Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Biðtími er lengri en vanalega núna
  Okkur berast eins og er margar beiðnir vegna kórónaveirunnar (COVID-19) og færri starfsmenn eru á vakt. Ef bókun þín hefst eftir meira en 72 klukkustundir skaltu hafa samband við okkur þegar styttist í innritun svo að við getum hjálpað fólki sem þarf tafarlausa aðstoð.. Þú getur breytt eða hætt við bókun á ferðasíðunni þinni eða stjórnborði gestgjafa.

  Hver eru þjónustugjöld Airbnb?

  Við innheimtum þjónustugjald þegar bókun er staðfest til að Airbnb virki snurðulaust og til að standa straum af kostnaði við vörur og þjónustu sem við bjóðum.

  Gjöld vegna bókunar á gistingu

  Þjónustugjald fyrir bókun á gistingu er lagt á með tveimur mismunandi leiðum: gjaldinu er annaðhvort skipt milli gestgjafa og gesta eða aðeins dregið af gestgjöfum.

  1. Gjaldi skipt milli gestgjafa og gesta

  Almenna leiðin fyrir heimilisgestgjafa er að skipta gjaldinu milli gestgjafa og gesta.

  Þjónustugjald gestgjafa

  Þjónustugjald flestra gestgjafa er 3% en getur verið hærra fyrir gestgjafa í Airbnb Plús, gestgjafa á Ítalíu eða fyrir skráningar sem eru með ofurstranga afbókunarreglu. Gjald gestgjafa sem reka skráningar á meginlandi Kína er 10%. Gjaldið er reiknað miðað við millisamtölu bókunarinnar (verð á nótt auk ræstingagjalds og gjalds fyrir viðbótargesti ef við á, en að undanskildum gjöldum Airbnb og sköttum) og það er dregið sjálfkrafa af útborgun til gestgjafans.

  Til að skoða þjónustugjaldið sem er tekið fyrir tiltekna bókun:

  1. Opnaðu færsluskrána á airbnb.com
  2. Veldu bókunarkóðann við hliðina á bókuninni sem þú vilt skoða
  3. Þjónustugjald Airbnb kemur fram fyrir neðan útborgun

  Þjónustugjald gesta

  Gjaldið er yfirleitt minna en 14,2% af millisamtölu bókunarinnar (verði á nótt auk ræstingagjalds og gjalds fyrir viðbótargesti ef við á, en að undanskildum gjöldum Airbnb og sköttum). Gjaldið fer eftir ýmsum bókunarþáttum og gestir sjá það á greiðslusíðunni áður en þeir bóka. Gestir sem bóka skráningu á meginlandi Kína þurfa ekki að greiða þjónustugjald gesta.

  Ef Airbnb þarf að innheimta VSK kemur VSK-greiðslan og þjónustugjaldið í sama lið á greiðslusíðunni svo að þjónustugjaldið gæti virst vera hærra.

  2. Gjald eingöngu fyrir gestgjafa

  Möguleika á gjaldi sem gestgjafar greiða að fullu var bætt við svo að fyrirtæki í gistirekstri hafi betri stjórn á endanlegu verði sem gestir greiða. Gjaldið eingöngu fyrir gestgjafa er á bilinu 14% til 20% (plús 2% fyrir skráningar með ofurstranga afbókunarreglu) og hótel og fyrirtæki í nokkrum öðrum flokkum af gistirekstri verða að nota þessa uppsetningu. Gjaldið fyrir gestgjafa sem reka eignir skráðar á meginlandi Kína er 10%. Umsjónarmenn fasteigna sem tengjast með hugbúnaði geta valið að leggja gjaldið eingöngu á gestgjafa eða skipta því milli gestgjafa og gesta á flipanum fyrir þjónustugjald undir greiðslur og útborganir.

  Gjöld fyrir upplifanir á Airbnb

  Þjónustugjöld gestgjafa

  Við innheimtum 20% þjónustugjald af gestgjöfum sem bjóða upplifanir. Gjaldið er reiknað út frá verðinu á upplifuninni og er dregið sjálfkrafa af útborgun til gestgjafans. Þjónustugjöld eru felld niður hjá gestgjöfum sem bjóða upplifanir í samstarfi við félög sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni.

  Þjónustugjöld gesta

  Eins og er innheimtum við ekki þjónustugjald af gestum vegna upplifana.

  VSK á þjónustugjöld

  Lög hvers lögsagnarumdæmis ráða því hvort VSK er innheimtur af þjónustugjöldum gestgjafa og gesta. VSK er innifalinn í innheimtu þjónustugjaldi þar sem hann á við.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?
  Ertu til reiðu að taka á móti gestum?
  Taktu næsta skref til að afla tekna með heimilinu þínu.
  Frekari upplýsingar