Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestur

Finndu upphæð endurgreiðslunnar

Upphæð endurgreiðslunnar ræðst oftast af afbókunarreglum bókunarinnar og hvenær þú afbókar.

Þú getur séð nákvæma endurgreiðslufjárhæð og afbókunarreglu fyrir þína bókun með því að byrja á að afbóka gistingu eða upplifun.

Þú getur einnig kynnt þér afbókunarreglu bókunarinnar með því að opna ferðir og velja ferðina þína eða með því að fara yfir staðfestingarpóst bókunarinnar.

Greiðsla með afborgunum með Klarna

Við kynnum tvær nýjar greiðsluáætlanir frá Klarna fyrir íbúa í Bandaríkjunum og Kanada. Klarna tekur við öllum helstu debet- og kreditkortunum, svo sem Visa, Discover, Maestro og Mastercard. Ekki er tekið við fyrirframgreiddum kortum.

Frekari upplýsingar um greiðslu með afborgunum með Klarna.

Nánari upplýsingar

  • Hlutagreiðsla: Þú gætir fengið minna endurgreitt en þú býst við ef þú hefur aðeins borgað hluta af gistingu þinni fyrir fram og upphæðin verður aldrei hærri en þú greiddir
  • Tímasetning endurgreiðslu: Líklegast er að endurgreiðslan berist ekki samstundis þrátt fyrir að við millifærum hana um leið og þú afbókar.
  • Lokatími fyrir afbókun: Lokatími fer eftir staðartíma þar sem ferðin á sér stað
  • Afsláttarkóðar: Afsláttarkóðar fást ekki endurgreiddir
  • Þjónustugjöld: Þjónustugjöld fyrir gistingu eru ekki endurgreidd ef þú afbókar eftir að endurgreiðslutímabilinu lýkur

Sértilvik

Þú gætir átt rétt á fullri endurgreiðslu eða hærri endurgreiðslu en vanalega samkvæmt afbókunarreglu gestgjafans ef:

COVID-19

Hafi skipulagið breyst vegna COVID-19 skaltu athuga hvort reglur um gildar málsbætur gildi um þína bókun.

Sönnun á veikindum eða útsetningu innan 14 daga frá innritun þarf að vera fyrir endurgreiðslu vegna afbókaðrar gistingar vegna COVID-19. Dæmi:

  • Jákvætt próf vegna COVID-19
  • Læknisvottorð
  • Tilkynning frá staðaryfirvöldum þar sem fram kemur að þú hafir orðið fyrir útsetningu
  • Skjámynd af tilkynningu frá appi til að rekja smitleiðir
  • Jákvæð niðurstaða úr prófi hjá íbúa á heimili þínu
Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning