Leyfi eða opinber skráningarnúmer merkt „í bið“ eða „undanþága“
Í sumum borgum er þess krafist að gestgjafa verði sér úti um leyfi eða opinbert skráningarnúmer til að skrá eign sína á Airbnb. Í samræmi við þær reglur geta gestgjafar sýnt númerið í þar til gerðum reit við skráningu eignanna.
Þessi krafa er ekki gerð í öllum borgum svo að það bendir ekki til brots á reglum að gestgjafa vanti opinbert skráningarnúmer. Í þeim tilvikum þarf gestgjafinn einfaldlega ekki að skrá sig opinberberlega.
Í stað númers gætu verið önnur skilaboð í þessum reit:
- Skráning í vinnslu hjá borginni: Gestgjafi hefur byrjað ferlið fyrir skráninguna en hefur ekki enn fengið úthlutað leyfi eða opinberu skráningarnúmeri. Það er í góðu lagi að bóka þessar eignir
- Undanþága: Skráða eignin er undanþegin opinberri skráningu af ástæðu sem borgaryfirvöld ákvarða. Það er einnig í góðu lagi að bóka þessar eignir
Ekki eiga í viðskiptum utan Airbnb
Í mjög sjaldgæfum tilvikum gæti gestgjafi misnotað þennan reit við skráninguna á sinni eign með því að slá inn símanúmer eða netfang og biðja þig um að hafa samband beint til að bóka fram hjá Airbnb. Ekki falla fyrir því. Mundu að ef þú átt í viðskiptum fram hjá Airbnb nýtur þú ekki verndar samkvæmt þjónustuskilmálum okkar, afbókunar- og endurgreiðslureglum, gestgjafaábyrgð, gestgjafatryggingu og öðrum öryggisráðstöfunum.
Láttu okkur vita og smelltu á flaggið til að tilkynna skráningu eignarinnar ef einhver biður þig um að gera þetta eða ef þú telur að verið sé að misnota þennan reit.
Greinar um tengt efni
- Gestgjafi
Hvaða reglugerðir gilda í borginni þar sem ég er?
Við veitum ekki lögfræðiráðgjöf en við höfum gagnlegar athugasemdir sem þú getur notað til að skilja betur lög og reglur í þínu umdæmi. Chicago, IL
Hér eru gagnlegar upplýsingar til að skilja lögin í borginni þinni ef þú ert að hugsa um að gerast gestgjafi á Airbnb.- Gestgjafi
Af hverju Airbnb óskar eftir upplýsingum um kanadískan VÞS-, HST- og QST-
Þetta þarftu að vita um ástæðu þess að Airbnb óskar eftir upplýsingum um kanadískan vöru- og þjónustuskatt (GST), samræmdan söluskatt (HST) …