Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Það sem gestir vilja núna og hvernig þú getur brugðist við

  Íhugaðu þessar fjórar framfaraleiðir fyrir gistireksturinn þegar ferðaþjónustan tekur við sér.
  Höf: Airbnb, 4. jún. 2020
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 21. apr. 2021

  Aðalatriði

  • Vegna þess hve erfitt allir eiga með að skipuleggja sig fram í tímann gæti verið ráð að leyfa sveigjanlega afbókun og bókanir á síðustu stundu

   • Bjóddu sjálfsinnritun og aðra eiginleika til að styðja við nándarmörk

   • Deildu upplýsingum um ræstingarferlið hjá þér þegar þú hefur skuldbundið þig til að fylgja fimm skrefa ferlinu fyrir ítarlegri ræstingar

   • Kynntu þér meira í handbók okkar um undirbúning fyrir viðreisn ferðaþjónustu

   Nú þegar ferðaþjónustan er farin að taka aftur við sér höfum við tekið eftir því að sumir gestgjafar eru byrjaðir að aðlaga stefnuna að breyttum aðstæðum. Við höfum tekið saman allt sem vita þarf svo að gestum finnist þægilegra að bóka dvöl í þinni eign.

   Bókanir á síðustu stundu

   Skipulagning er erfið núna þar sem ýmsar takmarkanir gilda enn um ferðalög. Þó að ferðalög séu mismunandi eftir svæði var gengið frá næstum þriðjungi nýlegra bókana minna en viku fyrir ferðina.*

   • Nýttu þér þessa þróun með því að passa að „fyrirvari“ í bókunarstillingum sé örugglega eins stuttur og þú getur haft hann. Þú getur haft fyrirvarann í 1, 2 eða 3 daga
   • Nú er einnig góður tími til að íhuga að skipta yfir í hraðbókun ef þú ert ekki með þessa stillingu virka

   Einkalíf

   Rétt eins og þú munu margir gestir vilja gera viðbótarráðstafanir til að vernda sig—og gestirnir munu vilja vita hvaða viðbótarráðstafana þú hefur gripið til. Í nýlegum könnunum okkar segja flestir gestir okkur, bæði þeir sem hafa gist og eru að hugsa um gistingu, að þeim finnist þægilegra að gista með fjölskyldunni í eign sem er skráð á Airbnb heldur en á hóteli.

   Svona getur þú höfðað til ferðamanna sem meta einkalíf sitt mikils:

   • Mundu að benda á eiginleika sem auka á einangrun eignarinnar, svo sem að þar sé sérinngangur eða engir nágrannar
   • Ef þú býður upp á sérþægindi fyrir eignina þína — eins og sundlaug, heitan pott, garð eða útisvæði — skaltu greina skýrt frá því að þessi þægindi séu ekki opin öðrum
   • Ýttu undir að fólk virði nándarmörk með því að bjóða sjálfsinnritun og -útritun. Gestir sem leita að grenndargistingu sía út sjálfsinnritun svo að gott gæti verið að koma fyrir lyklaboxi eða snjalllási með talnaborði. Mundu að bæta við leiðbeiningum fyrir sjálfsinnritun við skráninguna þína.
   • Lágmarkaðu samskipti milli fólks með því að sleppa venjulegu viðhaldi þegar gestur dvelur á staðnum

   Sveigjanleiki

   Þeir sem eru að hugsa um að ferðast vilja skiljanlega meiri sveigjanleika við þessar óvissu aðstæður. Möguleiki á því að breyta eða hætta við bókun getur orðið til þess að gestir ákveði að bóka núna, svo að hafðu þetta í huga:

   • Íhugaðu að uppfæra afbókunarregluna hjá þér
   • Ef þú beitir strangri afbókunarreglu getur þú breytt í sveigjanlega eða hóflega reglu með því að breyta stillingunni á skráningarsíðunni. Þú getur alltaf skipt aftur í ströngu afbókunarregluna eftir þörfum.
   • Airbnb styður gestgjafa sem bjóða meiri sveigjanleika með leitarsíu sem sýnir skráningar með sveigjanlegri afbókun svo að gestir geti auðveldlega fundið skráningarnar sem henta þeim best

   Hreinlæti

   Hreinlæti skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr. Hér eru nokkrar leiðir fyrir þig til að láta gesti vita af viðbótarráðstöfunum hjá þér:

   • Gerðu ræstingarnar betri: Í samræmi við öryggisreglur Airbnb vegna COVID-19, þar sem gerð er krafa um að gestgjafar og gestir séu með andlitsgrímur í sínum samskiptum og virði 2ja metra (6 feta) regluna, þurfa gestgjafar einnig að fylgja fimm skrefa ferli okkar fyrir ítarlegri ræstingar. Ferlið er byggt á ræstingarhandbók Airbnb sem var samin í samvinnu við sérfræðinga.
   • Uppfærðu skráningarlýsinguna: Þótt ekki megi halda því fram að eignir séu lausar við kórónaveiru má taka fram í skráningarlýsingu hvernig ræstingum er sinnt. (Dæmi: „Vegna kórónaveirunnar gerum við meira til að þrífa og hreinsa mikið snerta fleti milli bókana.“)

   Vonandi gagnast þessar ábendingar við undirbúning á að bjóða gesti aftur velkomna. Við munum áfram segja frá horfum í ferðaþjónustu og ábendingum til að finna gestaumsjón farveg við þær truflanir sem COVID-19 veldur og biðjum þig um að bókamerkja Airbnb.com/COVID og líta aftur við reglulega til að fá uppfærslur.

   *Samkvæmt stöðu bókunargagna Airbnb 2. júní 2020

   Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

   Aðalatriði

   • Vegna þess hve erfitt allir eiga með að skipuleggja sig fram í tímann gæti verið ráð að leyfa sveigjanlega afbókun og bókanir á síðustu stundu

    • Bjóddu sjálfsinnritun og aðra eiginleika til að styðja við nándarmörk

    • Deildu upplýsingum um ræstingarferlið hjá þér þegar þú hefur skuldbundið þig til að fylgja fimm skrefa ferlinu fyrir ítarlegri ræstingar

    • Kynntu þér meira í handbók okkar um undirbúning fyrir viðreisn ferðaþjónustu
    Airbnb
    4. jún. 2020
    Kom þetta að gagni?