Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Samfélagsreglur

Meginland Kína: Gildar málsbætur vegna COVID-19

Uppfært 25. júní 2020

Þessi grein útskýrir vernd og kröfur vegna afbókana í tengslum við COVID-19 samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur vegna bókana gesta frá meginlandi Kína á gistingu og upplifunum Airbnb á meginlandi Kína. Sé bókun þegar hafin (þ.e. innritun er lokið) eiga þessar gildu málsbætur ekki við. Vegna allra annarra bókana en innlendra bókana á meginlandi Kína vísum við til alþjóðlegrar greinar okkar um gildar málsbætur vegna COVID-19 fyrir upplýsingar um gjaldgengi. Til að afbóka samkvæmt reglunum þarftu að framvísa stoðgögnum varðandi gildar málsbætur sem eiga við í þínu tilviki.

Hvaða bókanir eru gjaldgengar

Þessi regla gildir um bókanir gesta frá meginlandi Kína á gistingu og upplifunum Airbnb á meginlandi Kína. Hún heimilar niðurfellingu bókunar ef allt af eftirfarandi á við:

 • Hún hefur orðið fyrir áhrifum af opinberri ferðaráðleggingu eða takmörkunum sem koma í veg fyrir að þú ferðist frá brottfararstað þínum eða á áfangastað þinn og
 • Hún var gerð sama dag eða fyrir tilkynningu ráðleggingarinnar eða takmarkana og
 • Innritunardagur er ekki meira en 30 dögum fyrir afbókunardag

Reglan gildir ekki um bókanir sem hafa þegar verið felldar niður:

 • Fyrir daginn sem stjórnvöld gáfu út viðeigandi tilkynningar eða
 • Miðað við gagnkvæmt samkomulag milli gestgjafa og gests

Tökum sem dæmi hópsmit af COVID-19 í Peking í júní 2020. Sveitarstjórn Peking og yfirvöld sjúkdómsvarna tilkynntu 13. júní 2020 að áhættustig á tilteknum svæðum í Peking hefði verið hækkað í mikla eða meðalmikla áhættu. Í þessu dæmi gildir reglan ekki um neinar bókanir felldar niður fyrir 13. júní 2020 eða bókanir gerðar eftir þann dag.

Nauðsynleg gögn

Hafðu samband við okkur innan 14 daga frá afbókunardegi ef bókunin þín uppfyllir skilyrðin. Þú þarft að framvísa gögnum sem sýna ástæðu þess að þú getur ekki ferðast eða tekið á móti gestum. Við förum yfir gögnin og verðum í sambandi. Það getur orðið seinkun vegna ástandsins með COVID-19.

Gögn frá fólki sem hefur orðið fyrir áhrifum

Fyrir bæði gesti og gestgjafa gistingar og upplifana á Airbnb:

 • Ef áhættan af COVID-19 á svæðinu þar sem þú býrð er merkt sem meðalmikil eða mjög mikil samkvæmt skilgreiningu yfirvalda, eða ef litakóðinn í heilbrigðispakkanum þínum er rauður eða gulur, þarftu að sýna skjámynd af heilbrigðispakkanum þínum, opinbera tilkynningu um áhættumat svæðis ásamt staðfestingu á búsetu og/eða staðfestingu á staðsetningu þinni svo sem með skjámynd af kortaforritinu þínu
 • Ef þú hefur greinst með COVID-19, grunur leikur á að þú sért með COVID-19 eða ef þú hefur sætt sóttkví vegna COVID-19 þarft þú að framvísa læknisvottorði eða opinberum gögnum í tengslum við það

Gögn varðandi svæðistakmarkanir

Ef ferðatakmarkanir vegna COVID-19 gilda um svæði þar sem gisting eða upplifun á Airbnb á að vera þarf gestgjafinn að framvísa gögnum um það hvar Airbnb gistingin eða upplifunin er staðsett. Þar á meðal:

 • Fyrirskipun um sóttkví frá staðaryfirvöldum
 • Opinberar ferðatakmarkanir eða aðrar kvaðir tengdar COVID-19 frá staðaryfirvöldum
 • Tilkynning um takmarkanir á inn- eða útgöngu úr byggingu eða fasteign

Gögn vegna annarra aðstæðna tengdum COVID-19

 • Sönnun um niðurfellingu flugs eða landflutninga vegna COVID-19 frá samgöngufyrirtækinu eða þar til bærum opinberum reglum
 • Starfsmannaskírteini þíns eða viðkomandi gögn frá vinnuveitanda þínum sem sýna skyldur þínar vegna læknis- eða sjúkdómsvarnar í tengslum við COVID-19

Hvernig þetta virkar

Ef þú ert gestur getur þú skoðað afbókunarreglu bókunarinnar þinnar og fundið afbókunarleiðir með því að velja ferðina þína á ferðasíðunni. Sé bókun þín ekki gjaldgeng gildir afbókunarregla gestgjafans eins og vanalega.

Ef þú ert gestgjafi eru upplýsingarnar á stjórnborði gestgjafa.

Við hvetjum þig til að hafa samband við gestgjafa þinn eða gest til að ræða afbókanir og endurgreiðslur.

Frekari upplýsingar

Í úrræðamiðstöðinni eru valdar greinar til að hjálpa samfélaginu okkar við þessar aðstæður. Þú getur fundið nýjustu upplýsingar um viðbrögð okkar vegna COVID-19 en þau varða m.a. breytingar á reglum og stefnum og úrræði fyrir gestgjafa og gesti.

Þú getur einnig lesið reglur um gildar málsbætur til að kynna þér hvað þær ná yfir annað en COVID-19.

Ef þú ert gestgjafi mælum við með því að þú fylgist með staðbundnum kröfum varðandi forvarnir og stjórn á COVID-19. Gott er hafa samband fyrir fram við gesti til að staðfesta hve mikil áhætta er á upprunastað þeirra og hvort þeir hafi nauðsynleg heilsufarsgögn til að koma til þín.

Við biðjum alla samfélagsmeðlimi um að virða aðra samfélagsmeðlimi í samskiptum, taka vel á móti þeim og fylgja reglum okkar gegn mismunun.

Við munum halda áfram að yfirfara beitingu þessara reglna. Þú ættir að fylgjast með uppfærslum og nýjum upplýsingum á þessari síðu.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning