Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  13. maí: Það er kominn tími til að horfa til framtíðar

  13. maí: Það er kominn tími til að horfa til framtíðar

  Fáðu innsýn í framtíð ferðalaga og hvernig Airbnb ætlar að aðlaga sig að hlutunum.
  Höf: Airbnb, 13. maí 2020
  22 mín. myndskeið
  Síðast uppfært 14. maí 2020

  Aðalatriði

  • Gestir munu leita sér að einkarými nær heimilinu og hreinlæti, viðráðanlegt verð og sveigjanleiki mun skipta þá máli

  • Gestgjöfum er frjálst að skuldbinda sig til að fylgja ítarlegum ræstingarreglum okkar en við hvetjum þá til að tileinka sér hærri viðmið fyrir þrif

  • Þó að starfsfólki okkar hafi verið fækkað leggjum við jafn mikla áherslu og áður á að styðja við gistisamfélag okkar

  Í gestgjafafréttum vikunnar lagði forstjóri okkar, Brian Chesky, áherslu á framtíðina. Hann ræddi um þá erfiðu ákvörðun að fækka starfsmönnum Airbnb, deildi innsýn á það hvernig ferðalög eru að þróast og svaraði fleirum af helstu spurningum ykkar. Hér eru nokkur dæmi um það sem stóð upp úr.

  Aðlögun að framtíð ferðalaga

  Ferðaiðnaðurinn er óbugandi. Það mun taka tíma að byggja hann aftur upp en við höfum þegar orðið vör við góð merki. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að fólk mun mögulega ekki ferðast með sama hætti og það gerði fyrir COVID-19. Hér eru nokkur dæmi um nýjustu þróun á Airbnb:

  • Fólk mun bóka sér gistingu nær heimilinu. Frá því að heimsfaraldurinn hófst hefur hlutfall þeirra sem bóka gistingu nærri sér meira en tvöfaldast úr 13% í 30%.
  • Ferðamenn vilja fleiri valkosti á viðráðanlegu verði. Efnahagur heimsins fer versnandi og margt fólk hefur misst vinnuna svo að ekki kemur á óvart að aukningin á framboði er hröð fyrir ódýrustu gistinguna (sem kostar minna en USD 50 á nótt).
  • Einkarými verða eftirsótt. Í flestum tilvikum segja gestir okkur, bæði þeir sem hafa gist og eru að hugsa um gistingu, að þeim finnist þægilegra að gista með fjölskyldunni í eign sem er skráð á Airbnb heldur en á hóteli.
  • Hreinlæti mun skipta meira máli en nokkru sinni fyrr. Góðu fréttirnar eru að gestgjafar á Airbnb hafa þegar sýnt góðan árangur hvað það varðar. Í 94% umsagna hafa gestir gefið eignum 4 eða 5 stjörnur fyrir hreinlæti. Nýju ítarlegu ræstingarreglurnar okkar styrkja stöðu ykkar enn frekar til að vernda ykkur sjálf og gesti ykkar og skara fram úr.
  • Fólk mun bóka fleiri ferðir á síðustu stundu. Hlutfall bókana á síðustu stundu hefur tvöfaldast frá því að COVID-19 kom upp.

  Stuðningur við gestgjafa með færra starfsfólki

  Við viljum fullvissa ykkur um að þrátt fyrir færra starfsfólk hjá okkur þá höfum við nægt starfsafl til að styðja við ykkur. Við munum áfram svara spurningum ykkar á samfélagsmiðlum, í félagsmiðstöðinni og í þjónustuverinu og munum. Auk þess viljum við heyra meira frá ykkur á Netinu og í fundaröðum okkar með gestgjöfum. Að því sögðu gætum við þurft á sérstakri þolinmæði og skilningi að halda á komandi vikum. Við höfum gert stórar breytingar á teymum okkar og það gæti orðið töf við þá aðlögun. Rétt eins og þjónustuverið lærði að breyta vinnuháttum sínum þegar neyðarástandið brast á munum við halda áfram að aðlaga okkur til að veita gestgjöfum og gestum þann stuðning sem þeir þarfnast.

  Að koma á jafnvægi hvað þarfir gestgjafa og gesta varðar

  Sum ykkar hafa spurt af hverju reglur okkar og þjónusta virðast hygla gestum í stað gestgjafa og við viljum fullvissa ykkur um að við erum staðráðin í því að styðja báða aðila. Við gætum ekki gert þetta án ykkar. Á sama tíma vitum við einnig að óánægðir gestir bóka ekki aftur og því þurfum við einnig að leggja áherslu á ánægju þeirra. Það gæti komið þér á óvart að heyra að mikið af neikvæðum athugasemdum varðandi reglur okkar um gildar málsbætur koma frá gestum.

  Það verður ávallt áskorun að koma á jafnvægi hvað þarfir hagsmunaaðila varðar á tvíhliða verkvangi eins og Airbnb en við gerum okkar besta. Athugasemdir ykkar eru nauðsynlegar til að hjálpa okkur að ná þessu jafnvægi og endilega haldið áfram að senda þær inn. Félagsmiðstöðin er enn besti staðurinn til að láta okkur vita hvað ykkur finnst.

  Þátttaka í ítarlegu ræstingarferli Airbnb

  Við kynntum fyrir stuttu ráðlagðar ræstingarreglur okkar með ítarlegum leiðbeiningum um ræstingar fyrir gestgjafa. Sum ykkar veltið því fyrir ykkur hvort þið munuð sæta viðurlögum fyrir að samþykkja ekki að fara að sérfræðireglunum. Þótt við vonum að allir gestgjafar á Airbnb noti þetta tækifæri til að veita sjálfum sér og gestum sínum aukna vernd er engin kvöð um að fylgja reglunum og engum viðurlögum verður beitt ákveði gestgjafar að fylgja þeim ekki.

  Mikilvægt er að hafa í huga að gestir munu leita eftir auknu hreinlæti meira en nokkru sinni fyrr og við teljum að með því að tileinka þér reglurnar öðlist þú betri samkeppnisstöðu. Við höfum gert okkar besta til að auðvelda ferlið fyrir flesta gestgjafa. Gestgjafar sem geta ekki samþykkt reglurnar geta í staðinn boðið upp á bókunarbil. Frekari upplýsingar

  Að komast aftur að rótum okkar

  Að þessu neyðarástandi loknu mun fólk aftur þrá mannleg tengsl og það er það sem Airbnb hefur alltaf gert best. Markmið okkar að skapa samkennd og tengsl væri ekki mögulegt án fólksins sem tekur á móti gestum á heimilum sínum og býður upplifanir; gestgjöfum eins og þér. Við munum skerpa áherslu á það markmið og tvíefla stuðning okkar við ykkur.

  Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við ykkur er við vinnum að því að skapa sterkara og markvissara Airbnb. Þakka þér fyrir að vera gestgjafi og fyrir allt sem þú gerir.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Um upptöku af fréttum frá forstjóra: Myndskeiðið er til á brasilískri portúgölsku, frönsku, þýsku, ítölsku, japönsku, kóresku, rússnesku, einfaldaðri kínversku og spænsku. Þú getur valið tungumálið sem þú vilt með veljaranum neðst á síðunni. Samhliðatúlkun á gestgjafafréttum með Brian Chesky, forstjóra, er til að auðvelda samskipti en skal ekki teljast gild eða orðrétt skjalfesting á því sem fram fer. Einungis upphafleg ræða Brian á ensku telst fullgild.

  Aðalatriði

  • Gestir munu leita sér að einkarými nær heimilinu og hreinlæti, viðráðanlegt verð og sveigjanleiki mun skipta þá máli

  • Gestgjöfum er frjálst að skuldbinda sig til að fylgja ítarlegum ræstingarreglum okkar en við hvetjum þá til að tileinka sér hærri viðmið fyrir þrif

  • Þó að starfsfólki okkar hafi verið fækkað leggjum við jafn mikla áherslu og áður á að styðja við gistisamfélag okkar

  Airbnb
  13. maí 2020
  Kom þetta að gagni?