Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Meginland Kína: Gildar málsbætur vegna COVID-19

  Þessi grein útskýrir vernd vegna COVID-19 samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur vegna bókana gesta frá meginlandi Kína og bókana á gistingu og upplifunum Airbnb á meginlandi Kína. Sé bókun þegar hafin (þ.e. innritun er lokið) eiga þessar gildu málsbætur ekki við. Lestu alþjóðlega grein um gildar málsbætur vegna COVID-19 fyrir upplýsingar um aðrar bókanir.

  Fyrir gesti með bókanir á meginlandi Kína

  • Vegna gesta sem ferðast frá meginlandi Kína til annarra áfangastaða á meginlandi Kína gilda þessar reglur um gildar málsbætur um allar bókanir sem gerðar eru 28. janúar 2020 eða fyrr með innritun frá 28. janúar 2020 til 1. apríl 2020. Bókanir gerðar 28. janúar 2020 eða fyrr með innritun eftir 1. apríl 2020 og bókanir gerðar eftir 28. janúar 2020 teljast ekki gjaldgengar samkvæmt þessum reglum um gildar málsbætur nema gesturinn eða gestgjafinn sé veikur af COVID-19 eins og er. Í þessum tilvikum gilda afbókunarreglur gestgjafa eins og venjulega.
  • Ef þú ferðast til meginlands Kína hvaðan sem er fyrir utan meginland Kína finnur þú upplýsingar um gjaldgengi í alþjóðlegri grein okkar um gildar málsbætur vegna COVID-19.

  Fyrir gestgjafa með bókanir á meginlandi Kína

  • Vegna gesta sem ferðast frá meginlandi Kína gilda þessar reglur um gildar málsbætur um allar bókanir sem gerðar eru 28. janúar 2020 eða fyrr með innritun frá 28. janúar 2020 til 1. apríl 2020. Bókanir gerðar 28. janúar 2020 eða fyrr með innritun eftir 1. apríl 2020 og bókanir gerðar eftir 28. janúar 2020 teljast ekki gjaldgengar samkvæmt þessum reglum um gildar málsbætur nema gesturinn eða gestgjafinn sé veikur af COVID-19 eins og er.
  • Við vísum til alþjóðlegrar greinar okkar um gildar málsbætur vegna COVID-19 fyrir upplýsingar um gjaldgengi vegna allra gesta frá öllum stöðum fyrir utan meginland Kína.

  Hvernig þetta virkar

  Ef bókunin þín er gjaldgeng verður hún merkt sem slík á bókunarsíðunni (hún er undir ferðum ef þú ert gestur eða á stjórnborði gestgjafa ef þú ert gestgjafi).

  Fyrir gesti: Ef þú afbókar gjaldgenga bókun færðu hana endurgreidda að fullu. Þú þarft ekki að hafa samband við okkur í þessu tilviki. Nánari upplýsingar um það hvernig endurgreiðslur virka.

  Fyrir gestgjafa: Ef þú fellir niður gjaldgenga bókun berð þú engin gjöld, það hefur engin áhrif á stöðu ofurgestgjafa og Airbnb endurgreiðir öll þjónustugjöld. Þú þarft ekki að hafa samband við okkur í þessu tilviki.

  Sé bókun þín ekki gjaldgeng gildir afbókunarregla gestgjafans eins og vanalega. Við hvetjum þig til að hafa samband við gestgjafann þinn eða gest til að ræða afbókanir og endurgreiðslu.

  Frekari upplýsingar

  Þú getur einnig lesið reglurnar um gildar málsbætur til að kynna þér yfir hvaða aðstæður þær ná aðrar en COVID-19.

  Við biðjum alla samfélagsmeðlimi um að virða aðra í samfélaginu, sýna fólki samkennd og fara að reglum gegn mismunun .

  Við munum áfram fara yfir beitingu þessara reglna. Þú ættir að fylgjast með uppfærslum og nýjum upplýsingum á þessari síðu.

  Skráðu þig inn til að fá sérsniðna aðstoð

  Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
  Nýskráning