Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar

Hvað gerist ef ég lendi í tæknilegum vandamálum í netupplifun?

Ef tæknilegir vandamál koma upp, t.d. varðandi mynd eða hljóð, sem koma í veg fyrir að gestir geti tekið þátt í netupplifun þá eiga þeir rétt á endurgreiðslu.

Gestgjafar netupplifana

Ef þú lendir í tæknilegum vandamálum sem koma í veg fyrir að þú getir leitt upplifun, t.d. vandamálum varðandi mynd eða hljóð, þá þarft þú að endurgreiða gestum þínum. Til að senda endurgreiðslu:

  1. Opnaðu dagatalið þitt
  2. Finndu skiptið sem þú þarft að hætta við
  3. Smelltu á hætta við upplifun
  4. Smelltu á vandamál með Zoom sem ástæðu
  5. Staðfestu afbókun

Engin viðurlög eru vegna afbókunar sem stafar af tæknilegum örðugleikum og allir gestir fá fulla endurgreiðslu. Þú getur sent gestum skilaboð til að láta vita að endurgreiðslan er á leiðinni og þeir geta þá bókað upplifun þína aftur á öðrum tíma.

Athugaðu að þú getur aðeins endurgreitt skipti þangað til því á að vera lokið. Ef skiptið varir til dæmis frá 10 til 11 að morgni getur þú einungis hætt við og endurgreitt gestum að fullu til klukkan 11:00 þann morgun. Eftir kl. 11:00 munt þú ekki geta afbókað ef upplifunin fór fram eins og áætlað var. Vinsamlegast leitaðu aðstoðar þjónustuvers ef tíminn rennur út og endurgreiða þarf gestinum.

Gestir netupplifana

Ef þú lendir í tæknilegum vandamálum sem koma í veg fyrir að þú getir tekið þátt í upplifun, t.d. vandamálum varðandi mynd eða hljóð, getur þú óskað eftir endurgreiðslu í úrlausnarmiðstöðinni. Til að óska eftir endurgreiðslu:

  1. Opnaðu flipann fyrir ferðir
  2. Finndu skiptið sem þú vilt biðja um að verði endurgreitt
  3. Smelltu á sýna nánar
  4. Smelltu á senda pening eða óska eftir greiðslu

Þegar þú hefur óskað eftir endurgreiðslu getur þú bókað aftur sömu upplifun á öðrum tíma.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning