Stökkva beint að efni
Notaðu upp og niður örvalyklana til að skoða tillögurnar.
Stökkva að meginmáli hjálpar

Hvað gerist eftir að ég óska eftir atvinnuljósmyndun?

Þegar þú óskar eftir myndatöku sendum við þér tölvupóst og gerum okkar besta til að útvega þér ljósmyndara á staðnum. Þegar ljósmyndari samþykkir verkið sendum við þér nafn og hlekk á notandalýsingu viðkomandi á Airbnb. Ljósmyndarinn hefur svo samband við þig í gegnum innhólfið þitt á Airbnb til að bóka tíma fyrir myndatökuna. Þetta gæti tekið um eina viku. Við látum þig einnig vita ef verkið er falið öðrum ljósmyndara eða ef okkur tekst ekki að útvega ljósmyndara þar sem þú ert.

Þótt við sýnum gestgjöfum ekki dæmi úr myndamöppum ljósmyndara tökum við viðtal við hvern og einn og metum gæði og stíl myndanna þeirra og staðfestum jafnframt að viðkomandi hafi staðfest auðkenni sitt áður en ljósmyndarinn er kynntur fyrir gestgjafanum.

Ef ljósmyndari er ekki tiltækur

Við mælum með því að hlaða upp eigin myndum fyrir skráninguna ef engir ljósmyndarar eru til reiðu. Ljósmyndarar eru sjálfstæðir verktakar og ráða því sjálfir hvaða verk þeir taka að sér. Jafnvel þótt ljósmyndari sé á staðnum er engin ábyrgð fyrir því að þú fáir atvinnumyndatöku.

Bókun á myndatöku

Ef þú hyggst gera breytingar á eigninni ættir þú ekki að óska eftir myndatöku fyrr en breytingunum er lokið. Það er einungis hægt að fá eina myndatöku fyrir hverja skráningu og ljósmyndun fæst ekki endurgreidd þegar hún er hafin.

Ef ljósmyndari er til reiðu hefur hann samband við þig í gegnum innhólfið á Airbnb. Þið getið skipst á upplýsingum og komið ykkur saman um tíma fyrir myndatökuna. Haltu öllum samskiptum við ljósmyndarann innan Airbnb ef eitthvað vandamál skyldi koma upp.

Ef þú hefur nú þegar óskað eftir myndatöku getur þú breytt tímasetningu eða hætt við hana með því að hafa samband við ljósmyndarann eða opna síðuna fyrir atvinnuljósmyndun.

Ef þú þarft að breyta um tíma eða afpanta myndatökuna biðjum við þig um að gefa ljósmyndaranum minnst 24 klukkustunda fyrirvara.