Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Upplifunargestgjafi

Afbókun upplifunar sem gestgjafi

Okkur er ljóst að óvæntar aðstæður geta stundum komið upp. Afbókanir geta þó komið illa við gesti og þær ætti að forðast í lengstu lög. 

Ef fella þarf niður upplifun og það er ekki vegna veðurs, neyðartilviks eða öryggisvandamáls, gætir þú þurft að greiða afbókunargjald.

Svona afbókar þú upplifun sem gestgjafi

Svona bókar þú upplifun sem gestgjafi úr tölvu

  1. Smelltu á stjórnborð upplifana > dagatal
  2. Smelltu á tiltekna dagsetningu í dagatalinu
  3. Finndu tímann sem þú vilt hætta við og smelltu svo á upplifunarkortið til að opna upplifunina
  4. Smelltu á hætta við upplifun
  5. Veldu ástæðuna sem lýsir því best hvers vegna þú þurfir að afbóka og smelltu á næsta
  6. Yfirfarðu afbókunarreglu upplifunargestgjafa og smelltu á næsta
  7. Bættu við skilaboðum til gesta og smelltu á hætta við þessa upplifun

Gildandi viðurlög vegna afbókunar

Viðurlög gætu átt við ef þú afbókar upplifun sem gestur hefur nú þegar bókað.

Við gætum innheimt gjald sem nemur allt að 20% af bókunarvirði afbókuðu upplifunarinnar, sem við drögum af næstu útborgun. Við látum þig vita ef gjald verður innheimt áður en þú gengur frá afbókuninni.

Tíðar afbókanir eða að mæta ekki á staðinn brýtur gegn þjónustuskilmálum og gæti leitt til þess að upplifun þín verði fjarlægð af Airbnb.

Þurfir þú að hætta við upplifun sökum veðurs

Ef upplifun þín fer fram utandyra geturðu afbókað ef veðurskilyrði stofna öryggi gesta þinna í hættu eða valda óþægindum. Ekkert afbókunargjald verður innheimt af þér í þeim tilvikum. Mögulega höfum við samband við þig til að fá stoðgögn varðandi tilgreind veðurskilyrði.

Þurfir þú að hætta við upplifun sökum neyðarástands eða öryggisvanda

Okkur er ljóst að neyðarástand getur komið upp. Við beitum ekki viðurlögum vegna afbókana sem falla undir reglurnar um óviðráðanlegar aðstæður eða vegna afbókana sem gerðar eru af gildum öryggisástæðum.

Hvað tekur við hjá gestum þegar þú afbókar bókun þeirra á upplifun

Gestir þínir verða látnir vita og fá endurgreitt að fullu.

Ef þú endurbókar gestina fyrir annan dag eða tíma eftir að þú afbókar

Ef þú og gestir þínir komið ykkur saman um annan dag eða tíma og þeir endurbóka upplifunina skaltuhafa samband við okkur eftir að þú afbókar til að láta okkur vita. Við göngum úr skugga um að gestirnir hafi samþykkt nýja fyrirkomulagið og afléttum öllum viðurlögum sem beitt voru í kjölfarið.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning