattar
Mestu máli skiptir að vera til reiðu. Við viljum vera viss um að þú hafir allt sem þú þarft til að gestaumsjónin gangi sem best frá upphafi og það felur í sér að þú kynnir þér lög og reglur sem gilda á staðnum þegar þú skráir eignina þína.
Kröfur í sumum borgum
Í mörgum borgum gilda reglur um heimagistingu og tiltekin lög og reglugerðir geta átt við á ýmsum stöðum (eins og í skipulagi, byggingarreglum, leyfisskilyrðum og skattalögum).
Sums staðar gæti þurft að skrá sig opinberlega, eða fá leyfi, áður en eign er skráð eða gestir koma. Þú gætir einnig borið ábyrgð á innheimtu og skilum á tilteknum sköttum.
Ábyrgð þín sem gestgjafa
Þú berð ábyrgð á því hvar, hvenær og hvernig þú sinnir gestum og því viljum við að þú áttir þig vel á lögum og sköttum á staðnum. Þú getur haft samband við stjórnvöld á staðnum ef þú hefur einhverjar spurningar.
Við erum með gagnleg úrræði um ábyrga gestaumsjón til að koma þér af stað.
Við biðjum þig um að kynna þér gildandi lög og reglugerðir þar sem þú ert og kynna þér reglur okkar gegn mismunun áður en þú skráir eignina þína. Þegar þú samþykkir þjónustuskilmála okkar og skráir eign þína staðfestir þú að þú munir fara að viðeigandi lögum og reglugerðum.
Ef þú ert gestgjafi í Frakklandi staðfestir þú að þú munir fylgja gildandi lögum og öllum samningum sem gerðir eru við þriðju aðila (t.d. leigusamningi).
Greinar um tengt efni
- Gestgjafi
Get ég valið að taka aðeins á móti fólki sem er af sama kyni og ég?
Það veltur á ýmsu. Ef þú notar sama íbúðarsvæði og gestir þá máttu velja að eignin standi aðeins til boða gestum af sama kyni. - Gestgjafi
Hvaða reglugerðir gilda í borginni þar sem ég er?
Við veitum ekki lögfræðiráðgjöf en við höfum gagnlegar athugasemdir sem þú getur notað til að skilja betur lög og reglur í þínu umdæmi. - Gestgjafi
Hvaða áhrif svæðisbundnar reglur hafa á skráningar sem búnar eru til með hugbúnaðartengingum
Gildandi reglur um eignir á skrá geta verið mismunandi milli borga, sýsla, ríkja, héraða, svæða og/eða landa.