Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hver eru þjónustugjöld Airbnb?

  Athugaðu: Þessi grein fjallar ekki um gjöld vegna eigna í Airbnb Luxe en þau eru meðhöndluð sérstaklega.

  Við innheimtum þjónustugjald þegar bókun er staðfest til að Airbnb virki snurðulaust og til að standa straum af kostnaði við vörur og þjónustu sem við bjóðum.

  Gjöld vegna bókunar á gistingu

  Við erum með tvær mismunandi þjónustugjaldskrár fyrir bókun á gistingu. Annars vegar er skipt gjald þar sem gestgjafar og gestir borga báðir þjónustugjald og hins vegar er óskipt gjald gestgjafa þar sem gestgjafinn greiðir einn þjónustugjaldið.

  1. Skipt gjald

  Þetta er algengasta gjaldskráin. Þjónustugjald er dregið af útborgun til gestgjafa og þjónustugjald er innheimt hjá gestum.

  Þjónustugjald gestgjafa

  Flestir gestgjafar greiða 3% þjónustugjald en gestgjafar í Airbnb Plús, gestgjafar með eignir skráðar á Ítalíu og gestgjafar sem nota ofurstranga afbókunarreglu gætu borgað hærra gjald. Þetta gjald er reiknað miðað við millisamtölu bókunarinnar (verð á nótt auk ræstingagjalds og gjalds fyrir viðbótargesti ef við á, en að undanskildum gjöldum Airbnb og sköttum) og það er dregið sjálfkrafa af útborgun til gestgjafans.

  Til að skoða þjónustugjaldið sem er tekið fyrir tiltekna bókun:

  1. Opnaðu færsluskrána á airbnb.com
  2. Veldu bókunarkóðann við hliðina á bókuninni sem þú vilt yfirfara
  3. Þjónustugjald Airbnb kemur fram fyrir neðan útborgun

  Þjónustugjald gests

  Flestir gestir greiða þjónustugjald sem er lægra en 14,2% af millisamtölu bókunarinnar (gistináttaverði og ræstingagjaldi auk gjalds fyrir viðbótargesti, ef við á, en að undanskildum gjöldum Airbnb og sköttum). Gjaldið fer eftir ýmsum bókunarþáttum og gestir sjá það m.a. á greiðslusíðunni áður en þeir bóka.

  2. Óskipt gjald gestgjafa

  Allt þjónustugjaldið er dregið frá útborgun til gestgjafa og gestir greiða ekkert þjónustugjald á Airbnb.

  Óskipt gjald gestgjafa er yfirleitt á bilinu 14% til 16% og er hótelum og sumum öðrum gestgjöfum skylt að haga gjaldinu með þessum hætti. Gestgjafar með hugbúnaðartengingu verða einnig að nota þetta nema gestgjafarnir hafi meirihluta skráðu eigna sinna í Bandaríkjunum, Kanada, Bahamaeyjum, Mexíkó, Argentínu, Taívan eða Úrúgvæ. Gestgjafar í Airbnb Plús og gestgjafar sem nota ofurstranga afbókunarreglu gætu borgað hærra gjald. Þjónustugjald gestgjafa með eignir skráðar á meginlandi Kína er 10%.

  Gjöld fyrir Airbnb upplifanir

  Þjónustugjald gestgjafa

  Við innheimtum 20% þjónustugjald af gestgjöfum sem bjóða upplifanir. Gjaldið er reiknað út frá verðinu á upplifuninni og er dregið sjálfkrafa af útborgun til gestgjafans. Við fellum niður þetta gjald vegna tiltekinna upplifana með félagsleg áhrif.

  Þjónustugjald gests

  Eins og er innheimtum við ekki þjónustugjald af gestum vegna upplifana.

  VSK af þjónustugjöldum

  Lög hvers lögsagnarumdæmis ráða því hvort VSK er innheimtur af þjónustugjöldum gestgjafa og gesta. VSK er innifalinn í innheimtu þjónustugjaldi þar sem hann á við.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?

  Greinar um tengt efni