Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Reglur um samkvæmi og viðburði

  Athugaðu: Airbnb tilkynnti að frá og með 20. ágúst 2020 væri bannað um allan heim að halda veislur og viðburði í eignum skráðum á Airbnb og að hámarksfjöldi gesta yrði 16 manns, sem er í samræmi við samfélagsreglur okkar. Þetta samkvæmisbann gildir um allar nýjar bókanir á Airbnb og mun gilda varanlega þar annað verður tilkynnt.

  Samkvæmt samfélagsviðmiðum mega samfélagsmeðlimir Airbnb ekki valda óþægindum sem trufla íbúa hverfisins í kring. Gestgjafar og gestir geta fullnægt þessum viðmiðum með því að ganga úr skugga um að væntingar beggja aðila séu hinar sömu varðandi samkomur í skráðum eignum. Við trúum því að flestir gestir sýni virðingu en höfum útbúið reglur um samkvæmi og viðburði til að veita skýrar leiðbeiningar um væntingar okkar til allra. Þangað til annað kemur fram er eftirfarandi bannað samkvæmt reglum:

  • Samkomur með fleiri en 16 manns
  • Allar truflandi veislur og viðburðir

  Þegar tilkynnt er um gesti sem hafa valdið truflun með samkvæmi eða brjóta gegn reglum okkar um samkomur með meira en 16 manns getur aðgangur þeirra verið frystur eða tekinn út af verkvangi Airbnb. Í sumum tilvikum gæti umsögnum sem þessir gestir skrifa eftir slíkt samkvæmishald verið eytt út. Við gætum einnig fjarlægt skráningar ef við komumst að þeirri niðurstöðu að gestgjafi hafi heimilað veislu sem brýtur í bága við þessa reglur. Berist okkur tilkynning um að nágrannar verði fyrir truflun vegna eignar gætum við fryst skráninguna eða farið fram á að gestgjafi uppfæri reglur sínar.

  Auk þess að efla reglur okkar varðandi samkvæmishald erum við einnig að vinna að áhættugreiningartækni sem hjálpar okkur að koma í veg fyrir truflandi veislur áður en þær hefjast.

  Stórar samkomur

  Þar til annað kemur fram er bannað að halda samkomur með fleiri en 16 manns, þ.m.t. næturgestir og fólk í heimsókn, sama hvort gestgjafi gefi leyfi fyrir því eða ekki.

  Veislur og viðburðir

  Þar til annað kemur fram er bannað að halda allar veislur og viðburði, óháð fjölda gesta. Aðgangi gesta sem halda slíka viðburði gæti verið lokað og gestgjafar sem brjóta gegn þessum reglum og leyfa gestum að halda samkvæmi geta orðið fyrir afleiðingum sem tengjast aðgangi þeirra, þ.m.t. að skráningum viðkomandi verði eytt út.

  Tilkynning vegna truflunar

  Þegar truflun stafar af eign skráðri á Airbnb (hvort sem það er vegna mikils hávaða, samkvæmishalds, samkomu fleiri en 16 manns eða hættulegrar hegðunar) geta íbúar í kring tilkynnt hana í gegnum hverfisaðstoð þar sem finna má hlekki á staðbundna neyðarþjónustu. Þar er einnig að finna símanúmer þjónustuvers í hverfisaðstoð sem má nota til að tilkynna um samkvæmi sem er verið að halda. Þegar vandamál hefur verið tilkynnt sendir Airbnb staðfestingarpóst sem útskýrir hvað gerist næst.

  Inngrip varðandi ósamþykkt samkvæmi

  Airbnb hefur lengi sýnt því forgang að draga úr óheimilu samkvæmishaldi í húsnæði. Við höfum gripið til aðgerða til að styðja við örugg og ábyrg ferðalög. Við gætum lokað fyrir tilteknar bókanir þar sem við teljum að meiri líkur séu á óheimiluðum samkvæmum. Þetta er hluti af alþjóðlegu banni okkar gegn samkvæmishaldi.

  Reglur um skráningarlýsingar

  Í samræmi við þessar reglur ættu gestgjafar ekki að auglýsa eignir sínar þannig að þar sé hægt að halda veislur eða viðburði. Gestgjafar ættu á sama hátt ekki að auglýsa eignir sínar fyrir samkomur þar sem fleiri en 16 manns koma saman.

  Skráningar sem brjóta gegn þessum reglum í titli, lýsingu, húsreglum, myndum o.s.frv. gæti verið lokað tímabundið þar til efninu sem brýtur gegn reglunum hefur verið fjarlægt. Þegar við höfum fengið kvartanir vegna eigna sem brjóta gegn þessum reglum getum við einnig fryst skráningar í allt að 30 daga og beðið gestgjafann um að uppfæra skráninguna sína þannig að þar komi skýrt fram að ekki megi halda veislur eða viðburði.

  Í einstaka tilfellum þar sem skráning virðist eingöngu vera fyrir eign sem er ætluð fyrir veislur eða viðburði (t.d. veislu- eða viðburðastaði) eða þegar eign hefur valdið nágrönnum verulegum óþægindum gæti skráningunni verið eytt varanlega út af Airbnb.

  Reglur sem gilda um mismunandi tegundir eigna

  Reglur um hefðbundna gistiþjónustu

  Við treystum gestgjöfum sem bjóða upp á hefðbundna gistingu (t.d. hönnunarhótelum) til að ákvarða eigin reglur um viðburði. Gestgjafar með hefðbundna gistiþjónustu ráða sjálfir hvort þeir leyfi viðburði. Við munum fylgja eftir kvörtunarmálum sem okkur berast varðandi þessar skráningar eða viðburði jafnt og kvörtunum sem snúa að því að viðburðir séu óviðeigandi með staðarhöldurum eftir því sem þörf krefur.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?

  Greinar um tengt efni